Archive for 2007

júl 28 2007
5 Comments

Rógburður RÚV


Í kvöldfréttum sjónvarps RUV 26. júlí var fullyrt að mótmælendur Saving Iceland „fengju peningagreiðslur fyrir að láta handtaka sig“ og staðhæft er að RUV telji heimildir sínar „traustar“.

Þrátt fyrir að talsmaður Saving Iceland hafi mótmælt þessum slefburði harðlega í viðtali við RUV greinir RUV ítrekað frá þessu eins og um staðreynd sé að ræða og þá um leið að það sé sjálfgefið að talsmaður Saving Iceland fari með ósannindi.

Það teljast undarleg vinnubrögð að kvöldið eftir að RUV sendir út þessa „frétt“ kýs RUV að taka viðtal í Kastljósi við tvo álitsgjafa sem velta úr sér rakalausum óhróðri um Saving Iceland frekar en að gefa talsmönnum Saving Iceland kost á svara lygum fréttastofunnar í sama þætti.

Saving Iceland krefst þess að RUV birti sönnunargögn máli sínu til stuðnings ellegar leiðrétti fréttina og biðjist tafarlaust afsökunar og það á jafn áberandi tíma og upphaflega fréttin var send út á.

Saving Iceland skorar jafnframt á heimildarmann RUV að gefa sig fram og standa fyrir máli sínu, hvort sem hann starfar hjá RUV, Athygli (óneitanlega er rógburðurinn ansi keimlíkur fyrri rógsherferðum þessa fyrirtækis gegn íslenskum náttúrverndarsinnum)(1), Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Rio Tinto-ALCAN, ALCOA eða Century.

Að lokum vill Saving Iceland benda á að hefði RUV unnið heimavinnuna sína betur hefði fréttastofan fundið grein frá 19. júlí á www.savingiceland.org þar sem greint er opinskátt frá því hvernig samtökin eru fjármögnuð og í hvað fjármununum er eytt.(2)

Væri óskandi að fréttastofa RUV skoðaði sinn gang betur áður en hún lætur nota sig sem handbendi í jafn lágkúrulegri rógsherferð.

1.- Slanderous Athygli get a well deserved hit

2.- Who Pays Saving Iceland?

júl 24 2007

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði


LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU

Fréttatilkynning

HAFNARFJÖRÐUR – Saving Iceland hefur lokað aðgangi að álveri Rio Tinto-ALCAN í Straumsvík. Um það bil 20 mótmælendur hafa læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu. Saving Iceland mótmælir fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-ALCAN á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.

,,Mótmæli gegn Alcan hafa skilað sínu. Hafnfirðingar höfnuðu að sjálfsögðu fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík og nýlega varð fyrirtækið að hætta þáttöku sinni í báxítgreftri í Kashipur, Norðaustur Indlandi, vegna mótmæla gegn mannréttindabrotum þeirra og umhverfiseyðingu. Alcan hefur verið ásakað fyrir menningarútrýmingu í Kashipur , þar sem námur og stíflur hafa þegar neytt 150.000 manns til þess að yfirgefa heimkynni sín, mest megnis innfædda . Norsk Hydro hætti þáttöku sinni í verkefninu eftir að lögreglan pyntaði og kveikti í mótmælendum, og þá kom Alcan inn í málið.” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

Read More

júl 23 2007

Fjandsamlegur fréttaflutningur


SI Conference 

Natturan.is
9. júlí, 2007

Um helgina var haldin ráðstefna til bjargar íslenskri náttúru, að Hótel Hlíð í Ölfusi undir yfirskriftinni „Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna“.

Ræðumenn á ráðstefnunni voru m.a. Dr. Eric Duchemin, adjunct prófessor við háskólann í Québec, Montréal, Kanada og rannsóknarstjóri DREX environnement, hefur verið í forsvari fyrir Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknir hans hafa leitt til þess að vatnsorka er ekki sjálfkrafa flokkuð sem ,,hrein orka“. Hann fjallaði um áhrif stórstíflna á loftslag. Auk þess stigu þeir Ómar Ragnarsson, Guðbergur Bergsson og Andri Snær Magnason í ræðupúlt og margir fleiri.

