júl 21 2007

‘Hvað vekur athygli og skapar árangur?’ eftir Ómar Ragnarsson

Hárrétt athugað. Á ráðstefnunni sem Saving Iceland hélt töluðu meðal annarra mikilsmetnir rithöfundar þjóðarinnar, þeir Andri Snær Magnason og Guðbergur Bergsson. Fréttastofa sjónvarps var á staðnum og nefndir tveir sáust í mynd. Fréttastofu datt hins vegar ekki í hug að spyrja þessa fyrirlesara, annan hvorn eða báða, út í erindi þeirra.

Það er auðvitað hneyksli og yfirgengileg húsbóndahollusta, auk þess að vera fúsk.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 16:32

Ég er því sammála að það væri mun æskilegra ef aðgerðir eins og gangan sem þú stóðst fyrir vektu annað eins fjaðrafok og aðgerðir aktivista. Staðreyndin er hinsvegar sú að því friðsamlegri sem mótmælin eru, því minni áhrif hafa þau.

Ómar, ef þú vilt taka þátt í aðgerðum aktivista, komdu þá upp í Mosfellsdal og heimsæktu búðirnar. Ég heiti á þig að ef þú klifrar upp í einn byggingarkrana, skal ég sjálf klifra upp í tvo til viðbótar.

Eva Hauksdóttir, 22.7.2007 kl. 16:45

Ég verð að taka undir þessa niðurstöðu þína Ómar. Því miður sitjum við uppi með það að fjölmiðlar ráða því hvað vekur athygli og hvað er dregið fram þegar atburðir eiga sér stað.

Dæmi um þetta er fyrirsögn og grein sem byrtist á visi.is sem er alveg dæmigerð fyrir það hvernig fjölmiðlar starfa á Íslandi í dag. MÓTMÆLI BÁRU EKKI ÁRANGUR

Þarna var verið að segja frá mótmælum á Grundartanga í liðinni viku. Þarna var sagt frá því að mótælendur hefðu ekki náð að trufla umferð nema að litlu leiti og svo framvegis.
Fréttin var svo augljóslega skrifuð af einhverjum sem hvorki skilur útá hvað mótmæli ganga og skilur ekki hlutverk þeirra í samfélaginu. Blaðamaðurinn horfði algerlega framhjá því að tilgangurinn var að reyna koma boðskap á framfæri ekki að tefja vegfarendur.

Þanig höfum við þurft að hlusta á endalausan fréttaflutning af því hve fáir hafi mætt hingað eða þangað til að mótmæla og skilningslaysi fjölmiðlunga á boðskap mótmælenda.

með örfáum undantekningum þó einsog þegar fjölmiðlafrumvarpinu var mótmælt, Þá bókstaflega keyrðu fjölmiðlar vélina áfram af krafti

Mótmæli eru mikilvægt tæki sem bera skal virðingu fyrir hvort sem menn eru sammála málstaðnum eða ekki, svo fremi sem ekki er verið að stefna saklausu fólki í hættu eða verið að beita ofbeldi. Þó einhver tefjist un 5 mínútur eða þurfi að hlusta á eitthvað fleira en þægilega liftu tónlist í verslunnarferð í Kringluni er það þess virði fyrir samfélagið að einhver mótmæli.

Réttindi sem fólki þykja sjálfsögð í dag hefðu aldrei unnist ef enginn hefði mótmælt. Og ein af ástæðum þess að verið er að mylja niður hægt og rólega þau réttindi og færa valdið og réttinn yfir til þeirra sem eiga fjármagnið er einmitt sá doði og skilningsleysi fólks á mótmælum og þeirri fórnfýsi, kjarki og framsýni fyrri kynslóða sem börðust fyrir rétti OKKAR.

Já höfum við það ekki bara of gott til að hyggja að hag okkar og umhverfi.
Eða erum við bara hrædd? þorum ekki að kjósa einhverja sem gætu gert eitthvað róttækt? ÞVÍ VIÐ SKULDUM. Við megum ekki við miklu. Íslendingar eru einsog kæruleysislega hlaðinn fragvél og vita vel af því að ef aðstæður verða ekki í lagi fer allt af stað og vélin verður stjórnlaus og gæti hrapað. Eða er ástandið kanski bara mjög gott en ekki heppilegt að fólk sé ekki öruggt um sig og eigur sínar? Það er nefnilega ekkert auðvelt að stjórna slíku fólki!

