Hvers vegna þessi ráðstefna?
* Þetta var ráðstefna leiðandi manna í áliðnaði og tengdri framleiðslu hvaðanæva að úr heiminum.
* Þeir voru hér vegna þess að þeir telja að Ísland sé rétti staðurinn til að þróa þungaiðnað. Það er kaldhæðnislegt að þetta er vegna þess að Ísland er talið hreint land í umhverfismálum.
* Þeir sem söfnuðust saman á ráðstefnunni voru lykilpersónur í ákvarðanatöku, fjármögnun og stefnumótun á bak við Kárahnjúkavirkjun og aðrar þungaiðnaðarframkvæmdir víðar á Íslandi sem við erum eindregið á móti.
* Málstofa sem kölluð var „Aðferð við sjálfbærni fyrir iðjagræna álbræðslu“ hófst kl. 11:45 þennan dag. Málstofuna kynntu Joe Wahba frá Bechtel Corporation og Tómas M. Sigurdsson frá Alcoa, og svívirðileg hræsni málstofunnar var grófasta ögrun við þá sem raunverulega hallast að vistfræðilegu gildi sjálfbærni.
Hvers vegna grænt skyr?
* Grænt vegna þess að „grænþvottur“ er hugtak sem oft er notað til að lýsa yfirborðslegum tilraunum fyrirtækja til að kynna sig sjálf sem „umhverfisvæn“ eða „sjálfbær.�
* Skyr vegna þess að það er lífrænt efni og hægt að þvo af og því er ljóst að því var ekki ætlað að valda meiðslum eða óafturkræfum skemmdum.
Hver var ásetningur okkar?
* Að trufla ráðstefnuna, einkum og sér í lagi málstofuna um „sjálfbærni“.
* Að senda skýr skilaboð beint til leiðtoga þungaiðnaðarins um að Ísland sé ekki eins notalegt hreiður fyrir þá og þeir virðast halda.
* Að veita öðrum innblástur til að grípa til aðgerða gegn því samsæri fyrirtækja og stjórnvalda að svíkja af Íslendingum mikið af þeirri stórbrotnu arfleifð sem náttúra landsins er.
Fengum við greitt fyrir?
* Nei. Ást og reiði knýr okkur áfram; ást á nátturunni og reiði í garð þeirra sem reyna að eyðileggja hana vegna persónulegs stundarhagnaðar, hagnaðar hluthafa og valdafíknar.
Hvernig var aðgerðin skipulögð og af hverjum?
* Við unnum saman án leiðtoga og komumst að niðurstöðu með sameiginlegri ákvarðanatöku. Við berum jafna ábyrgð á aðgerðum okkar, þeim ákvörðunum sem leiddu til þeirra og afleiðingum þeirra.
Ætluðum við að skemma eignir?
* Nei. Ásetningur okkar var einfaldlega sá sem lýst er hér að ofan.
* Við réttarhöldin yfir okkur kom loksins í ljós að enginn tæknibúnaður skemmdist í aðgerðinni!
* Það felst skelfileg kaldhæðni í því að margir ráðstefnugesta taka í starfi sínu ákvarðanir sem valda gríðarlegum og óafturkræfum skemmdum á þeirri jörð sem við eigum öll og samt eru þeir ekki kallaðir til ábyrgðar, hvorki siðferðislega, lagalega né fjárhagslega og þaðan af síður með einstaklingsbundnum hætti. Hvers virði eru skraddarasaumuð jakkaför miðað við stærstu ósnortnu víðerni sem eftir eru í Vestur Evrópu?
Arna Ösp Magnúsardóttir
Ólafur Páll Sigurðsson
Paul Gill
Sjá einnig:
Icelandic ‘skyr’ activists sentenced
SKYR ACTION SOLIDARITY FLYER pdf
Skyrslettur og hryðjuverk. Þetta finnst mér fáránleg samlíking.
Á meðan margir amast yfir aðferðum og aðgerðum mótmælenda ættu þeir ef til vill að líta í eigin barm. Það gæti reyndar átt sinn þátt í ergelsi margra ganvart mótmælendum. Að mikill meirihluti mótmælendanna eru erlendir, og það eru þeir sem hafa staðið í beinustu aðgerðunum. Á meðan hafa Íslendingar sem ekki mótmæla setið með hendur í skauti og látið þetta viðgangast. Íslensk mótmæli hafa einnig verið of veik. Í stað þess að amast yfir hvernig aðrir mótmæla hefðu þeir kannski sjálfir átt að taka sig til og mótmæla og virkja aðra til þess. Þá hefðu þeir aukinheldur getað haft áhrif á hvernig að mótmælunum yrði staðið.
Ég kalla það háð þegar það berast ekki svo fréttir af mótmælendum að annaðhvort sé lögð áhersla á hvað þeir séu nú „fáir og meinleysislegir kjúklingar” eða „stórhættulegir glæpamenn“. Menn hafa gert sitt besta til að drekkja málstaðnum og éta gamla barnaævintýrið hrátt.
Ég er fyllilega sammála því að beinar aðgerðir hefðu átt að koma fyrr. En menn fóru friðsömu leiðina, sem fyrr var frá greint og hún var hunsuð. Beinar aðgerðir einar og sér óttast ég að geti skapað neikvæða athygli og við verðum að vera varkár um þann trúnað sem fólk leggur á okkur. Orðræða ein og sér hefur ekki skilað miklu. Einungis ef nógu margir taka höndum saman af fullum krafti með allann pakkann í einu að vopni; greinar, skýrslur, rannsóknir, pistlar, hvers konar skrif og nýta sér alla þá miðla sem þeir komast í ásamt vel skipulögðum og kröftugum beinum aðgerðum, tel ég von á að hægt sé að sporna við frekari framkvæmdum. Eins er með kosningar, ef þú ert óánægður með aðgerðir stjórnvalda er ekki sérlega gáfulegt að styðja þá til valda. Ekki kjósa „illskásta kostinn“ eða kjósa e-n „þrátt fyrir“ galla. Ekki láta blekkja þig. Ekki láta telja þér trú um að innlegg þitt sé lítilsvert. Atkvæði þitt skiptir máli. Þú getur haft mikil áhrif. Valdið kemur frá þér og þjóðinni, frá öllum ríkisborgurum landsins. Þú getur líka kynnt þér málin, og er þá víðsýni ofar öllu. Ekki láta aðra stjórna þér, gera lítið úr þér, segja þér hvað þú getur og getur ekki gert. Hugaðu að sjálfum þér og ábyrgð þinni gagnvart sjálfum þér og samfélaginu og hvernig þú getur gert til að bæta sjáfan þig og samfélagið.
Rumputuski
30. júlí 2005