júl 23 2008
Álframleiðslan í hnattrænu samhengi
Snorri Páll Jónsson, Morgunblaðið, 23. Júlí
Í bæklingnum ‘Norðurál og samfélagið‘ sem Norðurál gaf út er m.a. sagt frá hnattrænu ferli álframleiðslu. Century Aluminum, eigandi Norðuráls, er með sínar báxítnámur í Jamaíka og hyggst nú opna eina slíka í Vestur Kongó í samvinnu við eina spilltustu ríkisstjórn heims.
Það vekur strax athygli að í bæklingi Norðuráls er ekki nokkru orði minnst á báxít og samkvæmt skýringarmynd sem á að sýna framleiðsluferli áls frá byrjun til enda, hefst álframleiðslan þegar súráli er landað í stórt hafnarsíló.
Hvers vegna skyldi svo vera? Er Norðurál svo umhverfisvænt fyrirtæki að það þarf ekki einu sinni að grafa eftir báxíti til þess að framleiða ál? Hefur Norðurál einhverjar aðrar aðferðir en önnur álfyrirtæki? Nei, það er neflilega þetta sem kallað er grænþvottur.