Archive for september, 2005

sep 06 2005

Það er tap á Kárahnjúkavirkjun. Við græðum á því að hætta núna.


Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur
Þuríður Einarsdóttir, kvikmyndagerðarmaður

Æ fleirum verður ljóst hversu misráðið var að fara út í byggingu Kárahnjúkavirkjunar og myndu vilja hætta við. Samkvæmt Gallupkönnun sem Náttúruverndarsamtök Íslands létu gera í mars s.l. töldu tæp 40% landsmanna virkjunina vera mistök. Gamalt spakmæli segir að ef maður er á rangri leið þá sé aldrei of seint að snúa við. Frá sjónarhóli náttúruverndar skiptir mestu að hætt sé við áður en byrjað er að fylla uppistöðulónið sem veldur mestum náttúruspjöllum. Sjálf stíflan veldur tiltölulega litlum skemmdum miðað við allt það landflæmi sem á að fara undir vatn. En þar að auki má færa efnahagsleg rök fyrir því að það sé ávinningur af því að stöðva framkvæmdirnar núna. Hugsum þennan möguleika til enda.

Read More

Náttúruvaktin