Árni Finnson
Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, er lítill sómi sýndur með skýrslu ríkislögreglustjóra um starfsaðferðir lögreglu, samstarf við erlendar löggæslustofnanir og meðferð trúnaðarupplýsinga.
Nei, engin gögn fundust „… við yfirferð hjá embætti ríkislögreglustjóra …” sem „… gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður [Mark Kennedy] bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005,“ segir í skýrslunni.
Innanríkisráðherra getur sjálfum sér um kennt. Víða erlendis tíðkast óháðar rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að þeir sem kunna að hafa framið embættisafglöp dæmi í eigin sök. Innanríkisráðherra er ekki mjög erlendis.
Ráðherra gerir engar athugasemdir við þær skýringar ríkislögreglustjóra að embætti hans sé óheimilt að veita nokkrar upplýsingar til innanríkisráðherra um leynilega starfsemi lögreglunnar í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. Á hinn bóginn gerir Ríkislögreglustjóri því skóna – með tilvísun til breskra fjölmiðla – að flugumaður bresku lögreglunnar hafi gegnt lykilhlutverki við skipulagningu mótmælaaðgerða andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar.
Ráðherrann hyggst ekki gera sér neina rellu á alþjóðavettvangi vegna aðgerða flugumannsins hér á landi. Jafnvel þótt hann telji að Mark Kennedy hafi verið hér í umboði breskra lögregluyfirvalda og hvatt til ólöglegra aðgerða; aðgerða sem ríkislögreglustjóri flokkar með skipulagðri glæpastarfsemi vélhjólagengja.
Sjálfsvirðingar sinna vegna hefði ég haldið að Ögmundur Jónasson gerði alvarlegar athugasemdir við skýrslu ríkislögreglustjóra og myndi fyrirskipa honum að vinna þessa skýrslu betur. Eða, hvernig má það vera að náttúruverndarsamtökin Saving Iceland séu flokkuð með skipulagðri glæpastarfsemi? Er það samkvæmt upplýsingum bresku lögreglunnar? Eða, lögreglumannsins Mark Kennedy? Hvernig getur Ögmundur Jónasson látið það óátalið að flugumaður bresku lögreglunnar liggi undir grun um að hafa hvatt mótmælendur til ólöglegra aðgerða?
Fyrir rúmum áratug var efnt til heræfinga á miðhálendi Íslands þar sem hinn ímyndaði óvinur var umhverfisverndarsamtök. Ríkislögreglustjóri virðist enn telja þörf fyrir slíkar æfingar. En hvað með Ögmund Jónasson? Er ekki tími til kominn að breyta þessari stefnu?
First birt á Smugan.is
Soffía Sigurðardóttir
17.5 2011
Ullað á dómsmálaráðherra
——
Hvað heldur þessi ríkislögreglustjóri að hægt sé að bulla?
Af skýrslu ríkislögreglustjóra um flugumanninn Mark Kennedy sem njósnaði og agiteraði innan raða mótmælenda gegn Kárahnjúkavirkjun er ljóst að íslensku lögreglunni var fullljóst um starfsemi hans hér og að jafnframt hefur öllum skjölum sem fundist hafa þar um verið eytt.
Ríkislögreglustjóri orðar þetta nánar svona:
„Við yfirferð gagna hjá embætti ríkislögreglustjóra hafa ekki komið fram upplýsingar sem gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005.“
Sumsé: Engin gögn til sem sanna að ég hafi vitað um hann! En, ég þori samt ekki að fullyrða að ég hafi ekki vitað neitt, því ef sannarnirnar kæmu í ljós síðar, og ég sæti þá ennþá uppi með vitlausan dómsmálaráðherra, yrði ég rekinn!
Til vitnis um þennan Mark Kennedy, athæfi hans, lögreglustörf og veru á Íslandi, vitnar Ríkislögreglustjóri ítrekað í breska blaðið Guardian! T.d. hér:
„Samkvæmt Guardian starfaði Mark Kennedy sem lögreglumaður hjá Lundúnalögreglunni en var síðan fenginn til að sinna leynilegum verkefnum á vegum National Public Order Intelligence Unit (NPOIU).“
Hvað með að spyrja samstarfsaðila Ríkislögreglustjóra hjá Lundúnalögreglunni eða NPOIU?
Þessi skýrsla ríkislögreglustjóra segir ekki “allan sannleikan, ekkert nema sannleikann og ekkert dregið undan”. Hún ullar á dómsmálaráðherra og allan almenning. Hí, hí, hí, þið getið ekkert sannað “hvort þessi flugumaður bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005.”!
Engin furða að dómsmálaráðherra endi yfirlýsingu sína um skýrsluna með þessum orðum: “…mér finnst íhlutun yfirvalda með þessum hætti í mótmæli af pólitískum toga beinlínis vera tilræði við lýðræðið.”
http://blog.eyjan.is/fia/2011/05/17/ullad-a-domsmalaradherra/
Já, nú er að svara Ögmundur og það undanbragðalaust án blekkinga
(Undanbrögð og blekkingar eiga eins og þú veist rætur sínar að rekja til lyginnar.)
Ég fæ ekki betur séð en að Lögreglustjóri Íslenska Ríkisins noti bæði undanbrögð og blekkingar í umræddri skýrslu til yfirmans síns, Innanríkisráðherra Íslenska Ríkisins, Ögmundar Jónassonar.
Það hlítur að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Lögreglustjóra og Lögreglustjóraembættið, eða hvað?????
MEÐ BESTU ÓSKUM UM ANDLEGA VELFERÐ.
TIL HEILLA HEILINDA OG ANDLEGS ÞROSKA.
Sigurgeir Þórðarson