Read More

Síður: 1 2

júl 22 2007

Vopnaveita Reykjavíkur? – Saving Iceland mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur


Þegar þetta er skrifað er Orkuveita Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, að vinna að stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirhugað er að selja orku frá virkjuninni til Century og ALCAN-Rio Tinto til að knýja stækkanir á þeim álverum sem þegar eru til staðar í Hvalfirði og Hafnarfirði og fyrir nýjum álverum við Keflavík og Þorlákshöfn. 30% framleidds áls nýtist við vopnaframleiðslu.

Stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði var hafnað með íbúakosningu og aðrar fyrirhugaðar álbræðslur á suðvesturhorninu er ekki búið að ákveða fyrir fast. Sitjandi ríkisstjórn segist vera andstæð frekari álbræðslum en enn er unnið að stækkun á Hellisheiði fyrir 23 milljarða króna. Íslensku þjóðinni verður þröngvað til að borga brúsann. Þegar stækkuninni er lokið verður ísland neytt til að reisa fleiri álbræðslur því raforkuna verður að selja til að fá höfuðstólinn tilbaka. Í millitíðinni borga gróðurhúsbændur tvöfalt meira en Century fyrir rafmagn.

Fyrirtækin sem hagnast á þessu eru kunn að mannréttindabrotum og umhverfisglæpum.

Read More

júl 22 2007

Vopnaveita Reykjavíkur? – Saving Iceland við ráðhús Reykjavíkur


Rio Tinto has used mercenary forces such as Sandline and Executive Outcomes. 

Rio Tinto utilized private mercenary forces Sandline and
Executive Outcomes through its joint venture Bougainville Copper with
the Papuan Govt.
(source 1 | 2).

Ná í fylgiskjal í pdf formi | Myndir frá aðgerðinni

Þegar þetta er skrifað er Orkuveita Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, að vinna að stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirhugað er að selja orku frá virkjuninni til Century og ALCAN-Rio Tinto til að knýja stækkanir á þeim álverum sem þegar eru til staðar í Hvalfirði og Hafnarfirði og fyrir nýjum álverum við Keflavík og Þorlákshöfn. 30% framleidds áls nýtist við vopnaframleiðslu.
Stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði var hafnað með íbúakosningu og aðrar fyrirhugaðar álbræðslur á suðvesturhorninu er ekki búið að ákveða fyrir fast. Sitjandi ríkisstjórn segist vera andstæð frekari álbræðslum en enn er unnið að stækkun á Hellisheiði fyrir 23 milljarða króna. Íslensku þjóðinni verður þröngvað til að borga brúsann. Þegar stækkuninni er lokið verður ísland neytt til að reisa fleiri álbræðslur því raforkuna verður að selja til að fá höfuðstólinn tilbaka. Í millitíðinni borga gróðurhúsbændur tvöfalt meira en Century fyrir rafmagn.
Fyrirtækin sem hagnast á þessu eru kunn að mannréttindabrotum og umhverfisglæpum.
Read More

júl 21 2007

‘Hvað vekur athygli og skapar árangur?’ eftir Ómar Ragnarsson


Af bloggsíðu Ómars Ragnarssonar
22.7.2007

Ráðstefna um stóriðju og umhverfismála sem haldin var heila helgi á Hótel Hlíð í Ölfusi vakti litla sem enga athygli fjölmiðla. Ég fylgdist með upphafi hennar og kom þar stuttlega við síðar og þann tíma sem ég staldraði þarna við var augljóslega vandað til dagskrár og fólk frá ýmsum heimshornum flutti áhugarverða og fræðandi fyrirlestra fyrir fullum sal áhugasams fólks víðvegar að úr heiminum.

Glæsilegir tónleikar margra af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar sem haldnir voru við Austurvöll hurfu nánast í fjölmiðlum.

En það var ekki fyrr en nokkrir þátttakendanna hófu mótmælaaðgerðir í öðrum stíl en Íslendingar eiga að venjast að fjölmiðlar brugðust við af áhuga.

Read More

Síður: 1 2

júl 20 2007

Saving Iceland býður Orkuveitu Reykjavíkur í umræður um siðgæði fyrirtækisins


Fréttatilkynning
Í framhaldi af fyrri tilkynningu í dag

Í dag fóru 25 mótmælendur frá Saving Iceland inn í höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (O.R.) og hengdu upp borða sem á var letrað ‘VOPNAVEITA REYKJAVÍKUR?’. Borðinn var ekki hengdur upp úti á húsinu vegna veðurs. Mótmælendur stöldruðu við í húsinu frá kl. 15.15 til kl. 16.00.

