nóv 11 2008

Búðarhálsvirkjun og framleiðsluaukningu Rio Tinto Alcan frestað

Landsvirkjun hefur tilkynnt að útboð vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun verði frestað um þrjá mánuði. Það þýðir að fyrirhuguð framleiðsluaukning Rio Tinto Alcan í Straumsvík verður ekki að veruleika á næstunni. Landsvirkjun hyggst reisa Búðarhálsvirkjun í Tungnaá, vestan við Langasjó.

Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun munu kosta um það bil 25 milljarða króna og á virkjunin að geta framleitt 85 MW af raforku. Rio Tinto Alcan hyggst auka framleiðslu sína um 40 þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið. Fyrirtækið vill samt sem áður ennþá stækka álverið þrátt fyrir að íbúar Hafnarfjarðar hafi kosið gegn stækkuninni í íbúakosningu vorið 2007. Gagnaver Verne Holding hefur einnig skrifað undir samning við Landsvirkjun um orku frá Búðarhálsvirkjun.

Aðspurður á Alþingi sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra að hann vilji kanna þann möguleika að lífeyrissjóðir eða R.T. Alcan komi að fjármögnun virkjunarinnar. Hann lýsti því einnig þeirri skoðun sinni að lífeyrissjóðir ættu að taka þátt í uppbyggingu orkuiðnaðarins og jafnvel eiga hlut í álverum. Össur sagðist trúa því að álversframkvæmdir væru nauðsynlegar til þess að slaka á núverandi efnahagskreppu.


En þvert á móti eiga álversframkvæmdir og bygging stórstíflna stóran þátt í efnahagsþrengingunum. Framkvæmdirnar virka eins og snöggar innspýtingar í efnahagslífið en leiða til hruns þegar til lengri tíma er litið. ,,Lítil samfélög þar sem stór verkefni á borð við Fjarðaál eiga sér stað, verða algjörlega háð erlendum fjárfestingum. Það er óákjósanleg og ósjálfbær aðstaða“ segir Jaap Krater í grein um efnahagskreppuna. *

Friðrik Sophusson sagði að Landsvirkjun hafi átt í óformlegum umræðum við lífeyrissjóðina um hugsanlega þátttöku þeirra í framkvæmdunum. Hann lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með þá staðreynd að framkvæmdirnar yrðu ekki byggðar á erlendum lánum vegna slakrar stöðu íslenska efnahagslífsins.

Ein helst ástæðan fyrir áætlunum Landsvirkjunar um virkjun Tungnaár er hversu illa fyrirtækinu hefur gengið að setja af stað áætlanir sínar um þrjár stíflur í neðri Þjórsá, norð-vestan við Tungnaá. Andspyrna heimafólks og dómsmál varðandi vatnsréttindi í Þjórsá hefur staðið í vegi fyrir Landsvirkjun.

* Jaap Krater, Morgunblaðið, Frekari álver og virkjanir leiða af sér óstöðugan efnahag, 26. Okt. 2008

Náttúruvaktin