júl 26 2004
Bechtel í blíðu og stríðu eftir Írisi Ellenberger
Morgunblaðið 26. júlí 2004
Bechtel nefnist fyrirtæki sem nú vinnur að byggingu fyrirhugaðs álvers Alcoa í Reyðarfirði. Það var stofnað árið 1898, á höfuðstöðvar í San Francisco en vinnur að ýmsum byggingaframkvæmdum um heim allan. Þegar fyrsta skóflustungan að fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði var tekin þann 8. júlí stóð Náttúruvaktin, baráttuhópur fyrir náttúruvernd og virkara lýðræði, fyrir mótmælum. Fréttatilkynning frá samtökunum bergmálaði ásakanir erlendra mannréttindasamtaka og fjölmiðla á hendur Bechtel. Í fréttum Stöðvar 2 af skóflustungunni vildi talsmaður fyrirtækisins ekki svara þessum ásökunum. Read More