maí 13 2011

Þýskur þingmaður hvetur íslensk stjórnvöld til að segja sannleikann um Mark Kennedy

Í yfirlýsingu sem send var út í gær biðlar Andrej Hunko, þingmaður þýska flokksins Die Linke, til íslenskra stjórnvalda, þá sérstaklega Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, um að draga sannleikann um veru og störf breska lögreglunjósnarans Mark Kennedy hér á landi og yfirmanna hans fram í dagsljósið.

Yfirlýsinguna skrifaði Hunko í kjölfar myndbirtingar og yfirlýsingar Saving Iceland frá því 3. maí sl. en umrædd mynd, sem send var á alla íslenska fjölmiðla og þingmenn, sýnir íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy sumarið 2005.

Meðal þess sem Hunko bendir á er að téð mynd gefi til kynna að íslenskum yfirvöldum hafi verið kunnugt um veru Kennedy hér á landi. Hann bendir einnig á að ef íslensk stjórnvöld hafi ekki vitað af Kennedy hafi breska lögreglan brotið alþjóðleg lög og við því verði íslensk stjórnvöld að bregðast.

Lesa má alla tilkynningu Hunko hér á vefsíðu hans:
http://www.andrej-hunko.de/presse/530-international-infiltration-of-protest-movements-to-be-investigated

Hún hefur einnig verið birt á vefsíðu Saving Iceland:
https://www.savingiceland.org/2011/05/german-mp-appeals-to-icelandic-authorities-to-come-clean-about-spying-on-saving-iceland/

Sjá einnig fyrri yfirlýsingu Hunkos:

https://www.savingiceland.org/2011/01/stop-the-criminalisation-of-left-wing-movements-in-iceland-freedom-for-the-%E2%80%98reykjavik-9%E2%80%99/

Náttúruvaktin