Annars…… Ómar ertu búinn að sjá SICKO eftir Michael Moore?

Sævar Finnbogason, 22.7.2007 kl. 17:33

Þetta er því miður rétt hjá þér Ómar. Og hvað segir þetta okkur? Upphlaupafréttamennska af óvandaðri gerð. Þetta fólk sem tekur upp á ýmsu til að vekja athygli nær því sem það vill og veit hvernig það á að fara að því. Þessir fáu einstaklingar ná til sín fjölmiðlum með yfirborðslegum strákapörum meðan fréttamenn og fjölmiðlar hafa engan áhuga á álvöru fréttamennsku um málaflokkinn. Þeir vita að starfsmetnaður þeirra endar við fréttir af strákapörum og nota það. Ein alvöru fréttamaðurinn sem fjallaði um þessi mál af fagmennsku er hættur … því miður

Jón Ingi Cæsarsson, 22.7.2007 kl. 21:20

Það erum við sem kaupum blöðin sem stýra þessum „markaði“. Fjölmiðlar eru einfaldlega að skrifa um það sem fólk vill lesa.
Ég er viss um að það sé fullt af fréttamönnum sem vilja stunda „alvöru fréttamennsku“ en þeir vita að það selur ekki…

Ps. Frábær færsla Ómar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.7.2007 kl. 22:03

Ómar, þú hefur nú meiri reynslu en flestir aðrir af fréttamennsku. Hvað veldur þessu metnaðarleysi? Er það tímaskortur, ótti fréttamanna við að fá á sig pólitískan stimpil, meðvituð ákvörðun ritstjóra/fréttastofustjóra eða vilji lesenda/hlustenda/áhorfenda sem ræður ferðinni?

Sjálfur er ég ekki alveg ókunnur starfi á fréttastofu og undra mig oft á því hvað útkoman getur virkað máttlaus þó svo að fréttamenn virðist ekki skorta metnað til að skila vandaðri umfjöllun. Að vísu eru sumir þeirra svo uppfullir af eigin egói að það gæti verið þeim fjötur um fót.

Sigurður Hr. Sigurðsson, 22.7.2007 kl. 23:20

Ég vona að þú takir ekki upp hanskann fyrir þessa mótmælendur af þessum toga Ómar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2007 kl. 02:03
8

„15 þúsund manna friðsamleg mótmælaganga með öllum tilskyldum leyfum lögreglu í fyrrahaust komst ekki á útsíður Morgunblaðsins ef ég man rétt.“ Tvennt um þetta: Haft var eftir lögreglunni í Reykjavík (eins og embættið hét þá) að sjö til átta þúsund manns hefðu tekið þátt í göngunni. Lögreglan er hin hefðbundna heimild fyrir slíku. Ólafur Teitur Guðnason rakti það í sínum vikulega pistli í Viðskiptablaðinu að talan fimmtán þúsund var aldrei rakin annað en til „skipuleggjenda göngunnar“. Og hitt: Ég man það hins vegar vel að RÚV fjallaði um gönguna fyrirfram í síðdegisútvarpinu, kvöldfréttum útvarps, Speglinum (að sjálfsögðu!), og var svo komið í beina útsendingu frá aðdraganda göngunnar í kvöldfréttum Sjónvarps og í Kastljósinu. Svo var ítarleg umfjöllun í nokkrum næstu fréttatímum og fréttatengdum þáttum, nema það gleymdist í hádeginu daginn eftir og fengu fréttamenn víst bágt fyrir. Þrjú eða fjögur teymi voru send frá RÚV niður í bæ. Önnur eins dekkun á einum viðburði á sér fáar hliðstæður hjá RÚV. Hefði maður hugsanlega verið búinn að gleyma að mæta þá sá RÚV algerlega um að lagfæra það.

Varðandi þessa ráðstefnu í Ölfusi, þá veltir maður fyrir sér hvers vegna sæmilega virðulegir Íslendingar, jafnvel á opinberum listamannalaunum, létu sig hafa það að vera þar með erindi og ljá þar með þessu skemmdarverkaliði einhvers konar vott af virðingarblæ. Við vitum vel að í fyrra olli þetta lið tjóni með skemmdarverkum víða fyrir austan og við vitum líka hvað hefur tekið við í kjölfarið nú í ár. Ég get tekið undir með Ómari að það sé sorglegt hvað það brölt allt saman fær mikla athygli, en að ráðstefnan í Ölfusi hafi ekki fengið þá athygli sem henni bar, eða að hin vel heppnaða ganga Ómars hafi ekki fengið næga dekkun í fjölmiðlum, þar get ég ekki verið sammála.

