Archive for 2009

ágú 04 2009

„Kæra Ísland: Fokk Jú! Bestu Kveðjur, Ál“ – Skilaboð á Hallgrímskirkju


Kæru Íslendingar,

Í morgun hengdum við, áliðnaðurinn, risastóran borða á Hallgrímskirkju, stærstu kirkju landsins, til að taka af allan vafa um hverjar fyrirætlanir okkar hafa verið öll þessi ár. Við sáum að grænþvottur og blekkingar eru óþarfar þar sem okkur hefur augljósalega tekist að sannfæra ykkur um ágæti stóriðjunnar.

Við vildum koma íslensku þjóðinni endanlega í skilning um að okkur stendur á sama um allt annað en okkar eigin hagsmuni -og að sjálfsögðu fjárhagslegan gróða. Okkur stendur á sama um afleiðingar gjörða okkar hvort sem það varðar fólk á Íslandi eða annarstaðar í heiminum. Enda hafa fjölmargir , bæði menn og dýr, orðið fyrir áhrifum af vinnu okkar víða um heiminn:

  • Menningarleg þjóðarmorð hafa verið framin á heilu ættbálkum frumbyggja þar sem þeir hafa þurft að flýja heimili sín og gefa lífsviðurværi sitt upp á bátinn vegna verkefna okkar; báxít-námugreftri, vinnslu á súráli, álframleiðslu og flutningi milli heimsálfa. (1) (2)
  • Umhverfisskemmdir og mengun fer sífellt vaxandi á meðan við reynum að seðja okkar botnslausu græðgi.
  • Hlutur okkar í stríðsrekstri og hergagnaiðnaði hefur leyft fjölmörgum að finna áhrifin af áli á eigin skinni. (3)
  • Við tökum ekki ábyrgð á neinum af þessum hlutum. (4) Read More

ágú 03 2009

Hús Friðriks Sophussonar límt og málað


Síðasta fimmtudag fékk Saving Iceland send bréf og myndir frá hóp sem kallar sig A.S.Ö. Samkvæmt bréfinu fór hópurinn að húsi Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, hellti grænni málningu á veggina og tróð lími inn í hurðalásana. Eftirfarandi er bréfið í fullri lengd:

Við viljum líf okkar til baka. Frelsi okkar. Óbyggðirnar okkar.

Við ákveðum að setja það ekki á annara herðar að framkvæma það sem við trúum að sé nauðsynlegt að gera. Við tökum ábyrgð á aðgerðum okkar gegn þeim sem eru að eyðileggja og menga Jörðina.

Að halda að einhver annar en þú geri eitthvað eða að engu verði breytt, er valmöguleiki sem hefur afleiðingar. Við getum valið á milli þess að hella olíu í rústandi vél þessa samfélags eða að vera sandurinn sem stöðvar hana!

Ábyrgð einstaklingsins er ástæða þess að við ráðumst persónulega á þeim sem sitja hæst í fyrirtækjum kapítalista eins og Landsvirkjun. Í nafni peninga og valds hefur Landsvirkjun markvisst eyðilagt íslenskar óbyggðir. Forstjóri fyrirtækis breytir ekki um persónuleika á milli þess sem hann er í vinnu og heima. Hann er sá sami. Hann ber sömu ábyrgð á báðum stöðum.

Aðfaranótt 28. júlí fórum við að húsi Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Við lokuðum dyrunum með lími og helltum grænni málningu yfir veggina.

Gleymið því aldrei að nóttin er með okkur í liði!

A.S.Ö.

júl 31 2009

Nokkrar minniháttar aðgerðir í Reykjavík


Síðustu daga hafa nokkrar minniháttar aðgerðir verið gerðar í Reykjavík; í miðbænum var stór borði hendur upp, graffítí og illþefjandi vökvi prýddu Jarðboranir og Útlendingastofnun var lokað í skjóli nætur.

Í morgun, 30.júlí, var stórum borða komið fyrir utan á húsi í miðbæ Reykjavíkur sem sýndi tengsl og samstarf milli áliðnaðarins og vopnaframleiðslu. Á borðanum stóð: “Ál drepur – 30% af öllu áli fer í vopnaframleiðslu – Stöðvum áliðnaðinn!” Frá upphafi herferðar okkar höfum við ekki einungis beint athyglinni að eyðileggjandi áhrifum álframleiðslu og virkjanaframkvæmda á umhverfið heldur einnig að félagslegum og mannlegum áhrifum stóriðju. Alcoa á Íslandi hefur staðfastlega neitað þessum tengslum en stutt heimsókn á heimasíðu Alcoa Defense sýnir greinilega að Alcoa framleiðir ekki bara ál í vopnaframleiðslu heldur stærir sig af þætti sínum í hönnun ýmis konar hernaðargagna. Read More

júl 29 2009

Hvers vegna ræðir Saving Iceland ekki við Iðnaðarráðherra?


