Archive for 2008
sep 17 2008
Grænþvottur, Rio Tinto, Stóriðja
Í dag barst okkur bréf frá Danmörku:
Í morgun voru stórir borðar hengdir utan á byggingu á Nörrebro í Kaupmannahöfn og sögðu ,,Áliðnaðurinn er að eyðileggja allar helstu ár Íslands!” Á sömu byggingu hékk í síðustu viku stór auglýsing frá Icelandair, þar sem ferðir til Íslands voru auglýstar ásamt myndum af íslenskum ám.
Með tilkomu nýrra álvera Century í Helguvík og Alcoa á Húsavík eykst enn orkuþörf áliðnaðarins og mun leiða af sér virkjun fleiri jökuláa og jarðhitasvæða. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að reistar verði stíflur í Þjórsá, Tungnaná, Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum; einungis fyrir auknar stóriðjuframkvæmdir.
Read More
ágú 22 2008
2 Comments
Jaap Krater, Jaap Krater @is, Orkuveita Reykjavíkur@isl
Fyrir tveim dögum síðan létust tveir Rúmenskir verkamenn á Hellisheiði. Mennirnir köfnuðu inni í röri þar sem þeir unnu vegna stækkunnar jarðvarmavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði (1). Saving Iceland telur að alvarleg slys á borð við þetta séu nánast óumflýjanleg ef litið er til þeirra aðstæðna sem Austur Evrópskir verkamenn búa við. Framkvæmdirnar á Hellisheiði eru af stórum hluta til unnar af Pólskum og Rúmenskum verkamönnum sem búa í vinnubúðum nálægt framkvæmdasvæðinu. Rúmenarnir tveir sem létust unnu fyrir Altak, samstarfsaðila Orkuveitunnar.
Read More
ágú 22 2008
1 Comment
ALCOA, Bakki, Gjástykki, Jaap Krater @is, Jökulsá á Fjöllum, Krafla and Þeistareykir, Saving Iceland, Skagafjörður, Skjálfandafljót
Jaap Krater, Morgunblaðið
.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra ákvað fyrir ekki svo löngu að heildstætt umhverfismat skuli fara fram vegna álversframkvæmda á Bakka (1). Það vekur spurningar um hvort þurfa muni að byggja nýjar vatnsaflsvirkjanir fyrir álframleiðslu á Norðurlandi. Raunsætt mat á mögulegri jarðvarmaorku fyrir norðan gefur til kynna að bygging vatnsaflsvirkjana verði nauðsynleg til að knýja áfram álver á Bakka.
Stærð álversins
Upphaflega áætlunin var sögð vera bygging 250.000 tonna álvers en Alcoa hefur áður sagt að fyrirtækið álíti álver minna en 360.000 tonn „ósjálfbær“ (2). Nú hefur fyrirtækið sagt að álverið á Bakka muni framleiða a.m.k. 346.000 tonn á ári (3) og það er ljóst að það hefur verið áætlunin frá byrjun . Upphafsrannsóknir gerðu ráð fyrir álveri af þessari stærð (4) þótt tillaga að umhverfismati og áætlanir um orkuöflun hafi fjallað um minna álver til að byrja með. Fyrir stærra en 250.000 tonna álver þyrfti að gjörbreyta og endurbyggja orkunet Norðurlands (5). Á endanum væri þá 500.000 tonna álver möguleiki. „Því stærra því betra“ sagði Bernt Reitan, varaforseti Alcoa, við undirskrift á Húsavík snemma í sumar (6).
Read More
ágú 20 2008
Bakki, Hengill, Krafla and Þeistareykir
Nú eru í gangi tilraunaboranir við Kröflu, vegna fyrirhugaðrar orkuöflunnar fyrir álver Alcoa á Húsavík og er m.a. er verið að
bora inn í eldfjallið Víti. Við Þeistareyki hefur
stærðarinnar mengunarlón myndast vegna tilraunaboranna. Ef þessar frakvæmdir halda áfram er ljóst að við munum sjá svipaða eyðileggingu og
nú má sjá á Hengilsvæðinu.
ágú 11 2008
Century Aluminum, Icelandic Alloys/ELKEM, Workers Rights
MBL.is – Verkalýðsfélag Akraness segir að stóriðjufyrirtækin Norðurál og Elkem Ísland á Grundartanga virðast leggja nokkuð hart að þeim starfsmönnum sínum sem lent hafi í vinnuslysum að mæta sem allra fyrst til vinnu aftur, þó svo að starfsmennirnir séu með læknisvottorð sem kveði á um óvinnufærni með öllu.
Fram kemur á vef félagsins að starfsmönnum fyrirtækjanna sé oft boðið að taka að sér léttari störf á verksmiðjusvæðunum og svo virðist sem tilgangur fyrirtækjanna sé að komast hjá því að skrá vinnuslys sem fjarveruslys.
Read More
ágú 11 2008
1 Comment
Alcoa @is, Century Aluminum, Grænþvottur, Hengill, Hlutdrægni fjölmiðla, Jaap Krater @is, Jökulsá á Fjöllum, Kárahnjúkavirkjun, Landsvirkjun @is, Náttúruvernd, Rio Tinto, Saving Iceland, Skagafjörður, Skjálfandafljót, South Africa, Trinidad and Tabago
Jaap Krater, Iceland Review – Sem einstaklingur sem hefur nú verið virkur með Saving Iceland í nokkur ár, las ég grein
grein James Weston um umfjöllun fjölmiðla um baráttu okkar og hafði gaman af. Margt af því sem hann skrifar er ekki bara fyndið, heldur einnig satt.
