maí 29 2006
Íslandsvinir spyrja þig
Upplýsingabæklingur Íslandsvina.
Vissir þú að …
1)…eftirfarandi svæði eru í bráðri hættu eða verða fyrir umtalsverðu raski vegna stóriðjuframkvæmda; Torfajökulssvæðið, Landmannalaugar, Skjálfandafljót, Skaftá, Jökulsár Skagafjarðar, Kerlingafjöll, Brennisteinsfjöll, Krísuvík, Langisjór, Þjórsá, Aldeyjarfoss, Lagarfljót, Þeistareykir, Gjástykki, Töfrafoss, Lindur, Jökla og Dynkur. Ótal fleiri svæði eru í bráðri hættu.
2)…Landsvirkjun hefur sótt um rannsóknarleyfi á eftirfarandi stöðum: í Brennisteinsfjöllum, á Gjástykki og nágrenni. Einnig á vatnasviði Skjálfandafljóts, Tungnaár ofan Sigöldu, Þjórsár neðan Búrfells, Efri hluta Skaftár og Vestari- og Austari Jökulsár í Skagafirði.
3)…önnur raforkufyrirtæki hafa sótt um rannsóknarleyfi á Reykjanesskaga, í Reykjadölum, í Rangárþingi ytra, í Kerlingafjöllum, í Brennisteinsfjöllum, á Vatnasviði Hólmsár í Skaftárhreppi, á vatnasviði Austari-og vestari Jökulsár í Skagafirði, Skjálfandafljóti, á og við Grændal og í Fremrinámum. Read More