Archive for júlí, 2010
júl 24 2010
Búðarhálsvirkjun, ISAL, Landsnet, Landsvirkjun
ISAL (Rio Tinto Alcan) hefur tryggt sér alla þá samninga sem fyrirtækið þarf til að geta hafið stækkun álvers síns í Straumsvík. Um miðjan júní undirrituðu Landsvirkjun og ISAL endurnýjunarsamning um sölu raforku til fyrirtækisins fram til ársins 2036 og var kveðið á um kaup 75MW viðbótarorku í þeim samningi. Þessi viðbótarorka er meginforsenda þess að ISAL geti hrint í framkvæmd áformum sínum um stækkun álversins. Stækkunin hljóðar upp á 40.000 tonna aukna framleiðslugetu á ári. Mun hún fara fram á núverandi landi fyrirtækisins sem gerir hana óháða niðurstöðum íbúakosninga Hafnafjarðar og krefst þessara 75MW í viðbót við þá orku sem ISAL þegar fær afhenta á gjafaverði. Samningurinn er þó háður þeim fyrirvara að óvissu um skattalegt landslag stóriðju hér á landi verði eytt fyrir 31. ágúst, og sýnir það skýrt og skorinort hvernig forsvarsmenn álfyrirtækjanna og orkugeirans leika sér með stjórnartauma yfirvaldsins, sem hingað til hefur ekki þorað öðru en að lúta eftir slíkum kúgunaraðferðum fjársterkra aðilla og ætti því ekki að vera von á öðru í þessu tilfelli.
Viku eftir undirritun samningsins við ISAL sendi Landsvirkjun frá sér útboð þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu Búðarhálsvirkjunar. Útboðinu lýkur í lok ágúst og skal framkvæmdum lokið um haustið 2013. Read More
júl 18 2010
7 Comments
Grænþvottur, Lýðræðishalli, Spilling
Undirskriftarsöfnun hefur verið gangsett sem ætlað er að slá vörnum um orkuauðlindir landsins. Hana má finna á vefslóðinni http://orkuaudlindir.is/
Eftirfarandi er tilkynningin frá umsjónarhópi söfnunarinnar:
Innan fárra daga er áætlað að endanlegur samningur um kaup Magma Energy Sweden AB á HS Orku verði samþykktur. MES fær þar með einkarétt á nýtingu dýrmætra og mikilvægra auðlinda okkar til næstu 65 ára með framlengingarmöguleika til annarra 65 ára! Fyrirtækið kaupir þennan aðgang að auðlindum okkar mjög ódýrt miðað við önnur lönd, í óvenju langan tíma miðað við önnur lönd og á kjörum sem virðast að öllu leyti kaupandanum í hag en seljanda í óhag. Færð hafa verið rök fyrir því að salan sé óumflýjanleg þar sem við verðum að fá erlenda fjárfesta inn í landið til þess að styrkja atvinnuuppbyggingu. Staðreyndin er hinsvegar sú að Magma Energy fær stærsta hluta kaupverðsins að láni innanlands – á kjörum sem standa öðrum fyrirtækjum af einhverjum ástæðum ekki til boða. (sjá nánar hér). Read More
júl 18 2010
Ál, Orissa, Samarendra Das
Nýlega kom út bókin Out of this Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel eftir Felix Padel og Samarendra Das. Þeir félagar hafa eytt síðustu árum í rannsóknir á áliðnaðinum á alþjóðavísu, auk þess að vinna með frumbyggjum Odisha héraðsins (áður Orissa) á Indlandi. Rithöfundurinn Arundhati Roy ritar inngang að bókinni sem er gefin út af Orient BlackSwan.
Samarendra Das er mörgum landsmönnum kunnur, því hann kom til Íslands sumarið 2008 á vegum Saving Iceland og vakti mikla athygli á fyrirlestri sem samtökin héldu í Rvk. Akademíunni ásamt Andra Snæ, þar sem hann fjallaði að mestu um báxítgröft og baráttu frumbyggja Orissa héraðsins á Indlandi gegn báxítnámum þar. Einnig hélt hann fund með Samtökum Hernaðarandstæðinga þar sem hann fjallaði um tengsl álframleiðslu og stríðs, auk þess sem opnir fundir voru haldnir með honum á ýmsum vettvöngum. Nú standa Saving Iceland fyrir annari komu hans til Íslands, þar sem hann mun halda fyrirlestra og kynna bók sína víða um land og mun meðal annars koma fram á fyrirlestrahátíð sem tímaritið Róstur mun standa fyrir þann 21. ágúst.
