Archive for september, 2007

sep 28 2007

Þarfar ábendingar til íslenskra fréttamanna um mótmæli!


natturuvaktin.jpgNáttúruvaktin.com

 

Tilefni mótmæla er aðalatriðið!

a. Hverju er verið að mótmæla?
b. Kannið málið
c. Eru áhyggjur mótmælenda réttmætar?
d. Kannið málið
e. Ef þið kannist ekki við neitt…
f. …er kominn tími til að kanna málið!

Mótmæli eru tjáning nauðsynleg lýðræðinu þegar allt annað þrýtur

1. Kynnið ykkur málið
2. Lesið á mótmælaspjöld og/eða -borða
3. Hlustið eftir slagorðum
4. Lesið fréttatilkynningar ef til eru
5. Hví er mótmælt akkúrat þann daginn?
6. Ef um fjöldamótmæli er að ræða, berið saman tölur lögreglu og mótmælenda sjálfra um fjölda mótmælenda og gefið hvort tveggja upp við umfjöllun
7. Þegar mótmælin eru táknræn, lesið í þau
8. Leitið ekki eingöngu að „þekktum“ andlitum
9. Leggið spurningar fyrir þá sem ábyrgir eru fyrir því sem verið er að mótmæla, sem og mótmælendur
10. Athugið, mótmæli eru alltaf til að vekja athygli á einhverju

= Fjölmiðlar eru mikilvægt mótvægi valds í lýðræðisríki

sep 14 2007

Bréf til Þórunnar Sveinbjarnardóttur, 12 September 2007


Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra

Í dag, 12. september, standa grasrótarhreyfingar víða um heim fyrir alþjóðlegum mótmælum gegn stóriðju. Á Íslandi hefur hreyfingin Saving Iceland ákveðið að helga þennan dag stuðningi við baráttu íbúa í nágrenni Þjórsár. Af því tilefni viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri.

Við lýsum vonbrigðum okkar með það hve lítið hefur heyrst frá þér um stóriðju á Íslandi eftir að þú tókst við embætti og óskum eftir því að þú gerir þjóðinni grein fyrir afstöðu þinni í þeim efnum. Þar sem Íslendingar hafa hvað eftir annað setið uppi með umhverfisráðherra sem hafa lagt blessun sína yfir umhverfisspjöll sem skaða ímynd landsins verulega og valda hneykslun um heim allan, finnst okkur eðilegt að krefja þig svara um stefnu þína.

Við óskum þessvegna eftir því að þú gerir grein fyrir afstöðu þinni til virkjana og stóriðju bæði almennt og þó sér í lagi til þeirra þriggja virkjana sem eru fyrirhugaðar í neðri hluta Þjórsár. Einkum væntum við skýrra svara við eftirfarandi spurningum:

-Ertu fylgjandi því eða mótfallin að af framkvæmdum verði?
-Hvað hefur þú gert til að hindra að áform Landsvirkjunar varðandi Þjórsá nái fram að ganga.
-Hvaða áætlanir eru upp um að koma í veg fyrir að Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun verði að veruleika?

sep 01 2007

Atvinnumótmæli og umræðuplan


„Í svona samtökum eru aðeins þroskaheftir kjánar með brostna sjálfsmynd. Hópinn má leggja að jöfnu við glæpaklíkur, fótboltabullur, málaliða og hryðjuverkamenn. Liðsmennirnir búa líklegast ekki allir í 101 Reykjavík og eru krakkar úr austurbænum. Réttast væri að hýða þá opinberlega og þeir sem tala máli hópsins eru landráðamenn.“
.
Guðni Elísson
Lesbók
1. september 2007

Það er áhugavert að sjá hvernig íslenska fjölmiðlasamfélagið mótar með sér skilning á náttúruverndarsamtökunum Saving Iceland en fulltrúar þeirra aðhyllast borgaralega óhlýðni og hefur gjarnan verið lýst sem atvinnumótmælendum í samtímaumræðunni. Hér eru fyrst tvær almennar skilgreiningar á hugtakinu. Höfundar eru Ingi Geir Hreinsson og Birkir Egilsson:

„Ofdekraður, ofmenntaður einstaklingur sem aldrei hefur unnið handtak á sinni ævi, aldrei migið í saltan sjó eða tekið skóflustungu […]. Fjölmiðlasjúk fyrirbæri sem koma vælandi inn í kerfið sem þau eru að mótmæla. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeirra málstað. Það er fólk sem virkilega trúir og vill breytingar. Ég legg til að þau skilji sig frá þessu fólki, eins og Saving Iceland, það er þeim bara til minnkunar.“

Read More

Náttúruvaktin