apr 20 2011

Þöggun íslenskra fjölmiðla og hlutdeild Rio Tinto í stríðsátökum og mannréttindabrotum

Fyrir fáeinum árum gaf mannréttindahreyfingin War on Want – Fighting Global Poverty út mjög svo fróðlega skýrslu um hlutdeild breskra námufyrirtækja í stríðsátökum og mannréttindabrotum víðsvegar um heiminn. Vegur þar þungt aðkoma álfyrirtækja eins og Vedanta, BHP Billiton og ekki síst „Íslandsvinanna“ Rio Tinto.

Síðastliðinn febrúarmánuð fann Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi, sig knúinn til að setja ofan í við Benedikt Erlingsson eftir ummæli hans um blóði drifinn feril Rio Tinto í Morgunútvarpi Rásar 2.

Ólafur Teitur sýnir þar kostulega nálgun við staðreyndir málsins og ekki síður áhugaverða túlkun á leikreglum umræðunnar um siðgæði stórfyrirtækja.olafur-teitur-gudnason En málflutningur framkvæmdastjórans er óneitanlega dæmigerður fyrir orðræðu íslenskra álfíkla þegar hið raunverulega eðli áliðnaðarins og ábyrgð Íslendinga ber á góma.

Eitt helsta einkenni þeirrar umræðu hér á landi er að hún er aldrei leidd til lykta. Varla er furða á lágkúru  „umræðunnar“ og siðgæðisdeyfðar landans þegar íslenskir fjölmiðlar gleypa sífellt gagnrýnislaust við útúrsnúningum atvinnuáróðursmeistara álfyrirtækjanna. Er þar skemmst að minnast greiningar Hrunskýrslu Alþingis á því hversu háðir fjölmiðlar á Íslandi hafa vanrækt lýðræðislegt aðhaldshlutverk sitt.

Þar virðist ekki vera neinna bóta að vænta, ef marka má það ár sem liðið hefur síðan útkomu skýrslunnar. Þöggunin er enn megin starfsreglan. Af því má marka að sannleikurinn sé sá að umrædd „vanræksla“ háðra fjölmiðla sé frekar vísvitandi hefting á frjálsu flæði upplýsinga og þar með samantekin ráð um viðhald verulegs lýðræðishalla.

Ummæli framkvæmdastjóra samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi má lesa í frétt DV.is: „Rio Tinto braut bara á mannréttindum: Aldrei dæmt fyrir morð.

Saving Iceland hvetur fólk til þess að kynna sér staðreyndirnar: „Fanning the Flames: The role of British mining companies in conflict and the violation of human rights

Sjá einnig:

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði

picture-18

Náttúruvaktin