Archive for 2008

feb 21 2008

Þegar vorið vaknar


Ávarp Guðmundar Páls Ólafssonar rithöfundar á baráttufundi gegn virkjunum í Neðri-Þjórsá 17. febrúar 2008. Fundurinn var haldinn á vegum Sólar á Suðurlandi.

Þegar vorið vaknar við strendur Íslands flykkjast fuglar í varplönd og fiskar synda í torfum til varplanda í sjó þar sem þeir hrygna. Þannig hafa fuglar og fiskar vitjað hér vors frá ómunatíð. Vitneskjan er gömul; allir vita þetta – og samt …

Og samt eru aðeins örfá ár síðan rann upp fyrir mönnum að þorskurinn hrygnir framan við ósa jökulánna um allt land og er háður þeim. Sú jökulspræna er varla til sem ekki lokkar þorskinn til hrygningar og það veit hver þorskur þótt ekki sé talinn „skepna skýr“ að hann á samleið með jökulánum. Hann veit að við jökulár henta aðstæður hrygningu og klaki. Þannig eru jökulfljót einskonar skapanornir þorsksins. Þær búa honum aðstæður og örlög og munar þar einna mest um systur þrjár: Ölfusá, Þjórsá og Skeiðará.

Read More

feb 20 2008

Frá sigri til sigurs


Ávarp Birgis Sigurðssonar rithöfundar á baráttufundi gegn virkjunum í Neðri-Þjórsá 17. febrúar 2008. Fundurinn var haldinn á vegum Sólar á Suðurlandi.

Góðir áheyrendur.

Þegar menn eiga í erfiðri og langvinnri baráttu við ofurefli er stundum hollt að rifja upp það sem hefur áunnist. Það stælir kjark, vekur von og eykur þrek. Á þessu þrennu þarf náttúruverndarfólk mjög að halda. Saga náttúruverndarbaráttu á Íslandi sýnir hinsvegar að það er unnt að sigra ofureflið.

Í nóvember árið 1998, var haldinn baráttufundur í Háskólabíói undir kjörorðinu „Með hálendinu – gegn náttúruspjöllum“. Til fundarins boðaði svonefndur Hálendishópur. Í honum voru einstaklingar úr fjölmörgum útivistar- og náttúruverndarsamtökum. Þetta fólk hafði verið kallað saman í skyndi til þess að snúast gegn yfirvofandi náttúruspjöllum á miðhálendinu. Það lá mikið við: Landsvirkjun áformaði að drekkja votlendisparadísinni Eyjabökkum norðan Vatnajökuls með miðlunarlóni. Sömu örlög voru búin stórum hluta Þjórsárvera.

Read More

jan 08 2008

Vissir þú að Alcoa er hergagnaframleiðandi?


evidence of ALCOA military involvement 

Mörg fjárfestingafyrirtæki þurrkuðu Alcoa út af viðskiptalistum sínum þegar Alcoa keyptu hergagnafyrirtækin Cordant Technologies og Howmet International

     

    14. desember 2005 skrifuðu Alcoa undir samning um að framleiða álbíla fyrir bandaríska herinn

    Alcoa framleiða parta í Tomahawk eldflaugar

    Fyrsta eldflaugin sem skotið var á Írak var merkt Alcoa

    F16 orustuþotur eru framleiddar úr áli frá Alcoa

    F16 og B1 þotur frá Nato létu klasasprengjum merktum Alcoa rigna yfir óbreytta borgara í Kosovo árið 1999

    Ál frá Reyðaráli verður notað í stríðstól

    Kárahnjúkavirkjun er framlag Íslands til stríðsrekstrar Bandaríkjanna

    RÍFUM KÁRAHNJÚKAVIRKJUN STRAX

    ÞEIR SEM VILLTU UM FYRIR ÞINGHEIMI SVARI TIL SAKA FYRIR DÓMSTÓLUM

    ALCOA BURT FRÁ ÍSLANDI

    ENGA STÓRIÐJU

    Myndband þar sem ALCOA stæra sig af hergagnaframleiðslu sinni. Sérkennilegt að á sama tíma skuli þeir vera að reyna að sannfæra Íslendinga um að þeir hafi ekkert með hergagnaframleiðslu að gera…

    jan 07 2008

    ‘Af grunngildum samfélagsins’ eftir Miriam Rose


    miriam-roseHöfundur flutti erindið á umræðufundi um „grunngildi samfélagsins“ sem haldinn var í Reykjavíkur Akademíunni 20. nóvember árið 2007.

    Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig: Ég heit Miriam Rose, og er aðgerðasinni og umhverfisfræðingur frá Bretlandi. Ég var beðin um að tjá mig hér um reynslu mína af grunngildum íslensks samfélags, byggt á viðtali sem ég var í við Kastljós í október, eftir að mér var hótað með brottvísun úr landi vegna aðildar minnar að aðgerðum gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar ykkar. Í bréfinu sem ég fékk, þar sem farið var fram að mér yrði vísað úr landi, stóð að ég ætti á hættu að vera brottræk gerð frá Íslandi í þrjú ár, enda væri hegðun mín �ógnun við grunngildi samfélagsins�.
    Read More

    Náttúruvaktin