jan 31 2011
2 Comments
Ofsóknir í nafni þjóðarinnar
Sigmundur Einarsson
Mér ofbýður hvernig níu einstaklingar sæta nú ofsóknum af hálfu okkar sem lítum á okkur sem íslenska þjóð. Ríkissaksóknari krefst fangelsisvistar fyrir málamyndasakir tengdar búsáhaldabyltingunni. Þetta er fólk sem hefur það eitt til saka unnið að hafa verið óánægt með stöðu mála í þjóðfélaginu þegar efnahagskerfið hrundi og hafði kjark til að tjá skoðanir sínar opinberlega. Hvernig í ósköpunum getur það gerst að ríkissaksóknari fari þannig offari gegn venjulegu fólki í nafni íslensku þjóðarinnar? Æðsti handhafi ákæruvalds í landinu hefur sýnilega misskilið hlutverk sitt. Read More