sep 17 2008

Samstöðuaðgerð í Kaupmannahöfn – Engar fleiri virkjanir; engin fleiri álver!

Í dag barst okkur bréf frá Danmörku:

Í morgun voru stórir borðar hengdir utan á byggingu á Nörrebro í Kaupmannahöfn og sögðu ,,Áliðnaðurinn er að eyðileggja allar helstu ár Íslands!” Á sömu byggingu hékk í síðustu viku stór auglýsing frá Icelandair, þar sem ferðir til Íslands voru auglýstar ásamt myndum af íslenskum ám.

Með tilkomu nýrra álvera Century í Helguvík og Alcoa á Húsavík eykst enn orkuþörf áliðnaðarins og mun leiða af sér virkjun fleiri jökuláa og jarðhitasvæða. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að reistar verði stíflur í Þjórsá, Tungnaná, Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum; einungis fyrir auknar stóriðjuframkvæmdir.

Til að fullnægja orkuþörf 346 þúsund tonna álvers á Bakka þarf uppistöðulón stærra en Hálslón, 72 ferkílómetrar (1).

Það er engin ástæða til að fæða fyrirtæki á borð við Alcoa með meiri orku. Alcoa er hergagnaframleiðandi í nánu samstarfi við bandaríska herinn, vopnaframleiðandann Lockheed Martin og fleiri ill fyrirtæki (2).

Alcoa er einnig vel þekkt fyrir mannréttindabrot sín á verkafólki fyrirtækisins í Hondúras og Guatemala. Í verksmiðju Alcoa í Hondúras kemur það oft fyrir að starfsfólk þarf að losa þvag eða annan úrgang í eigin föt vegna þess að það fær ekki að fara á klósettið oftar en tvisvar á dag; konur þurfa að girða niður um sig til að sanna að þær séu á blæðingum til að fá undantekningu á fyrrnefndri reglu; og þeir sem gera sig líklega til stofnun verkalýðsfélaga er reknir. Þetta eru aðeins örfá dæmi (3).

Íslensk náttúra og samfélag eru í hættu. Áliðnaðurinn er að eyðileggja allar helstu ár Íslands.

Engar fleiri virkjanir! Engin fleiri álver!

 

Heimildir:

(1) Jaap Krater, Morgunblaðið, Bakki Impact Assessment Should Include Dams, 22. Ágúst 2008.

(2) Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Morgunblaðið, Lygar og Útúrsnúningar, 24. Júní 2008.

(3) National Labor Committee with Community Comunication Honduras (2007). The Walmart-ization of Alcoa. http://www.nlcnet.org/article.php?id=447.

Náttúruvaktin