Alþjóðlegu aðgerðasamtökin Saving Iceland skipuleggja götupartí í andstöðu við stóriðju og stórar stíflur á Íslandi og um allan heim. Fram koma nokkrir þekktir íslenskir plötusnúðar m.a. DJ Eyvi, DJ Kiddy Ghozt and DJ Arnar (Hugarástand).
„Rave Against The Machine“ mun eiga sér stað laugardaginn 14. júlí og hefst klukkan 16.00 við goshver Perlunnar í Öskjuhlíð
„Þetta byggir á evrópskri mótmælahefð, að „endurheimta göturnar“ eða „Reclaiming the streets“. Þegar upp er staðið er það á götunum sem viðnámið er gegn yfirvaldinu, það er á götunum sem daglega lífið fer fram og því þarf að breyta þeim í svæði þar sem fólk getur notið lífsins, skapað og nært sig andlega“ segir Sigurður Harðarson frá Saving Iceland.
Saving Iceland er alþjóðleg baráttuherferð til að verja villta náttúru Íslands, eitt það stærsta náttúrusvæði sem enn er eftir í Evrópu, frá stóriðju. Nokkur fjölþjóðleg fyrirtæki, sérstaklega úr áliðnaðinum, og íslenska ríkisstjórnin feta sig eftir stórtæku ferli sem mun, fái það allt að komast í framkvæmd, umbreyta landinu úr framúrskarandi náttúruperlu í enn eitt mengað iðnaðarsvæði.
Þetta götupartí er hluti af „óhlýðnisumari“ Saving Iceland, sem felur í sér aðgerðabúðir sem, þegar þetta er skrifað, eru staðsettar á Bringum á Mosfellsheiði.
Síðustu helgi hélt Saving Iceland alþjóðlega ráðstefnu „Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórra stíflna“ með ræðumönnum frá fimm heimsálfum. Sumt ræðufólksins frá suðurálfu munu einnig taka þátt í götupartíinu.
Myndbönd úr aðgerðinni: