okt 26 2010

Upplýsingabæklingur til stuðnings hinna ákærðu níumenninga

Stuðningsmenn níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi vegna mótmælaaðgerðar sem átti sér stað þann 8. desember árið 2008, hafa útbúið upplýsingabækling um málið á ensku. Ríkisvaldið hefur gengið svo langt að kalla aðgerðina ógn við sjálfræði þingsins og heldur því uppi ákærum byggðum á 100. grein hegningarlaga, sem hefur í för með sér eins til sextán ára fangelsisdóm verði þau fundin sek um brot á henni, ásamt ákærum um húsbrot og ofbeldi, sem framburður þingvarða og upptökur úr öryggismyndavélum sanna að eru hrein lygi. Lesið nánar um málið og sögusvið þess í bæklingnum.

Smellið hér, eða á forsíðumynd bæklingsins, til að sækja bæklinginn sem pdf-skrá.

Dreifið sem víðast.

Heimsækið stuðningssíðu níumenninganna til að fylgjast með framvindu málsins.

Náttúruvaktin