Fjórðu aðgerðabúðum Saving Iceland er lokið, en baráttan heldur auðvitað áfram. Í ár vorum við í þrjár vikur á Hellisheiði, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun, fyrst og fremst til að fullnægja aukinni orkuþörf álfyrirtækja. Við nutum þess að eyða sumrinu í ótrúlegri náttúru, sem nú er í hættu vegna framkvæmdanna. Áhersla okkar í sumar voru hnattræn áhrif álframleiðslu, og bentum við á hvernig álframleiðslan er ekki íslenskt fyrirbæri heldur skaðar allan hnöttinn; umhverfi hans, fólk og dýr.
Aðgerðir okkar og atburðir í ár voru árangursríkir. Laugardaginn 19. Júlí stöðvuðum við framkvæmdir í Helguvík í heilan dag, þar sem Century/Norðurál hyggst nú reisa nýtt álver, án þess að hafa tiltekin leyfi til starfseminnar. Tveim dögum seinna lokuðum við veginum til og frá álveri Norðuráls á Grundartanga sem og Járnblendiverksmiðjunni þar. Í bæði skiptin bentum við á þau jarðvarmasvæði sem þarf að eyðileggja til orkuöflunnar, vafasama viðskiptahætti Century í Vestur Kongó, og á Jamaíka þar sem fyrirtækið er með báxítnámur sínar. Fréttatilkynningar og myndir frá 19. Júlí má sjá hér og frá 21. Júlí hér.
Sunnudaginn 20. Júlí fórum við ásamt góðum gestum upp að Þjórsá, hittum bændur sem berjast gegn áforum Landsvirkjunnar um byggingu þriggja virkjanna þar, gengum um svæðið og fræddumst um baráttu bændanna. Myndir frá göngunnni eru hér.
Þriðjudaginn 22. Júlí héldum við opin fund í samvinnu við Samtök Hernaðarandstæðinga, þar sem Samarandra Das, indverskur aktívisti, rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, fjallaði um tengsl álframleiðslu við stríðsrekstur og menningarleg þjóðarmorð í þriðja heiminum. Fundurinn var mjög vel sóttur og það sama á við um ráðstefnu Saving Iceland, ‘Hreint ál?’ sem fór fram í Reykjavíkur Akademíunni daginn eftir. Þá fjallaði Samarendra, ásamt Andra Snæ Magnasyni, um hnattræn áhrif álframleiðslu, með þriðja heiminn sem útgangspúnkt. Fimmtudaginn 24. Júlí var Samarendra svo í Keflavík þar sem hann hélt fund með heimamönnum. Hér eru myndir frá fyrirlestrunum.
Föstudaginn 25. Júlí vöktum við Friðrik Sóphusson, forstjóra Landsvirkjunnar, og afhentum honum brottvísunarbréf þar sem þess var krafist að hann yfirgæfi hús sitt innan örfárra klukkustunda fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Landsvirkjun hefur síendurtekið farið upp að Þjórsá og bankað upp á hjá bændum sem þegar hafa neitað að taka þátt í viðræðum um fyrirhugaðar virkjanir í ánni. Með loforðum um bætta vegi, betra símasamband og fleira hefur fyrirtækinu tekist að fá hreppsnefndirnar með sér í lið en sem betur fer eru landeigendur sterkir og neita að ræða málin. Fréttatilkynning og myndir eru hér.
Seinna um daginn mætti Saving Iceland í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, þar sem vinna var stöðvuð m.a. með því að setja brunavarnakerfi hússins í gang. Á meðan var hópur fólks í andyrri skrifstofunnar, þar sem var dansað og sungið gegn áætlunum fyrirtækisins, auk þess sem borði með áletruninni Illvirkjun var hengdur utan á húsið. Sérstök áhersla var lögð á samvinnu Landsvirkjunnar og Alcoa, og bent á hroðaleg mannréttindabrot síðarnefnda fyrirtækisins í Hondúras. Hér má lesa fréttatilkynninguna og sjá myndir frá aðgerðinni.
Mánudaginn 28. Júní stoppuðum við vinnu á jarðbor á Hellisheiði. Hópur fólks slökkti á bornum á meðan aðrir hlekkjuðu sig við vinnuvélar og klifruðu á stöðvarhús borsins. Ásamt því að benda á eyðileggingu einstakra jarðhitasvæða á Hengilssvæðinu fyrir stóriðju, bentum við á vafasama viðskiptahætti Orkuveitu Reykjavíkur í Jemen. Fréttatilkynning og myndir eru hér.
Föstudaginn 1. Ágúst fór svo fram síðasta aðgerð búðanna, þegar umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík var stöðvuð. Fólk hlekkjaði sig við hlið álverslóðarinnar og stoppuðu því umferð vörubíla að álverinu. Við bentum á spillinguna sem á sér stað í Hafnarfirði þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosninga um stækkun álversins og þáttöku Rio Tinto-Alcan í hergagnaframleiðslu og stríðsrekstri. Hér má lesa fréttatilkynninguna og sjá myndir frá aðgerðinni.
Vikan 21. – 28. Júlí var alþjóðleg vika samstöðuaðgerða. Fimm mótmæla-aðgerðir áttu sér stað í Sviss og á Ítalíu, fyrir utan sendiráð Íslands, höfuðstöðvar Alcoa, Glencore og Impregilo. Hér er nánari umjöllun um aðgerðinar ásamt myndum
Samhliða búðunum gáfum við út annað tölublað tímaritsins Raddir Öræfanna (Voices of the Wilderness), sem lesa má hér. Blaðið er stútfullt af greinum um baráttuna hér á landi og annars staðar í heiminum, skrifaðar af Saving Iceland aktívistum, vinum okkar alls staðar að úr heiminum, íslenskum bændum og fræðifólki.
Áhersla okkar á hnattrænt ferli og afleiðingar álframleiðslu skiluðu sér með mikilli umfjöllun um málið. Saving Iceland er eini umhverfishópurinn hér á landi sem fjallað hefur um alþjóðlega samhengið og benti Álfheiður Inga, alþingismaður á það í viðtali við Vísi. Mismunandi fjölmiðlar birtu umfjallanir um báxítgröft, áhrif hans og tengsl álfyrirtækja við mannréttindabrot. En alltaf má gera gott betra og því höldum við áfram baráttunni gegn stóriðjuvæðingu Íslands, stríðsrekstri, mannréttindabrotum og menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja heiminum.
Barátta okkar heldur áfram, enda nóg að gera þessa dagana. Ef þú villt ganga til liðs við baráttuna getur þú haft samband, savingiceland@riseup.net.
Til Sigurs!