Stuttu eftir að fréttir bárust um að á aðfararnótt þriðjudags hafi Saving Iceland lokað skrifstofum stofnanna og fyrirtækja tengdum stóriðjuframkvæmdum hér á landi, sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra að hún hafi ekki getað kynnt sér skilaboð Saving Iceland. Hún hafi ekki fengið skriflegt erindi frá hópnum og ekki sett sig í samband við hann en sagðist skoða allar málefnalegar athugasemdir sem henni berast. (1)

Þetta svar er dæmigert fyrir stjórnmálamann eða starfsmann stórfyrirtækis þegar starf hans er gagnrýnt. Það er ómögulegt að halda utan um það hversu oft Saving Iceland hefur verið boðið að setjast niður og ræða málin við talsmenn fyrirtækja á borð við Landsvirkjun og fulltrúa stjórnmálaflokka. Tilgangurinn með þessum fundarboðum er auðvitað einungis að setja upp jákvæða mynd af fyrirtækinu eða stofnuninni og gefa þá hugmynd að samræður og upplýsing séu mikilvægur hluti starfseminnar. Þegar Saving Iceland hefur ekki þegið fundarboðin hefur hreyfingin verið stimpluð sem ómálefnaleg og þekkingarlaus, t.d. sl. sumar þegar forstjóri Landsvirkjunnar, Friðrik Sophusson sagði Saving Iceland eingöngu vera að leita eftir athygli með trúðslátum. (2)

Katrín Júlíusdóttir veit jafnvel og Friðrik Sophusson hver skilaboð og markmið Saving Iceland eru og þarf því ekki að spyrja sig hvers vegna hópurinn óskaði ekki eftir því að hitta hana. Umhverfissinnar á Íslandi – þ.m.t. Saving Iceland – hafa í áraraðir útskýrt andóf sitt gegn stóriðjuvæðingu Íslands með öflugum upplýsingaherferðum, útgáfu blaða og bæklinga, uppihaldi á vefsíðum og þar fram eftir götunum. Langflestum aðgerðum Saving Iceland hafa fylgt ítarlegar fréttatilkynningar með óþægilegum staðreyndum um fyrirtækin sem koma að stóriðjuvæðingunni og upplýsingar um alvarlegar afleiðingar álframleðislu. Þessar fréttatilkynningar hafa m.a. leitt til þess að umfjöllunin um málin hefur víkkað og því til stuðnings má nefna umfjallanir fjölmiðla um neikvæð áhrif báxítgraftar og samstarf álfyrirtækja við hergagnaframleiðendur og hernaðarstofnanir. (3) Read More

júl 28 2009

Saving Iceland lokar skrifstofum náttúruböðla


Aðgerðahópur Saving Iceland lokaði í nótt skrifstofum fyrirtækja og stofnana sem hafa gerst hafa meðsek um stórfell náttúruspjöll. Lími var komið fyrir inn í lásum og skilti sett upp með áletruninni: ,,Lokað vegna náttúruspjalla!“ Kalla þurfti til lásasmiða til að opna dyr skrifstofanna í morgun þegar starfsfólk mætti til vinnu.

Fyrirtækin og stofnanirnar sem urðu fyrir þessum lokunum hafa öll sýnt fram á einbeittan brotavilja gagnvart íslenskri náttúru og svífast einskis í leit sinni að auðsóttum gróða og hagkvæmum samningum, jafnvel við fyrirtæki með svívirðilega forsögu. Því þótti löngu tímabært að loka þeim áður en frekari eyðilegging mun eiga sér stað. Read More

apr 21 2009

Saving Iceland fagnar táknrænum skellum á stóriðjuflokkana


Ólafur Páll Sigurðsson

Saving Iceland fagnar þeim táknrænu skellum sem stóriðjuflokkarnir þrír fengu í formi græns skyrs í gærdag.

Samkvæmt öruggum heimildum Saving Iceland voru aðgerðirnar gerðar af þremur mismunandi hópum, en ekki einum, eins og háðar fréttastofur hafa talið. Saving Iceland er einnig kunnugt um að aðgerðasinnarnir séu allir Íslendingar. Þetta gefur til kynna að um sé að ræða öflugan hóp aðgerðasinna sem beitir sér gegn stóriðjustefnunni hér á landi. Saving Iceland lýsir yfir fullum stuðningi við hópinn.

