Archive for júlí, 2007

júl 18 2007

Saving Iceland loka veginum að verksmiðjum Norðuráls og Íslenska járnblendifélagsins


Fréttatilkynning

GRUNDARTANGA – Í dag hafa samtökin Saving Iceland lokað eina aðfangaveginum frá þjóðvegi 1. að verksmiðjum Century / Norðuráls og ELKEM / Íslenska járnblendifélagsins. Saving Iceland samtökin eru andsnúin áformum um nýja álbræðslu Century í Helguvík og stækkun á verksmiðju Járnblendifélags Íslands. Aðgerðafólk hafa hlekkjað sig saman í málmrörum og myndað þannig mannlegan tálma á veginum um leið og nokkrir hafa tekið yfir byggingakrana á svæðinu.

Century Aluminum ætlar að reisa annað álver í Helguvík með 250.000 tonna árlegri framleiðslugetu. Álver þeirra á Grundartanga hefur þegar verið stækkað í 260.000 tonn.

Um þessar mundir er verið að fara yfir unhverfismat á Helguvíkur bræðslunni. (1) Þetta mat var gert af verkfræðisamsteypunni HRV (Hönnun/Rafhönnun/VST).

Read More

júl 14 2007
1 Comment

Lögregluofbeldi á Snorrabrautinni í dag


Einar Rafn Þórhallsson
Eggin.is
14. júlí, 2007

 

Á leið minni heim í dag sá ég hóp af fólki í göngu. Ég vissi að til stóð að halda einhverskonar mótmælagöngu í dag, auglýsta sem rave party og ákvað að ganga í hópinn. Þá kom í ljós að lögreglan hafði stoppað gönguna á Snorrabraut. Göngumenn létu það greinilega ekki á sig fá en þarna voru trúðar með trúðalæti og mikið af fólki að fylgjast með, borðar með slagorðum gegn alþjóðlegum stórfyrirtækjum voru á lofti og fólk að dansa og skemmta sér. Lögreglan fylgdist prúð með og virtist vera í góðu skapi, hún hleypti bílum í gegn og að lokum var Snorrabraut lokað við Flókagötu. En einhverra hluta vegna leyfði hún göngunni ekki að halda áfram, og ljúka sér af, heldur stöðvaði hana á miðri Snorrabraut í rúma 2 klukkutíma.

Read More

júl 14 2007

‘Stóra samhengið’ eftir Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing


Virkjanaæði stjórnvalda stefnir fiskimiðum landsins í voða

Handan stærstu stíflu veraldar, í Kína, er afkróað hráefni sem nærir heilt vistkerfi.
J. Marshall. “Þriggja Gljúfra stíflan ógnar fengsælli veiðislóð”. 2006

Þann 25. febrúar 2006 birtist sláandi grein í New Scientist um niðurstöður kínverskra náttúrufræðinga sem fylgst hafa með vistkerfi Austur-Kínahafs frá árinu 1998 með það í huga að geta sagt til um áhrif Þriggja Gljúfra stíflu á lífríki hafsins. Vatnssöfnun í lónið hófst árið 2003.
Read More

júl 13 2007

Saving Iceland heldur götupartí til höfuðs stóriðju 14. júlí


Alþjóðlegu aðgerðasamtökin Saving Iceland skipuleggja götupartí í andstöðu við stóriðju og stórar stíflur á Íslandi og um allan heim. Fram koma nokkrir þekktir íslenskir plötusnúðar m.a. DJ Eyvi, DJ Kiddy Ghozt and DJ Arnar (Hugarástand).

„Rave Against The Machine“ mun eiga sér stað laugardaginn 14. júlí og hefst klukkan 16.00 við goshver Perlunnar í Öskjuhlíð

„Þetta byggir á evrópskri mótmælahefð, að „endurheimta göturnar“ eða „Reclaiming the streets“. Þegar upp er staðið er það á götunum sem viðnámið er gegn yfirvaldinu, það er á götunum sem daglega lífið fer fram og því þarf að breyta þeim í svæði þar sem fólk getur notið lífsins, skapað og nært sig andlega“ segir Sigurður Harðarson frá Saving Iceland.

Read More

júl 09 2007

Vonarneistinn sem mun lýsa upp skugga eyðileggingar


Eggin.is
Mánudagur, 09 júlí 2007
Höfundur: Einar Rafn Þórhallsson

Annar dagur ráðstefnu Saving Iceland hófst á fallegum sunnudegi. Spáð var regni en sólin skein á ráðstefnugesti. Séra Billy hóf dagskrána með krafti, þar sem hann messaði yfir fólki og sagði Ísland vera að stefna sömu leið og Bandaríkin þar sem við gleymum okkar eigin menningu og upphefjum falskar hetjur sem eyðileggja landið okkar. Þess vegna þarf Ísland rödd til þess að það verði ekki drepið í þögn. Við – ráðstefnugestir – erum þessi rödd.

Eigum í stríði við ill öfl!

Fyrsti gestur á svið var Guðmundur Beck. Hann var með búskap í Reyðarfirði allt fram til að álverið kom. Hann er einn af miljónum sem hafa þurft að yfirgefa landið sitt vegna stóriðju í heiminum. Guðmundur talaði um sögu álæðisins á Reyðarfirði, og Austurlandi öllu, þar sem hann sagði að fólk ætti í stríði við ill öfl og það hefði ekki hugmynd um hvað það hafi beðið um. Að lokum kom hið stóra mannvirki Kárahnjúkavirkjun. Andstæðingar hennar mótmæltu en voru þaggaðir niður. „Núna búum við í skugga eyðileggingar,“ sagði hann.

Read More

Náttúruvaktin