Slorið út um gluggann
Guðmundur Ármansson
30. mars 2007
SENN líður að kosningum í Hafnarfirði þann 31. mars næstkomandi. Í orði kveðnu fjalla þær um skipulagsmál en eins og öllum er ljóst snúast þær um stækkun á álverinu í Straumsvík eður ei.
Nú er ég sem þetta skrifa búsettur á Austurlandi og hef aldrei til Hafnarfjarðar komið og á því víst ekki að skipta mér af þessu máli að mati álunnenda. Að mínu mati er þetta þó ekki einkamál Hafnfirðinga frekar en að Kárahnjúkavirkjun sé einkamál íbúa á Austurlandi.
Read More