Þau öfl sem standa á bakvið Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna hafa gerst sek um alvarleg landráð með stóriðjustefnu sinni. Af kosningaáróðri þeirra er ekki að ráða að flokkarnir hafi á nokkurn hátt lært þær lexíur um áhrif stóriðjuþenslu sem þeir hefðu átt að geta lært af efnahagshruninu.

Um leið og gengdarlaus græðgisvæðing þessara flokka hefur haft í för með sér gríðarlegar og óafturkræfar skemmdir á einstæðri náttúru landsins hefur þessi stefna ekki síður skaðað íslenskt samfélag. Valdníðslan og þöggunin sem beitt var í Kárahnjúkamálinu hefur nú þegar dregið mikinn dilk á eftir sér. Þessir sömu stjórnmálaflokkar og standa að baki Kárahnjúkavirkjunar ætla nú að viðhalda sömu stefnu og óþokkabrögðum í því skini að klekja á upplýstu lýðræðislegu ákvarðanaferli um nýtingu auðlinda landsins. Read More

feb 19 2009

Gjaldþrota stóriðjustefna


Hjörleifur Guttormsson

Erlend stóriðja hérlendis hefur verið afar umdeild allt frá því að samningar um álbræðslu í Staumsvík voru í undirbúningi fyrir hartnær hálfri öld. Af andstæðingum þeirra samninga var dregið í efa að þjóðhagslegur hagnaður af álbræðslunni væri sá sem látið var í veðri vaka, teflt væri á tvær hættur um orkuverð og ekki gert ráð fyrir mengunarvörnum í verksmiðjunni. Viðreisnarstjórnin svonefnda hafði þó sitt fram og Alusuisse hóf rekstur dótturfélagsins ÍSALs sem enn starfar með breyttu eignarhaldi. Um 1980 komu í ljós stórfelldir meinbugir á rekstri fyrirtækisins vegna bókhaldsfalsana og skattaundandráttar. Fékk svikamyllan heitið „hækkun í hafi“. Jafnframt blasti við að raforkuverð til álbræðslunnar stóð ekki undir framleiðslukostnaði og að óbreyttu legðist mismunurinn af vaxandi þunga á almenna raforkunotendur innanlands. Auðhringurinn sá sitt óvænna, féllst á endurskoðun samninga og tvöföldun á raforkuverði sem bjargaði hag Landsvirkjunar þá um sinn.

Bundið fyrir bæði augu

Afhjúpun svikamyllunnar í Straumsvík dugði skammt og íslensk stjórnvöld kinokuðu sér við að fara í saumana á efnahagslegum áhrifum erlendu stóriðjustefnunnar. Einn ráðherrann af öðrum gerðist talsmaður fyrir álbræðslur sem notaðar voru sem pólitísk skiptimynt og fóru stækkandi stig af stigi með tilheyrandi kröfum um stórvirkjanir og línulagnir þvers og kruss um landið. Virkjanaiðnaðurinn hérlendis varð brátt ígildi hernaðariðnaðar í stærri löndum og hjúpaður leynd þar sem orkuverðið var lýst ríkisleyndarmál og herkostnaðurinn af náttúruspjöllum í engu metinn. Read More

feb 13 2009

Úlfur í gjaldeyrissjóðsgæru


Hvað er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn?

World Bank (WB) og International Monetary Fund (IMF), eða Heimsbankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, eru fjármálastofnanir sem voru stofnaðar árið 1944 með mjög skýrt markmið: að standa saman að uppbyggingu og endurbyggingu eftir seinni heimsstyrjöld og að lána reiðufé til landa í fjárhagserfiðleikum.

Fljótega byrjuðu þessar stofnanir að sníða skilyrðin fyrir aðstoð, að aðstæðum í lántökulöndunum. Yfirleitt snerust þessi skilyrði um einkasamninga við erlend fyrirtæki, oftast bandarísk, um framkvæmd uppbyggingar, ásamt brunaútsölu ríkisfyrirtækja, sem voru þá keypt upp af erlendum aðilum með hagvöxt að leiðarljósi en ekki hag fólksins. Yfirleitt hefur þetta leitt til lækkunnar launa, hækkaðs verðs á vörum og þjónustu, yfirtöku auðlinda og gereyðingu lífsgæða í viðkomandi landi.

Skilyrðin eru að meðaltali 114 og eru í megindráttum eins fyrir öll lönd, en þó alltaf sveigð aðeins til eftir aðstæðum og auðlindum hvers lands. Nokkur atriði eru þó eins í öllum tilfellum. Viðskiptahömlur og verndartollar eru fjarlægðir, þjóðarbúið selt í hendur erlendra fjárfesta, velferðarkerfið skorið verulega niður og vinnumarkaðurinn gerður sveigjanlegur (sem í reynd þýðir að leggja niður stéttarfélög). Read More

Náttúruvaktin