Vertu með í baráttunni!
– Guðmundur Páll Ólafsson,
Náttúrufræðingur, rithöfundur og ljósmyndari.
VERTU MEÐ Í BARÁTTUNNI!
Kárahnjúkar og landið í kring er nú undir vatni og baráttan til að bjarga svæðinu er eiginlega töpuð. En Alcoa, Rio Tinto-Alcan, Century Aluminum (Norðurál) og Bechtel, eru síður en svo á leiðinni í frí hér á landi. Fjölmörg önnur svæði eru undir hættu á eyðileggingu, vegna framleiðslu á ódýrri orku fyrir stóriðju. Rannsóknir og ‘prufur’ fyrir næstu stíflur og vatnsaflsvirkjanir út um allt land eru langt á veg komnar.
Þeir sem standa með umhverfi sínu verða að vera tilbúnir til að berjast gegn stórfyrirtækjum og stjórnmálakerfum. Hin lifandi undur sem frjáls öræfi færa okkur eru langt um fram meiri ástæða til þess að lifa og berjast, en aumar tölur á höfuðstóli. Á meðan enn eru til víðerni á Íslandi og annars staðar í heiminum, eru það við sem erum að vinna.
Það skiptir ekki máli hvar þú ert staddur/stödd í heiminum; allar líkur eru á því að mótmæli þín hafi áhrif. Íslensk sendiráð eru út um allan heim og fyrirtækin sem standa að eyðileggingu landsins eru alþjóðleg, og því staðsett út um allan heim.
Líttu á tengla og lista yfir stjórnmálamenn, annað áhrifafólk og fyrirtæki sem eiga þátt í eyðileggingunni: „Náttúru-Böðlarnir“.
Fyrir niðurhal og bakgrunns-upplýsingar, skoðaðu „Resources“.
STÖÐVUM EYÐILEGGINGU SÍÐASTA STÓRA HLUTFALLSLEGA ÓSNORTNA LANDSVÆÐIS EVRÓPU!
BURT MEÐ ALCOA, RIO TINTO-ALCAN, ELKEM OG CENTURY ALUMINUM!
Hæhæ
Ég er (hávær) 28 ára námsmaður með sterkar skoðanir, sem vil endilega hjálpa til og reyna að koma í veg fyrir að stjórnmálafíflin geri alvöru úr þessari helví… vitleysu.
sendið mér info ef ég get orðið eitthvað að liði
kv. ein sem er að fara að fá álver í bakgarðinn !