júl 12 2008

Leiðbeiningar að aðgerðabúðum Saving Iceland Hellisheiði

Fjórðu aðgerðabúrnir gegn stóriðjuvæðingu Íslands eru nú byrjaðar á Hellisheiði. Við bjóðum alla þá sem vilja stöðva eyðileggingu áliðnaðarins á náttúrulegu og félagslegu umhverfi okkar, velkomna til að leggja baráttuni lið með beinum aðgerðum.

Auðvelt er að komast að búðunum á venjulegum borgarbílum og hjólum. Vinnustofur og fyrirlestrar um beinar aðgerðir munu eiga sér stað í búðunum og boðið er upp á jurtafæði á
staðnum.

Fylgið þjóðvegi 1 (suðurleið) frá Reykjavík að Hveragerði. Nokkru áður en komið er að Hveragerði blasir við Hellisheiðarvirkjun á vinstri hönd. Ekki beygja þar inn heldur haldið áfram á Þjóðvegi 1. Keyrið framhjá Hótelinu við Hveradali og takið næstu beygju til VINSTRI, inn á næsta malbikaða veg. Á veginum er skilti merkt Orkuveitu Reykjavík, sem sem varar við því að nú sé farið inn á vinnusvæði. Ekkert að óttast… það er fullkomnlega löglegt að keyra þennan veg (vegur A á kortinu).

Haldið áfram niður þennan veg þangað til hægt er að velja á milli þess að keyra beint áfram eða beygja til hægri. Beygið þá til HÆGRI. Beygið aftur til HÆGRI hjá GRÆNU húsi (vegur B á kortinu).

Nú eruð þið á ómalbikuðum vegi sem liggur samhliða stórum pípum á hægri hönd og fer framhjá nokkrum heitum hverum. Vegurinn endar á svæði þar sem eru tveir hverir. Finnið MOLDARVEG til VINSTRI og haldið áfram niður hann (vegur C á kortinu).

Velkomin að ó-eyðilagðri Hellisheiði! Haldið áfram á þessum vegi sem er merktur með rauðum stikum. Þegar þið komið að vegamótum þar sem hægt er að beygja til hægri og vinstri, beygið þá til HÆGRI (vegur D á kortinu).

Haldið áfram á þessum vegi og búðirnar munu fljótt birtast.

Sjáumst þar!

Click to enlarge

Náttúruvaktin