júl 20 2007

Saving Iceland gerir innrás í Orkuveitu Reykjavíkur

Saving Iceland Invites Reykjavik Energy to Discuss their Ethics PubliclyHÆTTIÐ ORKUFRAMLEIÐSLU FYRIR STRÍÐSREKSTUR!

REYKJAVÍK – Í dag heimsótti trúðarher Saving Iceland höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 þar sem þeir komu fyrir borða sem á stóð Vopnaveita Reykjavíkur?. Saving Iceland krefst þess að O.R. stöðvi orkusölu til álfyrirtækjanna Century og ALCAN-Rio Tinto, en 30% framleidds áls fer til hernaðar- og vopnaframleiðslu (1).

Í morgun var ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg lokað, þegar lásar voru límdir og rauðri málningu var hent á húsið með yfirskriftinni ‘Íslandi blæðir’. Á Miðvikudag lokaði Saving Iceland veginum að álveri Century á Grundartanga.

Sem stendur er O.R. að stækka jarðvarmavirkjun sína við Hengil á Hellisheiði. Í umhverfismati vegna stækkunarinnar kemur fram að markmið stækkunarinnar sé að koma til móts við kröfur stóriðjufyrirtækja með aukinni raforkuframleiðslu. Orkan sé aðallega ætluð stækkuðu álveri Century á Grundartanga og mögulega stækkuðu álveri ALCAN í Hafnarfirði og nýju álveri Century í Helguvík (2,3).

Stækkun álversins í Straumsvík hefur þegar verið hafnað í atkvæðagreiðslu og aðrar álversframkvæmdir á suðvestur horninu hafa ekki verið staðfestar. Sitjandi ríkisstjórn Íslands segist mæla gegn frekari álversframkvæmdum en samt sem áður er stækkun Hellisheiðarvirkjunnar í fullum gangi, verkefni sem mun kosta 379.06 milljónir dollara (2). Íslenska þjóðin hefur enn á ný verið blekkt. Þegar stækkuninni er lokið, verður fleiri álverum troðið upp á Íslendinga. Rafmagnið verður að selja til þess að borga upp lánin fyrir framkvæmdunum. Á sama tíma borga garðyrkjubændur tvisvar sinnum hærra gjald fyrir rafmagn en Century greiðir (4).

,,Stór hluti framleidds áls fer beint til hernaðarstarfsemi Bandaríkjanna, Rússlands og annara landa. Ál er mikilvægasti undirstöðumálmur nútíma hernaðar, til framleiðslu t.d. skotvopna, skriðdreka, orrustuflugvéla og kjarnorkuvopna (5). Það er eins og hér á landi sé í gangi keppni um hvert af eftirfarandi fyrirtækum ALCOA, ALCAN-Rio Tinto eða Century hafi framið flest og stærst mannréttindabrot og umhverfisglæpi. Verðlaunin er ódýr íslensk orka.
Enginn þessara böðla ætti að fá orku frá O.R.“ segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland

Umhverfisáhrif Hellisheiðarvirkjunnar

Stækkun Hellisheiðarvirkjunnar er langt í frá eins umhverfisvæn og O.R. heldur fram. Heitu og eitruðu, afgangsvatni er annað hvort dælt aftur í borholurnar (líkt og á Nesjavöllum), sem eykur líkur á jarðskjálftum á þessu virka svæði. Eða því er veitt í læki og vötn, en það kann að gjöreyða mikilvægum vistkerfum.

Norðurhluti Þingvallavatns er þegar líffræðilega dauður vegna samskonar framkvæmda og kallar það á að vatnið verði verndað strax. Ferðamannaiðnaður mun einnig skaðast á framkvæmdunum því röskun á neðanjarðarflæði leiðir til breytinga á hreyfingu grunnvatns. Það hefur í oft för með sér uppþornun heitra hvera og mengun yfirborðsvatns. (6,7)

Fjórar fuglategundir af válista Náttúrufræðistofnunnar Íslands verða fyrir neikvæðum áhrifum; fálki, grágæs, straumönd og hrafn (8).

ENDIR

Nánari upplýsingar:
https://www.savingiceland.org
Phone: Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, (+354) 8480373.

Heimildir:

1. Bauxite and Aluminous Laterite. (2nd edition), London: Technical Press. R. Graham, 1982, p. 250.
2. European Investment Bank, http://www.eib.org/projects/pipeline/2007/20070057.htm
3. VGK, Environmental Impact Assesment for Helisheidarvirkjun, http://www.vgk.is/hs/Skjol/UES/SH_matsskyrsla.pdf, page 2 and other pages.
4. Iceland Review, June 7th, 20007, /?p=821.
5. S. Das & F. Padel, “Double Death – Aluminium’s Links with Genocide”, Economic and Political Weekly, Dec. 2005, also available at https://www.savingiceland.org/doubledeath
6. Kristmannsdóttir, H, and Armannsson. H, 2003. ‘Environmental aspects of geothermal energy utilization.’ in Geothermics vol.32, p.451-461.
7. Rybach, L, 2003. ‘eothermal energy: sustainability and the environment.’ Geothermics. vol.32, p.463-470.
8. Idem 3, p.24

Náttúruvaktin