Í dag lækkuðu hlutabréf Alcoa um 7,6% eftir að fyrirtækið tilkynnti að það myndi minnka framleiðslu um 350 þúsund tonn á ári. Niðurskurðurinn fer fram í álverum Alcoa í Ferndale, Washington og Baie Comeau, Quebec. Fyrir ekki svo löngu síðan greindi fyrirtækið frá 256 þúsund tonna niðurskurði í Rockdale, Texas sem þýðir að samdráttur á framleiðslu Alcoa er 15%.
Alcoa tilkynnti einnig að 2,2 milljón tonna stækkun álvers í Wagerup, Ástralíu yrði frestað. Áætlaður kostnaður verkefnisins er á bilinu 3-4 milljónir dollara og sagði Alcoa að verkefninu yrði frestað þar til markaðshorfur verða betri. Sérfræðingar segja að enn sé offramleiðsla á áli.
,,Áliðnaðurinn situr enn uppi með umframmagn og hefur upplifað fordæmislaust hrun á álverði á mjög stuttu tímabili“ sagði Bernt Reitan, framkvæmdarstjóri Alcoa. ,,Á meðan við horfum fram á mikla álnotkun í framtíðinni verðum við að grípa til röð aðgerða til að takast á við núverandi markaðsaðstæður, m.a. kostnaðarminnkun alls staðar í okkar kerfi og minnkandi framleiðslu.“
,,Þessi skref í skerðingu fyrirtækisins eru þáttur í stærri hnattrænni tilraun okkar til að minnka kostnað, stefna saman framleiðslu og eftirspurn, og tryggja langtíma framtíð fyrir starfsemi okkar á núverandi markaði“ sagði Reitan. ,,Við höfum farið yfir allar eignir okkar með það fyrir augum hvernig best er að hámarka gróða á sama tíma og við stefnum saman framleiðslu og eftirspurn. Eftir vandlega athugun höfum við þróað fjögurra hluta líkan sem breiðir skerðinguna yfir allt okkar hnattræna kerfi og lágmarkar þann kostnað sem fylgir því að loka álverum og starfsetja ný, og á sama tíma lágmarkar áhrifin að samfélög þar sem álver eru nú til staðar.“
Þáttur í þessu skerðingarskrefum Alcoa er lokun kostnaðarsamra álvera og bygging álvera í löndum þar sem ódýra orku er að fá. Þriðja heims ríki eru yfirleitt besti kosturinn fyrir áliðnaðinn, en einnig lönd eins og Ísland og Grænland. Verðið sem Alcoa greiðir fyrir orku hér á landi er eitt það lægsta í heiminum og hefur verið helsta ástæða þess að fyrirtækið hefur svo mikinn áhuga á að reisa álver hér á landi.
Samt sem áður greini Alcoa nýlega frá því að framkvæmdum við áætlað álver fyrirtækisins á Bakka við Húsavík yrði frestað vegna núverandi efnahagsþrenginga.