Archive for júlí, 2004

júl 26 2004

Bechtel í blíðu og stríðu eftir Írisi Ellenberger


Morgunblaðið 26. júlí 2004

Bechtel nefnist fyrirtæki sem nú vinnur að byggingu fyrirhugaðs álvers Alcoa í Reyðarfirði. Það var stofnað árið 1898, á höfuðstöðvar í San Francisco en vinnur að ýmsum byggingaframkvæmdum um heim allan. Þegar fyrsta skóflustungan að fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði var tekin þann 8. júlí stóð Náttúruvaktin, baráttuhópur fyrir náttúruvernd og virkara lýðræði, fyrir mótmælum. Fréttatilkynning frá samtökunum bergmálaði ásakanir erlendra mannréttindasamtaka og fjölmiðla á hendur Bechtel. Í fréttum Stöðvar 2 af skóflustungunni vildi talsmaður fyrirtækisins ekki svara þessum ásökunum. Read More

júl 19 2004

Ávarp Þorleifs Haukssonar við stjórnstöð Landsvirkjunar á degi hálendisins 19. júlí 2004


Þessa blíðviðrisdaga hefur aragrúi fólks streymt út um land til að njóta dásemda íslenskrar náttúru sem skartar sínu fegursta. Samt er þessi dagur, sem hefur verið útnefndur dagur hálendisins, merktur sorg og reiði. Þennan dag í fyrra drógu landverðir upp fána, sína eigin fána, í hálfa stöng á hálendinu í minningu samninganna við Alcoa – og fengu bágt fyrir hjá stjórnvöldum. Nú drögum við okkar eigin fána í hálfa stöng á flaggstengur Landsvirkjunar, sem okkur skilst að sé í eigu okkar allra.

Þetta fyrirtæki hefur í umboði stjórnvalda þröngvað inn á okkur hrikalegustu náttúruspjöllum Íslandssögunnar á örfáum síðustu árum, án þess að gefa okkur eigendum sínum neitt tóm til að afla okkur upplýsinga um stærð, umhverfisáhrif og afleiðingar þessara risaframkvæmda.

Mikið hefur verið talað um lýðræði á opinberum vettvangi upp á síðkastið. Manni skilst á stjórnvöldum að þau telji lýðræðið því traustara sem almenningi er haldið fjær allri ákvarðanatöku. Þetta kemur svo sem engum á óvart sem kynnir sér tildrög Kárahnjúkavirkjunar. Read More

júl 07 2004

Mótmæli við fyrstu skóflustungu að álveri ALCOA í Reyðarfirði


Fréttatilkynning frá Náttúruvaktinni

Fimmtudaginn 8. júlí verður tekin fyrsta skóflustungan að væntanlegu álveri við Reyðarfjörð. Þar með mun bandaríska risafyrirtækið Bechtel taka opinberlega við yfirráðum á byggingarsvæði fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði. Bætist þar enn eitt risafyrirtækið með vafasama fortíð að baki í hóp þeirra sem þegar eru viðriðin virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi. Bechtel hefur bæði verið bendlað við efnavopn í Írak og situr nú að milljarðaverkefnum þar á vegum Bandaríkjastjórnar. Fyrirtækið hefur reyndar einbeitt sér að nýtingu vatns fremur en olíu. Nýjasta afrekið á því sviði fólst í einkavæðingu vatnsveitna í Bólivíu og stórhækkun á verði þannig að vatn varð munaðarvara sem fátækar fjölskyldur urðu að neita sér um. Bechtel er ekki síður þekkt en Alcoa og Impregilo fyrir lítilsvirðingu á réttindum starfsfólks í ýmsum heimshlutum. Nú er fyrirtækinu falið að byggja upp farveg íslenskrar vatnsorku til mengandi stóriðjuframkvæmda.

Read More

Náttúruvaktin