Archive for mars, 2011

mar 24 2011

Félagsleg undirboð Alcoa


Alcoa's Dirty DealingBergur Sigurðsson

Fyrir nokkrum árum fóru námufyrirtækin í auknu mæli að beina sjónum sínum að auðlindum á Grænlandi. Nú, þegar liðið er á annað ár frá því Grænlendingar fengu sjálfræði yfir auðlindum sínum, æsast leikar og hreint út sagt skuggalegar hugmyndir um félagsleg undirboð eða „social dumping“ skjóta upp kollinum. Alcoa er meðal þeirra fyrirtækja sem horfa til Grænlands í leit að ódýrri orku. Ódýr orka ein og sér virðist hins vegar ekki duga til þess að standa undir fjárfestingunni og nú verður vart við þrýsting um að grænlensk stjórnvöld setji löggjöf til að rýra starfskjör á uppbyggingartímanum þannig að hægt verði að láta t.d. kínverska iðnaðar- og verkamenn vinna á kínverskum kjörum. Til upprifjunar er rétt að minna á að hér á landi fóru menn sínu fram í þessum efnum án lagastoðarinnar sem sóst er eftir í Grænlandi, sbr. meðferð Impregilo á erlendum verkamönnum við Kárahnjúka, og mátti Landsvirkjun vita að það yrði tilfellið þegar tilboðinu var tekið. Read More

mar 05 2011

Alcoa – Hvar verða nýju stíflurnar reistar?


Eftir Jaap Krater

Fyrir ekki svo löngu birti Skipulagsstofnun álit sitt á heildstæðu umhverfismati vegna fyrirhugaðs álvers Alcoa á Bakka og samhliða jarðvarmavirkjana við Kröflu og Þeistareyki. Þar koma fram mjög alvarlegar athugasemdir.

Að mati stofnunarinnar verða neikvæð umhverfisáhrif verkefnisins gífurleg og ómögulegt að draga úr þeim. Sautján þúsund hektarar óspillts lands munu verða fyrir skaða og losun gróðurhúsalofttegunda af völdum verkefnisins mun nema 14% af heildarlosun Íslands. Mikil óvissa ríkir um heildaráhrif þeirra jarðvarmavirkjana sem áætlað er að reisa, sérstaklega hvað varðar það hversu mikla orku er hægt að framleiða þar með sjálfbærum hætti. Loks kemur fram að ætlaðar orkuframkvæmdir dugi ekki til að knýja álverið því 140 MW vanti upp á.

Álit Skipulagsstofnunar staðfestir þrjá meginpunkta þeirrar gagnrýni sem við í Saving Iceland höfum haldið á lofti síðustu árin. Read More

mar 04 2011

Ungir heimamenn vilja ekki Þjórsárvirkjanir!


Yfirlýsing samþykkt einróma af opnum fundi 2. mars 2011:

Í ljósi þess að umhverfisráðuneytið hefur nú staðfest skipulag Flóahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps þar sem gert er ráð fyrir byggingu Urriðafoss- og Hvamms- og Holtavirkjunar, vilja náttúruverndarsamtökin Sól á Suðurlandi skora á stjórnvöld að gefa út yfirlýsingu um að ekki verði virkjað í neðri Þjórsá í óþökk almennings.

Sól á Suðurlandi vill að endanlega verði slegin af áform um virkjanir í neðri Þjórsá til að binda enda á þann klofning og óvissu sem hefur ríkt í sveitarfélögum okkar um árabil vegna þeirra. Nauðsynlegt er að skorið verið úr um það með afgerandi hætti að ekki verði ráðist í þessar framkvæmdir. Með því yrði sköpuð sátt í samfélögum okkar og grónum bújörðum og villtri náttúru hlíft. Read More

mar 01 2011

Sól á Suðurlandi boðar til samstöðufundar gegn virkjunum í neðri Þjórsá


Þann 2. mars mun Sól á Suðurlandi boða til samstöðufundar gegn virkjunum í neðri Þjórsá. Lagðar verða fram kröfur um að virkjanaáform í neðri Þjórsá verði slegin af og sátt sköpuð í samfélögum sem hafa um árabil verið klofin vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.

Auk talsmanna Sólar á Suðurlandi munu uppistandsstúlkurnar Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir stíga á stokk og hljómsveitin Mukkaló flytur tónlist. Read More

Náttúruvaktin