Read More
júl 16 2010
ALCOA, EIA, Landsvirkjun, Sigmundur Einarsson @is, Þeistareikir
Sigmundur Einarsson – jarðfræðingur
Þann 30. apríl sl. lagði orkufyrirtækið Þeistareykir ehf., sem nú mun að fullu í eigu Landsvirkjunar, fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar allt að 200 MWe jarðvarmaorkuvers á Þeistareykjum. Skýrslan nær jafnframt yfir mat á umhverfisáhrifum vegar milli Húsavíkur og virkjunarsvæðisins. Þennan sama dag voru lagðar fram fimm stórar frummatsskýrslur um fyrirhugaða orkuvinnslu og stóriðju á Norðausturlandi samtals tæplega 1100 bls. auk fjölda viðauka. Það gefur auga leið að það er ekki hægt að ætla nokkrum manni eða frjálsum félagasamtökum að rýna í málin í frítíma á þeim sex vikum sem ætlaðar voru til athugasemda skv. lögum. Frestur til að gera athugasemdir við skýrslurnar fimm rann úr 14. júní sl.
Við skoðun á skýrslunni um Þeistareyki koma ótrúlegustu hlutir í ljós. Reyndar hef ég ekki komið á svæðið eftir útkomu skýrslunnar og hef því ekki getað skoðað ýmislegt sem ástæða væri til að kanna sérstaklega, s.s. nýtt vegstæði, ný námusvæði, helstu mannvirkjasvæði og síðast en ekki síst heildarsamhengi framkvæmdarinnar. Ég ætla samt að reyna að fara í gegnum helstu þætti málsins í nokkrum áföngum þannig að áhugasamir geti kynnst minni sýn á það, en hún er nokkuð önnur en sýn framkvæmdaraðilans og sveitarfélagsins sem ber ábyrgð á skipulagi á svæðinu.
Read More
júl 16 2010
ALCOA, Bakki, EIA, Krafla and Þeistareykir, Landsvirkjun, Norðurþing, Sigmundur Einarsson @is
Sigmundur Einarsson
Menn geta verið með eða á móti stóriðju og stórfelldri virkjun orkulinda. En allir geta verið sammála um að vanda þurfi til verka þegar og ef að framkvæmdum kemur. Sú ætlar því miður ekki að verða raunin í tilviki stóriðjudrauma Húsvíkinga.
Þann 30. apríl sl. auglýsti Skipulagsstofnun eftir athugasemdum við fimm frummatsskýrslur vegna mats á umhverfisáhrifum stórframkvæmda á Norðurlandi. Um er að ræða:
- Álver á Bakka við Húsavík, allt að 346.000 tonn/ári
- Jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum, allt að 200 MW
- Jarðvarmavirkjun við Kröflu, Kröfluvirkjun II sem svo er nefnd, allt að 150 MW
- Háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, 220 kW
- Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna ofangreindra framkvæmda
Read More
júl 16 2010
ALCOA, Greenland, hydropower, Kárahnjúkar, Miriam Rose @is
Loftslagsbreytingar hafa gert Grænland að næstu auðlindaparadís kapítalismans, en á kostnað hvers?
Mannkynið er í afneitun. Við vitum að ofnotkun okkar, verkun, neysla og losun á eldsneyti, málmum og jarðefnum er að drepa plánetuna og okkur sjálf. Við vitum líka að þessi sykurhúðaða neysla okkar er takmörkum háð. En ósvífin höldum við áfram; meira og meira, hraðar og hraðar – í afneitun reynum við að forðast þá hnattrænu rassskellingu sem yfir vofir.
Lengi vel vonaði ég að hnattrænt neyðarástand loftslagsbreytinga, í bland við óumflýjanlegan raunveruleika þess að hátindi olíuaðgangs hefur verið náð, myndi vekja okkur upp af þessu sjálfselska auðlindahamstri. Og kannski mun það gerast áður en verður um seinan. En í millitíðinni hefur kapítalisma Vesturlanda hlotnast enn ein ástæðan til að fagna. Um leið og ísinn drýpur og brestur af hvítum massa Grænlands, uppgötvast fjársjóðskista jarðefna, málma, járngrýtis og olíu, auk ríkulegs magns af vatnsafli sem aðstoðar okkur við að hita, brjóta og breyta jarðefnunum í hlutina sem okkur „vantar“.
