Aðgerðahópur Saving Iceland lokaði í nótt skrifstofum fyrirtækja og stofnana sem hafa gerst hafa meðsek um stórfell náttúruspjöll. Lími var komið fyrir inn í lásum og skilti sett upp með áletruninni: ,,Lokað vegna náttúruspjalla!“ Kalla þurfti til lásasmiða til að opna dyr skrifstofanna í morgun þegar starfsfólk mætti til vinnu.
Fyrirtækin og stofnanirnar sem urðu fyrir þessum lokunum hafa öll sýnt fram á einbeittan brotavilja gagnvart íslenskri náttúru og svífast einskis í leit sinni að auðsóttum gróða og hagkvæmum samningum, jafnvel við fyrirtæki með svívirðilega forsögu. Því þótti löngu tímabært að loka þeim áður en frekari eyðilegging mun eiga sér stað.
Fyrirtækin og stofnanirnar sem um ræðir eru eftirfarandi: Iðnaðarráðuneytið og Umhverfisráðuneytið sem hafa opnað flóðgáttir stóriðju hérlendis, Ístak sem sér um allflestar jarðraskanir sem framkvæma þarf til að gera prufuboranir og byggingu stóriðjumannvirkjanna, Jarðboranir sem er eigandi boranna sem notaðir eru til orkuleitunar víðs vegar um landið og HRV Hönnun sem sér um umhverfismat á þeim landssvæðum sem ráðist er á auk þess að eiga oftast stóran þátt í hönnum stóriðjutengdra mannvirkja.
Einnig var skrifstofuskúr á einu af byggingarsvæðum ÍAV í Reykjavík lokað, en þeir byggja um þessar mundir álverið í Helguvík.