ágú 03 2009

Hús Friðriks Sophussonar límt og málað

Síðasta fimmtudag fékk Saving Iceland send bréf og myndir frá hóp sem kallar sig A.S.Ö. Samkvæmt bréfinu fór hópurinn að húsi Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, hellti grænni málningu á veggina og tróð lími inn í hurðalásana. Eftirfarandi er bréfið í fullri lengd:

Við viljum líf okkar til baka. Frelsi okkar. Óbyggðirnar okkar.

Við ákveðum að setja það ekki á annara herðar að framkvæma það sem við trúum að sé nauðsynlegt að gera. Við tökum ábyrgð á aðgerðum okkar gegn þeim sem eru að eyðileggja og menga Jörðina.

Að halda að einhver annar en þú geri eitthvað eða að engu verði breytt, er valmöguleiki sem hefur afleiðingar. Við getum valið á milli þess að hella olíu í rústandi vél þessa samfélags eða að vera sandurinn sem stöðvar hana!

Ábyrgð einstaklingsins er ástæða þess að við ráðumst persónulega á þeim sem sitja hæst í fyrirtækjum kapítalista eins og Landsvirkjun. Í nafni peninga og valds hefur Landsvirkjun markvisst eyðilagt íslenskar óbyggðir. Forstjóri fyrirtækis breytir ekki um persónuleika á milli þess sem hann er í vinnu og heima. Hann er sá sami. Hann ber sömu ábyrgð á báðum stöðum.

Aðfaranótt 28. júlí fórum við að húsi Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Við lokuðum dyrunum með lími og helltum grænni málningu yfir veggina.

Gleymið því aldrei að nóttin er með okkur í liði!

A.S.Ö.

Náttúruvaktin