Talsmaður O.R., Páll Erland, staðhæfir að starfsmenn O.R. hafi veitt mótmælendum jarðarber og boðið Saving Iceland að hengja upp borðann inni í húsinu. Páll Erland kann að vera umhugað um að ræða um jarðaber við gesti O.R., en það er hins vegar ekki rétt að O. R. hafi boðið mótmælendum að hengja upp borða sem bendir á þá staðreynd að fyrirtækið selur orku til aðila sem eru viðriðnir vopnaframleiðslu og alvarleg brot á mannréttindum (eins og sjá má í fyrri fréttatilkynningu okkar.)

Saving Iceland hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur og beðið um heimild til þess að hengja upp umræddan borða utan á höfuðstöðvar O.R.. Auk þess að við æskjum þess að fulltrúar O.R. taki þátt í opnum umræðum við okkur um siðgæði þess að selja orku til fyrirtækja sem stunda glæpsamlega iðju, eins og bæði Century og Alcan-Rio Tinto gera.

Frekari upplýsingar:
https://www.savingiceland.org

Fleiri myndir…

júl 20 2007

Saving Iceland gerir innrás í Orkuveitu Reykjavíkur


Saving Iceland Invites Reykjavik Energy to Discuss their Ethics PubliclyHÆTTIÐ ORKUFRAMLEIÐSLU FYRIR STRÍÐSREKSTUR!

REYKJAVÍK – Í dag heimsótti trúðarher Saving Iceland höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 þar sem þeir komu fyrir borða sem á stóð Vopnaveita Reykjavíkur?. Saving Iceland krefst þess að O.R. stöðvi orkusölu til álfyrirtækjanna Century og ALCAN-Rio Tinto, en 30% framleidds áls fer til hernaðar- og vopnaframleiðslu (1).

Í morgun var ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg lokað, þegar lásar voru límdir og rauðri málningu var hent á húsið með yfirskriftinni ‘Íslandi blæðir’. Á Miðvikudag lokaði Saving Iceland veginum að álveri Century á Grundartanga. Read More

júl 19 2007

Fyrsti dagur ráðstefnu Saving Iceland


Eggin.is
Mánudagur, 09 júlí 2007
Höfundur: Hrafn H. Malmquist

Margt athyglisvert kom fram á ráðstefnu þeirri sem Saving Iceland skipulagði við Hótel Hlíð í Ölfusi um síðustu helgi. Það er hreint út sagt furðulegt hversu dræm mæting var á hana. Nei það var ekkert ráðstefnugjald. Ég hef hins vegar heyrt því fleygt að fólk sé smeykt við þá ímynd mótmælenda að þeir séu öfgasinnaðir vitleysingjar sem tolla ekki í (alvöru) vinnu. Það finnst mér líklegri útskýring. Ekki þarf nema að líta á nokkra athugasemdir á moggablogginu um mótmælin í Kringlunni um daginn. Hvers vegna fólk fordæmir svo auðveldlega án þess að reyna einu sinni að taka málefnalega afstöðu, er mér hulin ráðgáta.

Að hitta fólk í eigin persónu sem er komið langa leið til þess að reyna að skilja betur hvernig alþjóðleg stórfyrirtæki menga og hagnast og komast upp með það er mjög sérstök tilfinning. Heimurinn smækkar og manni verður alvaran ljós. Nú hugsa kannski margir að fólkið sem hingað kom séu talsmenn einangraðra minnihlutahópa sem endurspegli ekki ástandið eða vilja almennings. Staðreyndin er hins vegar sú að í Trínidad og Tóbagó, Brasilíu, Indlandi, Suður-Afríku, Kanada, Íslandi og víðar er þróunin sú sama. Ákvarðanataka fer fram í höfuðstöðvum í Bandaríkjunum og hræðilegar afleiðingar líta dagsins ljós í mörg þúsund kílómetra fjarlægð.