Gústaf (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 09:25

Leyfi mér að vera ósammála ykkur í mörgum atriðum. Meginástæða þess hversu dofin þessi þjóð var lengi í afstöðu til umhverfismála var kynslóðabilið. Unga fólkið skipti sér helst ekki af pólitík nema með því að kjósa eins og pabbi. Pólitískar umræður voru afþreying fullorðna fólksins að mati þeirra yngri og það var bara ekki „inn“ að hafa skoðanir á slíku.

Með tilkomu „sjóv“ aðgerða fór unga fólkið að hrökkva við- og hugsa. Þegar leikarar og popplistamenn urðu áberandi hluti fólksins sem stóð upp og andmælti fóru krakkarnir og unglingarnir að hugsa um framtíð sína og átta sig á að pólitík er barátta um leiðir. Og þeir sáu að verið var að drýgja þeim sjálfum örlög til framtíðar.

Ungmenni nenna ekki að boða til funda og þæfa málin. Nenna ekki að hlýða á rökræðupólitík sem snýst um það „að þegar öllu er á botninn hvolft“, og „ekki er nú allt sem sýnist“.

Auðvitað haga þessir mótmælendur sér oft barnalega.

Hvað má þá segja um stjórnmálamenn okkar?

Voru það síðhærðir hippar sem buðu Ísland fram í hóp hinna fúsu þjóða?

Voru það síðhærðir hippar sem báru fjölmiðlafrumvarpið fram á Alþingi og gerðu gys að elsta löggjafarþingi heimsins með því að gera það að hænsnahúsi í fáránlegusu deilum í samanlagðri kristni þessarar þjóðar?

Árni Gunnarsson, 23.7.2007 kl. 10:34

Menn sem eru vanir fuglateljarar stóðu í Bankastræti og töldu um ellefu þúsund manns sem komu þar niður. Þá var ótalið það fólk sem bættist í gönguna úr Lækjargötu og Austurstræti og sá mannfjöldi sem var kominn á Austurvöll.

Lögreglan hafði ekki í frammi neina slíka talningu heldur grófa ágiskun og gaf það upp að ekki hefðu færri en tíu þúsund tekið þátt í göngunni og fundinum á Austurvelli.

En ef menn telja að 7-8 þúsund manns hafi verið svo mikið fámenni að það breyti öllu um eðli málsins þá mega þeir það mín vegna.

Vík þá að öðru. Bloggað er að ég, Andri Snær og Guðbergur Bergsson hefðum ekki átt að fræða ráðstefnugesti á Hótel Hlíð, – með því hefðum við orðið „samsekir“ þeim í hverju því sem þeir áttu eftir að gera.

Þetta finnst mér furðulegt. Samkvæmt þessu á maður að helst ekki að flytja fyrirlestur fyrir nokkurn mann, – svo gæti farið að áheyrandinn fremdi afbrot síðar.

Við erum raunar ekki einu Íslendingarnir sem veittum þessu fólki umbeðna þjónustu sem engan veginn getur flokkast undir hryðjuverk.

Starfsfólk í bókabúðum veitti þeim upplýsingar, starfsfólk hótelsins veitti þeim þjónustu og starfsfólk flugfélaganna flutti það til Íslands í íslenskum flugvélum.

Ég hef í 48 ár flutt dagskrárefni fyrir fólk af ólíkasta toga án þess að spyrja það um skoðanir, heimta af því sakarvottorð eða láta það skrifa undir yfirlýsingu um að það muni aldrei brjóta nein lög.

Nokkrum sinnum hef ég farið í heimsókn á Litla-Hraun og spilað fótbolta með vinum mínum við fangana og skemmt þeim á samkomum.

Samkvæmt skilningi bloggarans skal ég teljast glæpamaður og hafa samþykkt allar gjörðir fanganna fyrr og síðar með því að gera þetta. Þá veit maður það.

Ómar Ragnarsson, 23.7.2007 kl. 13:45

en hvert fara ferðamenn núna? er það kárahnjúkar eða eyjabakkar. mér er spurn.

Haukur Kristinsson, 26.7.2007 kl. 03:08

http://www.omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/267951/

Síður: 1 2

Náttúruvaktin