júl 12 2008
Aðgerðabúðir Saving Iceland á Hellisheiði
Fjórðu aðgerðabúðir Saving Iceland eru nú hafnar í fallegum dal á Hellisheiði; svæði sem er í hættu vegna framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Stækkun Hellisheiðarvirkjunnar á sér nú stað til þess að afla orku fyrir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga og aðrar stóriðjuframkvæmdir á Suð-Vestur horni landsins.
Í ár eru í búðunum aktívistar frá Íslandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku, Englandi, Hollandi, Frakklandi, Belgíu og Ítalíu og fleiri löndum, sem hafa ákveðið að ganga til liðs við baráttuna. Upplýsingar um eyðileggingu íslenska öræfa hafa borist víða.
Read More