Read More
júl 15 2010
Ál, Báxít, Kúgun, Miriam Rose @is, Orissa, Vedanta
Af öllum héruðum Indlands er Orissa ríkast af steintegundum. Landsvæðið er grænt og gróskumikið og er landslagið líkast bútasaumi smárra akra og skógi vaxinna fjalla þar sem fossar steypast niður rauða klettana. Eins og margir þeirra staða í heiminum þar sem enn ríkir náttúruleg frjósemi búa frumbyggjar víða í fjallshlíðunum. Þeir eru kallaðir Adivasis, sem í orðsins fyllstu merkingu þýðir „hinir upprunalegu íbúar“, og samfélag þeirra er taldið vera meðal elstu þjóðmenninga þessa heims. Fjórðungur íbúa Orissa eru frumbyggjar, sem gerir héraðið að því „fátækasta“ á Indlandi samkvæmt Alþjóðabankanum. Það stafar þó ekki af raunverulegri örbirgð, heldur því að Alþjóðabankinn mælir velferð einungis í peningaviðskiptum. Mælingin lítur því fram hjá þeirri staðreynd að í Orissa hefur aldrei ríkt hungursneyð og að flest Adivasi fólkið notar aldrei peninga, heldur býr það í sátt við fjöllin, árnar og skógana sem færa því allt sem það þarfnast. Í þakklæti fyrir forsjón náttúrunnar tilbiður margt Adivasi fólk fjöllin og sver að vernda ríkuleg vistkerfi sín. Sum fjallanna í Orissa eru meðal síðustu fjalla Indlands sem enn eru vaxin fornum skógum, þökk sé staðfestu frumbyggja gegn nýlendutilburðum Breta til að höggva skógana.
Read More
júl 09 2010
Actions, Kúgun, Repression, RVK9
Eftirfarandi texti og myndir bárust okkur frá Spáni:
Að hádegi fimmtudagsins 8. júlí hittust tuttugu manns við íslensku ræðismannaskrifstofuna í Barcelona, til að sýna reiði sína í garð íslenska ríkisins vegna réttarhaldanna sem nú fara fram yfir nímenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi 8. desember 2008. Ef raunverulegt lýðræði væri til staðar hefðu raddir þeirra sem fóru inn í þinghúsið verið boðnar velkomnar og þeim gefið vægi. En þar sem raunverulegt lýðræði getur aldrei orðið að veruleika undir ríkisfyrirkomulaginu voru raddir þeirra kæfðar og þaggaðar niður.
Það er alveg á hreinu að þessar aðgerðir íslenska ríkisins eru undan pólitískum og hugmyndafræðilegum rótum runnar: Að velja tiltekna einstaklinga út úr hópi þúsunda manna sem mótmæltu – og meira að segja velja tiltekna einstaklinga úr þeim hópi sem fór inn í þinghúsið. Það er einnig á hreinu að með þessum aðgerðum freistir ríkið þess að setja fordæmi, að bæla niður það mögulega framtíðar andóf sem gæti raskað ró hins óbreytta ástands. Kúgunaraðferðir íslenska ríkisins teygja sig meira að segja til ræðismannaskrifstofunnar, sem kallaði á aðstoð ofbeldisfyllstu lögregludeildar Barcelona – „Mossos“ eins og hún er kölluð. Read More
júl 02 2010
Hlutdrægni fjölmiðla, Hrunið, Kúgun, Lögregla @is, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Rannsóknarskýrsla Alþingis, RVK-9, Spilling
Ólafur Páll Sigurðsson
Umhverfishreyfingin Saving Iceland lýsir yfir fullri samstöðu með sakborningunum níu í Reykjavík (RVK9), sem eiga á hættu allt frá eins árs til sextán ára fangelsisvist fyrir að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla skammarlegu þjóðþingi, 8. desember 2008.
Þessir níumenningar hafa verið valdir úr þeim þúsundum manna sem felldu fyrri ríkisstjórn með mótmælum sínum, ríkisstjórn sem vegna spillingar og getuleysis bar ábyrgð á þeirri sögulegu kreppu sem enn þjakar íslenskt samfélag. Skýrsla hinnar sérstöku rannsóknarnefndar (SIC – viðeigandi skammstöfun) hefur nú staðfest að þessi ríkisstjórn lék lykilhlutverk í þeirri valdníðslu sem hafði í för með sér algjört hrun hins íslenska hagkerfis og var lykilafl í þeirri alvarlegu spillingu, lýðræðisbresti og siðferðiskreppu sem síðan hefur komið í ljós að voru duldar orsakir hins algjöra lánleysis íslensks lýðræðis.
Að stimpla pólitíska andstæðinga sem glæpamenn, jafnvel þá sem beita ofbeldislausri, borgaralegri óhlýðni, er gömul aðferð til að afvegaleiða, notuð af kúgunarríkjum um allan heim. Þessi pólitíska kúgunaraðgerð er í æpandi mótsögn við hræsnisfullar yfirlýsingar um að ‘axla ábyrgð’ og ‘læra af reynslunni’ sem flokkarnir sem bera ábyrgð á kreppunni hafa gefið. Svo sagan endurtaki sig ekki, ættu Íslendingar að taka mjög alvarlega þá kerfisbundnu misbeitingu valds sem hefur orðið uppvíst að er rótföst í valdakerfinu og ekki láta beina sök þeirra að níumenningunum og öðrum mótmælahreyfingum.
Read More