júl 14 2008

Óskiljanleg umhverfisstefna og innanflokks-óreiða

Vegna erfiðleika í íslensku efnahagslífi (lesið m.a. nýlega skýrslu, Iceland Overheats) og hækkandi heimsverðs á áli, eru Geir H. Haarde, forsætisráðherra og íslensk yfirvöld nú mun líklegri en áður til að samþykkja byggingu nýrra álvera. Innan um allt ‘kreppu’-tal virðast ráðherrar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk vera á fullri ferð í stóriðjuvæðingu Íslands.

Fagra Ísland

Fyrir alþingiskosningarnar í Maí 2007 setti Samfylkingin fram umhverfisstefnu þar sem lofað var stóriðjustoppi næstu fimm árin, á meðan gerð væri skýrsla um notkun og verndun íslenskrar náttúru. Í umhverfisstefnunni sagði að innan heimilda Íslands fyrir losun gróðurhúsalofttegunda rúmaðist einungis eitt nýtt álver. Þannig leit Fagra Ísland Samfylkingarinnar út.

Nú hafa nokkrir ráðherrar Samfylkingarinnar lýst yfir fullum stuðningi við þær stóriðjuframkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu. Kristján Möller, samgönguráðherra, hefur lýst yfir stuðningi við byggingu álvers Norðuráls í Helguvík og álver Alcoa á Bakka við Húsavík. Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra tók þátt í hátíðarhöldum vegna fyrstu skóflugstungu álversins í Helguvík þann 6. júní. Í lok Júní skrifaði svo Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra undir samning við Norðurþing og Alcoa um áframhaldandi rannsóknir vegn fyrirhugaðst álvers á Bakka. Samningurinn fjallar um 250.000 tonna álframleiðslu á ári, sem þarfnast 400 MW orkuöflunnar en Landsvirkjun vinnur nú að rannsóknum á jarðvarmasvæðum á Norðurlandi. Undirbúningur fyrir umhverfismat vegna framkvæmdanna á Bakka er rétt að hefjast en Össur vill að niðurstaða og viljayfirlýsing verði tilbúin innan árs.

Tilraun til að koma á reglu

Þann 8. júní kallaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, eftir flokksfundi Samfylkingarinnar þar sem umhverfisstefna flokksins var rædd og umræddur stuðningur við álversframkvæmdir. Niðurstaðan var að aðeins lítill minnihluti fundarmanna styðja stefnu flokksins um að stöðva stóriðjuframkvæmdir. Stuðningsmenn hennar voru þó ósáttir við fyrrnefna hegðun ráðherra flokksins, sem þeir sögðu skaða ímynd flokksins.

Innanborðs-óreiða

Þessi sirkus atburða er þó langt frá því að vera liðinn undir lok. Össur Skarphéðinsson hefur margoft sagt að íslenska ríkisstjórnin hafi ekkert um þróun og aukningu stóriðju á Íslandi en á sama tíma reynir Geir H. Haarde allt sem í hans valdi stendur til þess að fá aðra undantekninu frá Sameinuðu Þjóðunum varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Þórunn Sveinbjarnardóttir neitaði svo öllum nýjum stóriðjuframkvæmdum um leyfi fyrir losun gróðurhúsalofttegunda á síðasta ári. Það er greinilega engin samstaða um umhverfismál í ríkisstjórn Íslands.

11. Júlí hélt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, því fram að allt tal um ósamstöðu innan flokksins væri ósatt og sagði að það væri oft á tíðum flókið að vera á toppi umhverfisverndarumræðu hér á landi þegar hún snérist einungis um hvort reisa eigi álver eða ekki. Umræðan eigi miklu frekar að snúast um hvar eigi að reisa virkjanir og hvar ekki. Hún hélt því fram að allir flokksmeðlimir væru sammála um að virkja þyrfti fallvötn og jarðvarmasvæði á landinu fyrir hagsmuni almennings.

Ingibjörg neitaði því einnig að ‘Fagra Ísland’ sé óskýr skýrsla, sem einhverjir flokksmeðlimir kynnu að hafa misskilið. Stefnan snérist aðallega um fernt: að styrkja umhverfisvernd og -vitund, verndun einstakra lands, gera langtíma áætlun um umhverfisvernd og notkun auðlinda, og auka áhrif almennings…

Tengdar fréttir:

Náttúruvaktin