Fyrir mér, bendir greinin þó einnig á nokkrar sorglegar staðreyndir. Fólk situr og horfir á sjónvarpið þar sem það sér annað fólk læsa sig við vinnuvélar (samkvæmt skoðanakönnunum lítur út fyrir að flestir séu jafn vel sammála okkur um stóriðjuvæðingu landsins) og leiðist.
Read More
ágú 10 2008
Andri Snær Magnason, Grænþvottur, Samarendra Das
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Morgunblaðið
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar um stóriðju og ímynd Íslands: „Allt tal um ál sem „græna málminn“ er þáttur í ímyndarherferð valdhafa og áliðnaðarins. Hvað skiptir raunverulegu máli í umræðunni um álframleiðslu?
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, skrifaði í Morgunblaðið þann 24. júlí, grein um álframleiðslu, þar sem hann gerir lítið úr raunverulegum áhrifum hennar; umhverfis- og samfélagstengdum, sem og hnattrænum. Það vekur athygli að kvöldið áður átti sér stað fyrirlestur Andra Snæs og Samarendra Das í Rvk. Akademíunni, en fundurinn fjallaði einmitt um báxítgröft og samhliða menningarleg þjóðarmorð í þriðja heiminum, og leiddi af sér þónokkra almenningsumræðu um hvort tveggja. Read More
ágú 10 2008
Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Miriam Rose @is, Náttúruvernd, Saving Iceland, Stóriðja
Miriam Rose, Morgunblaðið
Miram Rose skrifar um hugsjónir og aðgerðir Saving Iceland: „Aðferðir okkar eru eflaust ekki alltaf réttar og mega vel sæta gagnrýni. En hvað ætla Íslendingar að gera til að koma í veg fyrir tortímingu landsins?
Saving Iceland – rétt eða rangt?
Bara nafnið á hópnum er nóg til að gefa Íslendingum ærlegan hroll (stundum mér líka) því það kann að hljóma eins og hrokafullur trúboðahópur, kominn til að hjálpa vanþróuðum víkingunum upp úr fátækt og heimsku. En fæstir gera sér grein fyrir því að nafnið varð til þegar hópur íslenskra umhverfissinna sem var orðinn þreyttur á aðgerðaleysi samlanda sinna, kallaði eftir alþjóðlegri hjálp við að stöðva eyðileggingu íslenskra öræfa vegna orkuframleiðslu fyrir stóriðju.
ágú 05 2008
Alcoa @is, Andri Snær Magnason, Century Aluminum @is, Glencore International @is, Helguvík @is, Impregilo @is, Landsvirkjun @is, Mótmælaaðgerðir, Orkuveita Reykjavíkur @is, Samarendra Das
Fjórðu aðgerðabúðum Saving Iceland er lokið, en baráttan heldur auðvitað áfram. Í ár vorum við í þrjár vikur á Hellisheiði, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun, fyrst og fremst til að fullnægja aukinni orkuþörf álfyrirtækja. Við nutum þess að eyða sumrinu í ótrúlegri náttúru, sem nú er í hættu vegna framkvæmdanna. Áhersla okkar í sumar voru hnattræn áhrif álframleiðslu, og bentum við á hvernig álframleiðslan er ekki íslenskt fyrirbæri heldur skaðar allan hnöttinn; umhverfi hans, fólk og dýr.
Aðgerðir okkar og atburðir í ár voru árangursríkir. Laugardaginn 19. Júlí stöðvuðum við framkvæmdir í Helguvík í heilan dag, þar sem Century/Norðurál hyggst nú reisa nýtt álver, án þess að hafa tiltekin leyfi til starfseminnar. Tveim dögum seinna lokuðum við veginum til og frá álveri Norðuráls á Grundartanga sem og Járnblendiverksmiðjunni þar. Í bæði skiptin bentum við á þau jarðvarmasvæði sem þarf að eyðileggja til orkuöflunnar, vafasama viðskiptahætti Century í Vestur Kongó, og á Jamaíka þar sem fyrirtækið er með báxítnámur sínar. Fréttatilkynningar og myndir frá 19. Júlí má sjá
hér og frá 21. Júlí
hér. Read More
ágú 02 2008
ALCOA, Bakki, Landsvirkjun, Laws
Síðasta Fimmtudag, 31. ágúst, ákvað Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra að gera þurfti heildstætt mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers Alcoa á Bakka við Húsavík, jarðvarmavirkjunum við Þeystareyki og Kröflu, og háspennulínum frá virkjununum til álversins. Í febrúar sl. ákvað Skipulagsstofnun að framkvæmdirnar væru ekki háðar heildstæðu umhverfismati og í kjölfarið kærði Landvernd ákvörðunina.
Heildstætt umhverfismat gerir það að verkum að fólki gefst að sjá heildaráhrifin, þ.e. raunveruleg áhrif verkefnisins. Þórunn hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki einnig krafist þess að álversframkvæmdir í Helguvík færu í gegnum heildstætt umhverfismat, enda ljóst að til þess að afla því álveri Norðuráls orku þarf að eyðileggja einstök jarðhitasvæði á Reykjanesinu.
Read More