Það er varla hægt að finna skemmtilegri fundarstjóra fyrir ráðstefnur en Reverend Billy frá Bandaríkjunum, forysturíki neyslumenningarinnar. Hann slær tvær flugur í einu höggi með hárbeittri ádeilu sinni á bókstafstrú kristinna þar í landi og hinni gegndarlausu græðgi sem einkennir markaðskerfi vesturlanda. Í inngangserindi sínu talaði hann um Stealth-tæknina sem hjúpar hina leyndardómsfullu stjórnmálaleiðtoga sem bjóða kjósendum lausn frá veraldlegri fátækt og pínu og trúarbragðaleiðtogum (les imbaprestum) sem telja sig geta boðið algildari lausn þar fyrir vestan.

Hinn þjóðþekkti rithöfundur Guðbergur Bergsson tók fyrstur af skarið og sýndi á sér nýja hlið. Ástæðan fyrir því að Íslendingar láta stórfyritæki vaða yfir sig er að Íslendingar eru undirgefnir að eðlisfari. Hann hefur fram að þessu ekki málað sig grænan líkt og mörg stórfyrirtæki hafa gert í dag en ólíkt þeim var hann nokkuð sannfærandi. „Ekki gráta mig, grátið börn ykkar” á Jesús að hafa sagt við hóp kvenna sem umkringdu hann og örvæntu við krossinn. Enn, segir Guðbergur, gráta mæður börn sín vegna þess að framtíðin er ekki björt. Maðurinn hefur alla tíð óttast náttúruna en í dag óttast hann um afdrif náttúrunnar.

Andri Snær tók næstur við og gerði skilmerkilega grein fyrir hlutdrægni íslenskra fjölmiðla í umfjöllun sinni um áliðnaðinn og þær virkjanir sem hann þarfnast. Hann sýndi skjámyndir af lofsamlegri umfjöllun RÚV um möguleg viðskipti Rusal, rússneska álframleiðandans, og íslenskra stjórnvalda. Þar var látið vel að fyrirtækinu og talað um hæfa stjórn, samfélagslega ábyrgð, o.fl. í þeim dúr. Það vildi ekki betur til en svo að um sömu mundir birti ekki ómerkilegra blað New York Times þar sem háttsettur maður hjá fyrirtækinu var bendlaður við morð og fleiri glæpi. Andri hefur í kjölfar metsölubókar sinnar, Draumalandsins, orðið vinsæll fyrirlesari og álitsgjafi í fjölmiðlum. Meðal þeirra mýta sem hann hefur flett ofan af er sú dæmalausa kenning að „Íslendingum beri siðferðileg skylda til þess að virkja”. Ekki þegar afrakstur þess er aukinn hagnaður álfyrirtækja á spottprís. 1

Attilah Springer kom hingað frá karabíska eyríkinu Trínidad og Tóbagó. Hún fann sig knúna til þess að taka þátt í baráttu félagasamtakanna Rights Action Group.2 Henni virtist mikið niðri fyrir þegar hún lýsti því hvernig ALCOA kom til samninga við jámennina sem sitja í ríkisstjórn T&T sem án samráðs við íbúa samþykktu byggingu tveggja álvera nálægt smábænum Point Fortin á Trínidad. Hún lýsti því hvernig óléttar apynjur hefðu flúið undan verkamönnum sem einn daginn birtust og hófust handa við að fella tré, örvita af hræðslu. Íbúarnir voru alveg jafn forviða því ekkert samráð hafði verið haft við þá. Í Hafnarfirði var stækkun álversins í Straumsvík nýlega hafnað. Hvernig ætli slíkt lýðræðislegt ferli gangi fyrir sig í Trínidad?

Ráðstefnugestir voru upplýstir um margt sem stórfyrirtækin vilja ekki að séu á almannavitorði enda var það tilgangur ráðstefnunnar að sameina umhverfisverndarsinna nær og fjær og skiptast á skoðunum og upplýsingum. Aflétta leyndinni og virkja almenning.

Tilvísanir

1 – Sjá bæklinginn Lowest energy prices

2 – Sjá http://nosmeltertnt.com/ og Smelter Struggle: Trinidad Fishing Community Fights Aluminum Project

júl 19 2007

Skammist ykkar! Bréf til Blaðsins frá Saving Iceland aktívista


Engar kylfur notaðar?!cr

MYND: Í ágúst 2006 fullvissaði Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn lesendur Morgunblaðsins um að kylfum væri ekki beitt gegn mótmælendum. Með greininni birtist þessi mynd sem var tekin sömu viku á Kárahnjúkum.

