ágú 04 2009
„Kæra Ísland: Fokk Jú! Bestu Kveðjur, Ál“ – Skilaboð á Hallgrímskirkju
Kæru Íslendingar,
Í morgun hengdum við, áliðnaðurinn, risastóran borða á Hallgrímskirkju, stærstu kirkju landsins, til að taka af allan vafa um hverjar fyrirætlanir okkar hafa verið öll þessi ár. Við sáum að grænþvottur og blekkingar eru óþarfar þar sem okkur hefur augljósalega tekist að sannfæra ykkur um ágæti stóriðjunnar.
Við vildum koma íslensku þjóðinni endanlega í skilning um að okkur stendur á sama um allt annað en okkar eigin hagsmuni -og að sjálfsögðu fjárhagslegan gróða. Okkur stendur á sama um afleiðingar gjörða okkar hvort sem það varðar fólk á Íslandi eða annarstaðar í heiminum. Enda hafa fjölmargir , bæði menn og dýr, orðið fyrir áhrifum af vinnu okkar víða um heiminn:
- Menningarleg þjóðarmorð hafa verið framin á heilu ættbálkum frumbyggja þar sem þeir hafa þurft að flýja heimili sín og gefa lífsviðurværi sitt upp á bátinn vegna verkefna okkar; báxít-námugreftri, vinnslu á súráli, álframleiðslu og flutningi milli heimsálfa. (1) (2)
- Umhverfisskemmdir og mengun fer sífellt vaxandi á meðan við reynum að seðja okkar botnslausu græðgi.
- Hlutur okkar í stríðsrekstri og hergagnaiðnaði hefur leyft fjölmörgum að finna áhrifin af áli á eigin skinni. (3)
- Við tökum ekki ábyrgð á neinum af þessum hlutum. (4) Read More