Archive for 2007

jan 22 2007

Fréttastofa RÚV hlutdræg með ólíkindum


Andrea Ólafsdóttir
22 janúar 2007

Fréttastofa RÚV sýndi mikla hlutdrægni í áramótaannál og sveik þar með skyldu sína og almenning í landinu. Ein meginskylda Ríkisútvarpsins skv. lögum er að það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Hlutleysið eða óhlutdrægnin er greinilega ekki til staðar í hvívetna og í annál RÚV kom í ljós alger þöggun og skýr afstaða fréttastofu (eða þeirra starfsmanna sem tóku saman efnið í annálinn) með stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Það mætti því spyrja í framhaldinu hvort fréttastofa RÚV sé í raun og veru búin að lýsa sig vanhæfa í að flytja fréttir um allt er varðar stóriðju? Read More

Náttúruvaktin