Leiðarinn ‘Vantrú á málstaðnum’ (3. júlí) eftir ritstjóra Blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, er svipuð öðrum greinum sem hafa verið birtar í íslenskum dagblöðum í aðdraganda ráðstefnu Saving Iceland (S.I.) í Ölfusi nú í sumar. Þessar greinar hafa einkennst af viljandi fáfræði um umræðuefnið, þ.e.a.s. mótmælendurna sem eins og ég starfa með eða innan S.I.

Ég vil persónulega mótmæla harðlega þeim ásökunum að ég sé rekin áfram af þörf fyrir hugsunarlaus átök, sé andlega vanheil á einhvern hátt eða að líf mitt vanti svo sterklega spennu að ég þurfi að ferðast til afskekktrar eyju langt í norðri á hverju sumri til þess eins að lenda í rifrildi við lögregluþjóna sem vilja henda mér út úr tjaldinu mínu. Hvað þykist Ólafur vita um líf okkar eða hvað það er sem drífur okkur áfram þegar hann hefur aldrei lagt það á sig að tala við okkur og komast að því sjálfur?
Sú staðhæfing að við séum ekkert annað en óeirðahópur til leigu er ekkert annað en rógburður og lygi sem stenst engan veginn nánari skoðun. Þvert á móti höfum við viljað sýna samstöðu með þeim mörgu örvæntingarfullu einstaklingum á Íslandi sem horfa upp á hvernig náttúran sem þeir elska hefur verið eyðilögð, og við höfum líka heillast af þessari náttúru.
Það segir meira um neikvæðni ritstjórans en okkar að hann skuli ekki geta ímyndað sér þann möguleika að okkur þyki vænt um þá einstæðu, óspilltu náttúru sem enn er að finna á Íslandi og að það sé vegna hennar en ekki okkar sjálfra sem við erum tilbúin til að standa í vegi fyrir þessari eyðileggingu. Það er það sem við höfum verið að gera: setja líkama okkar bókstaflega á milli nánast ósnortinnar náttúru og eyðileggingarvélanna, hlekkjuð við þær og leggjum þannig líf okkar að veði. Hvernig er hugsanlega hægt að hafa meiri trú eða staðfestu gagnvart málstað en að vera tilbúinn að hætta sínu eigin lífi fyrir hann?
Samt notar Ólafur orðið skemmdarverk margoft til að lýsa aðgerðum S.I. enda þótt engin skemmdarverk hafi verið framin í nafni samtakanna í raunveruleikanum. Sakfellingarnar sem hann tengir á misvísandi hátt við orðið skemmdarverk eru næstum allar fyrir “óhlýðni við lögregluna”, sem er væg ákæra og reyndar mjög vafasöm.
Eins virðist það vera í flestum tilvikum regla hjá íslenskum fjölmiðlum að í hvert skipti sem lögreglan gengur yfir strikið og beitir ofbeldi gegn mótmælendum þá eru mótmælin sjálf úthrópuð sem ofbeldisfull. Þetta eru ógeðfelld vinnubrögð, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem tekið hafa þátt í mótmælum S.I. eru friðarsinnar af djúpri sannfæringu.

En hverjir eru það sem valda hinum raunverulega skaða? Hverjir hafa gerst sekir um stórfelld skemmdarverk á kostnað sjálfrar móður náttúru?
Dómstólar dæma eftir bókstaf laganna sem er bæði þröngur og hliðhollur valdinu. En er það ekki stórfelldur glæpur frá siðferðilegu sjónarmiði gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum að valda óafturkræfum skaða á ómetanlegum náttúruverðmætum? Eða er það þvert á móti glæpur að reyna með friðsamlegum hætti að hindra þessa náttúruböðla?
Það er leitt að gagnrýnendur okkar innan íslenskra fjölmiðla skuli ekki hafa hirt um að fylgja eftir fljótfærnislegum og illa grunduðum árásum sínum á okkur með því að mæta okkur í upplýsandi umræðu á ráðstefnu okkar í Ölfusi eða fréttafundi sem þeim var boðið til á fyrsta degi ráðstefnunnar. Því miður kjósa menn heldur að skapa mynd af okkur sem brjálæðingum í greinaskrifum en að spyrja okkur sjálf gagnrýninna spurninga.

Rebecca E.

Engar kylfur notaðar?!cr

Sjá einnig: „Who Pays Saving Iceland?“

Náttúruvaktin