Archive for júlí, 2005

júl 15 2005

Athugasemdir við tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa-Fjarðaráls í Reyðarfirði – Eftir Guðmund Beck


Beck 

Ég undirritaður, Guðmundur M. H. Beck (kt. 060450-2939) Kollaleiru Reyðarfirði, geri eftirfarandi athugasemdir við Tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa-Fjarðaráls í Reyðarfirði.

I. Í byrjun er rétt að benda á nokkrar rangfærslur í skýrslunni. Á bls. 4 er talað um að ,, … nýta þannig hreinar orkulindir til að byggja upp hagkvæman orkufrekan iðnað á Íslandi.“ Kárhnjúkavirkjun verður aldrei hrein orkulind hversu oft sem þau ósannindi verða endurtekin á prenti. Jökulsá á Brú er aurugasta fljót landsins og ber fram í venjulegu árferði u.þ.b. 10 milljónir tonna af aur á hverju ári. Þessum aur ætlar Landsvirkjun að safna saman á bökkum Jökulsár og láta fjúka yfir gróður, menn og skepnur á Austurlandi um ókomin ár. Sökkva 35 km2 gróins lands undir jökulleir með tilheyrandi rotnun. Enginn hefur svarað því hvernig á að leysa þann vanda komandi kynslóða að taka við 57 km2 leirflagi undan Hálslóni sem getur fyllst í einu hamfarahlaupi. Allt tal um hreina orku er því hrein ósannindi sem menntuðum mönnum er ekki sæmandi að bera fyrir íslenzka þjóð. Að því er varðar hagkvæmni þá skuldið þið þjóðinni skýringar á því fyrir hverja sú hagkvæmni er, nú þegar höfuðatvinnuvegir landsins eru að sligast undan þessu fjárhættuspili.

Read More

júl 15 2005

Helgi Seljan – Ég bið forláts


alcoa number 

Mig langar að segja ykkur ögn frá samviskubiti sem hefur nagað mig um nokkurra mánaða skeið. Þessum móral sem á sér ekki hliðstæðu í neinu öðru en þeirri líðan sem þeir einir þekkja sem drukkið hafa ótæpilega að kvöldi, misst minnið einhverra hluta vegna, og vaknað án þess að vita yfirleitt nokkuð um sigra eða ósigra kvöldsins áður.

Þetta nefna margir í daglegu tali “þynnku”.

Samt er þetta eitthvað svo miklu meira en höfuðverkur og ógleði, þessu fylgir skömm. Og eins og með svona óútskýrða skömm sem annað hvort dalar eða eykst þegar minnið kemur aftur, þá jókst þessi nú á dögunum. Read More

Náttúruvaktin