Archive for nóvember, 2009

nóv 27 2009

Er HS-Orka í krísu í Krýsuvík?


Sigmundur Einarsson

Í október birtist grein eftir mig undir fyrirsögninni Hinar miklu orkulindir Íslands.

Megininntak greinarinnar er ábending til íslensku þjóðarinnar og ráðamanna þess efnis að orkulindir Íslands séu ekki eins miklar og af er látið. Jafnframt er ítrekað það sem ýmsir höfðu áður bent á að tvö 360 þús. tonna álver myndu soga til sín alla jarðhitaorku á Suðvesturlandi og Norðausturlandi og reyndar gott betur. Viðbrögð hafa verið á ýmsa lund. Athyglisvert er að viðkomandi stjórnvöld, þ.e. iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun hafa engin viðbrögð sýnt en þagað þunnu hljóði.

Þann 30. október sl. rituðu tveir starfsmenn HS-Orku, þeir Guðmundur Ómar Friðleifsson yfirjarðfræðingur og Ómar Sigurðsson forðafræðingur, eins konar varnarræður í Morgunblaðið og Fréttablaðið. Yfirjarðfræðingurinn er stóryrtur og fer með himinskautum en forðafræðingurinn er öllu jarðbundnari og heldur sig við efnið í megindráttum. Það sem einkum hefur raskað ró þeirra eru annars vegar efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar og hins vegar sú skoðun mín að fyrirliggjandi mat á orkugetu jarðhitasvæðisins í Krýsuvík og nágrenni sé allt of hátt. Ekki ætla ég að elta ólar við stóryrðin. Efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar eru hvorki frumlegar né mín uppfinning heldur fengnar beint úr umsögn Orkustofnunar um matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar stækknunar (VSÓ Ráðgjöf 2009) en þar segir: „Að öllu samanlögðu er þetta vinnslusvæði fjarri því að standa undir fyrirhugaðri tvöföldun Reykjanesvirkjunar í 200 MWe til lengri tíma“. Starfsmenn HS-Orku eru sýnilega allt annað en ánægðir með álit Orkustofnunar en þar er ekki við mig að sakast. Af einhverjum ástæðum virðist þetta vera viðkvæmt mál. Ég ætla ekki að ræða Reykjanesvirkjun frekar en gera nánari grein fyrir mati mínu á orkugetu Krýsuvíkursvæðisins. Read More

nóv 27 2009

Er stóriðja leið út úr kreppunni?


Indriði H. Þorláksson – hagfræðingur

Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma.

Staðhæfingar settar fram án raka öðlast stundum vægi langt umfram inntak þeirra.  Tvær slíkar staðhæfingar sem haldið er á lofti í umræðu um byggingu orku- og stóriðjuvera eru sérstaklega varhugaverðar. Annars vegar að slíkar framkvæmdir séu nauðsynlegar, séu jafnvel leiðin út úr „kreppunni“ og hins vegar að framtíð íslensks efnahagslífs sé best tryggð með nýtingu orkuauðlinda fyrir stóriðju. Önnur þeirra horfir til skamms tíma en hin lengra fram á veg en báðar eru vafasamar, líklega rangar og jafnvel skaðlegar.

Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma. Til skamms tíma, segjum 3 til 5 ára, er markmiðið að koma atvinnulífinu í gang. Til lengri tíma litið er markmiðið að stuðla að vexti hagkerfisins með þeim hætti að það veiti þegnunum sem mest lífsgæði. Til þess þarf atvinnulífið að skila sem mestum virðisauka til þjóðarinnar fyrir vinnuframlag, fjármagn og auðlindir. Read More

nóv 12 2009
5 Comments

Velkomin!


Velkomin á vefsíðu Saving Iceland! Ef þú ert hér í fyrsta skipti þá getur þú byrjað á að lesa Grípum til aðgerða!, einnig Ákall Saving Iceland og Um okkur. Í Íslandi ógnað er farið yfir öræfin sem við verðum að reyna að vernda fyrir græðgi stóriðju- og orkufyrirtækjanna sem starfa markvisst að því að eyðileggja íslenska náttúru. Þú getur líka horft á myndbönd og skoðað myndir frá starfi okkar í gegnum árin og lesið á ensku tímarit okkar Voices of the Wilderness. Og síðast, en ekki síst, fengið Svör við algengum spurningum um Saving Iceland.

nóv 04 2009

Er verkalýðsbarátta bara væl?


Verkamaður í báxítvinnsluÍ Fréttablaðinu sl. laugardag tjáði Gylfi Arnbjörnsson, sem ku víst vera kjörinn til þess að vera málsvari verkafólks, þá skoðun sína að nái álversframkvæmdir í Helguvík ekki fram að ganga muni fjárlög og þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar vera í uppnámi. Þetta er enn eitt dæmið um hræðsluáróðurinn sem dynur á okkur þess efnis að álver og önnur mengandi stóriðja sé eina leiðin til þess að bjarga efnahagnum og skapa störf.

Hvað í andskotanum eru fjárlög?

Orð líkt og fjárlög og þjóðhagsáætlun eru löng og flókin og fær mann til að finnast þessi atriði vera mikilvæg og þörf. Í raun eru þetta áætlanir, sem ríkisstjórnin setur fram út frá tilteknum forsendum á tilteknum tíma. Svartsokku þykir undarlegt að breytist þessar forsendur, eða séu mál könnuð til hlítar og að því loknu litin öðrum augum, geti ríkisstjórnin ekki endurskoðað áætlun sem hún setur sjálf fram[1]. Til að mynda hefur komið fram eftir að ríkisstjórnin lýsti því yfir að haldið yrði áfram með álver í Helguvík, að ekki sé til nægileg orka á Suðvesturhorninu til að knýja álbræðsluna. Í því tilfelli mun því líklega verða leitað til Landsvirkjunar, sem vegna mikillar andstöðu almennings við álver var búin að setja fram áætlun um að virkja ekki meira fyrir slíka stóriðju. Má Landsvirkjun snúa baki við áætlunum en ekki stjórnvöld? Til viðbótar við þetta má nefna að Ísland er víst búið að gera áætlun um að losa ekki út meiri koltvísýring en orðið er, því ella brjóti það alþjóðlegar áætlanir um losun gróðurhúsalofttegunda. Er í lagi að brjóta þær áætlanir? Read More

Náttúruvaktin