okt 23 2008

Century endurskoðar álversframkvæmdir í Helguvík

Century Aluminium, móðurfyrirtæki Norðuráls, hefur tilkynnt að fyrirtækið sé að endurskoða framkvæmdir fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Fyrirtækið segist vera hætt að gera nýjar fjármagnsskuldbindingar vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

,,Eins og staðan er núna, höfum við hætt að gera nokkrar fjármagnsskuldbindingar og erum að minnka útgjöld. Við trúum því að möguleikinn verði enn til staðar á næstunni en við munum meta hagkvæmni allra þátta verkefnisins af skynsemi á næstu dögum.” (1) sagði Logan Kruger, framkvæmdarstjóri Century.

Á meðan tekjur Century Aluminum hækkuðu á þriðja ársfjórðungi 2008 vegna auknar útskipunar áls (2), voru komandi horfur álitnar ógæfulegar. Merril Lynch lækkaði fjárfestingarmat Century niður í ‘underperform’, þ.e. að fyrirtækið gæti ekki staðit við skuldbindingar sínar.  Merril Lynch sagði álverð vera lágt, birgðir miklar og lítinn hvata til staðar til að keyra upp verðið.

,,Sumir gætu haldið að þetta séu slæmar fréttir fyrir Ísland og að nýtt álver gæti hjálpað til við að komast upp úr efnahagskreppunni. En þegar litið er á hvað gerðist í kjölfar byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa Fjarðaráls, yrði stöðvun framkvæmda í Helguvík hálfgerð blessun” segir Jaap Krater, talsmaður Saving Iceland.

,,Ný stór verkefni geta litið út fyrir að vera raunveruleg lausn til skammtíma litið en munu einungis gera illt verra þegar litið er til langtíma. Það væri eins og að reyna að borga upp skuld með láni. Íslenskir fjárfestar, m.a. Kaupþing og Landsbanki, fengu lánaða 360 milljón dollara til að fjármagna fyrsta hluta Helguvíkur-verkefnisins (3). Það hefur aldeilis haft sín áhrif á kreppuna sem nú gengur yfir.”

,,Geir Haarde sagði nýlega að ein af helstu ástæðunum fyrir frjálsu falli Krónunnar hafi verið framkvæmd stóriðjuverkefna (4). Fjölmargir hagfræðingar höfðu spáð fyrir því en Davíð Oddsson, Valgerður Sverrisdóttir og aðrir valdhafar þess tíma neituðu að hlusta. Ef núverandi ríkisstjórn vill komast hjá því að gera sömu mistök ætti að hætta við álversframkvæmdir á Bakka sem og í Helguvík” segir Jaap Krater.

Heimildir:

1. http://investor.shareholder.com/cenx/releases.cfm
2. http://www.reuters.com/article/marketsNews/idUSN2130255620081021?pageNumber=2&virtualBrandChannel=0&sp=true
3. http://investor.shareholder.com/cenx/releasedetail.cfm?ReleaseID=248119
4. http://www.icelandreview.com/icelandreview/daily_news/?cat_id=16567&ew_0_a_id=312850

Náttúruvaktin