maí 11 2007
Stóriðjan og dauðinn elta Ísland upp og niður Laugaveg
Nú verður gengið til kosninga á morgun(í dag) og í því tilefni er rétt að minna fólk á þá lýðræðislegu ábyrgð sem hver og einn ber. Andstæðingar stóriðjustefnu gengu í gær niður Laugarveginn og á kosningaskrifstofur núverandi ríkisstjórnar til að minna á stefnu sem hún hefur staðið fyrir síðastliðin ár hvað varðar náttúruspjöll og stóriðjuframkvæmdir á íslandi. Ekki selja atkvæði þitt fyrir græna frostpinna, barmerki og pulsur. Ekki falla fyrir innantómum loforðum framtíðarinnar, ekki smitast af afstöðuleysi neysluhyggjunnar . Fortíðin sýnir greinilega hvaða hugarfar og stefnu þessir flokkar standa fyrir. Gerðu skynsemisgyðjuna glaða! Taktu skynsama afstöðu MEÐ framtíðinni.