Archive for ágúst, 2011

ágú 26 2011

Rammaáætlun með alvarlegum annmörkum


Hjörleifur Guttormsson

Árið 1989 samþykkti Alþingi eftirfarandi um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða:„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa á vegum Náttúruverndarráðs í samráði við yfirvöld orkumála áætlun um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða, fossa og hvera. Drög að slíkri áætlun verði lögð fyrir Alþingi til kynningar fyrir árslok 1990 og áætlunin fullbúin til staðfestingar síðar.“

 

Í greinargerð með tillögunni sagði m.a.: „Með slíkri vinnuaðferð væri tryggt að ekki sé verið að verja fjármagni til rannsókna í þágu orkuvinnslu á svæðum sem vilji er til að varðveita sem lengst í náttúrulegu horfi og jafnframt væru síður líkur á hagsmunaárekstrum og hatrömmum deilum sem dæmi eru um hérlendis. Í þessu sambandi má vísa til reynslu Norðmanna þar sem norska Stórþingið hefur friðlýst fjölmörg vatnsföll, sumpart um takmarkaðan tíma.“ Read More

ágú 17 2011

Hjálmar Sveinsson og Paul Watson


Sigurbjörn Hjaltason
Kiðafell í Kjós

Faxaflóahafnir fara offari í skipulagsmálum í Hvalfirði. Fyrir síðustu kosningar náðist víðtæk sátt um nýtt aðalskipulag í Hvalfjarðarsveit og þar á meðal á Grundartanga. Eftir kosningar varð hinn rómaði og djúpi umhverfissinni og Reykvíkingur, Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna. Hans er minnst sem frjós útvarpsmanns sem ánægja var að hlusta á, ekki síst fyrir afstöðu hans sjálfs til umhverfis- og skipulagsmála.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Undir stjórnarformennsku hans hjá Faxaflóahöfnum, eftir kosningar, óskuðu Faxaflóahafnir eftir því að iðnaðarsvæðið á Grundartanga yrði stækkað um 70.000 fermetra svo koma mætti þar fyrir mengandi iðnaði. Sveitarfélagið, með stjórnarmann í Faxaflóahöfnum sem oddvita hreppsnefndar í fararbroddi, náði að koma breytingunni, sem nú er til úrskurðar hjá innanríkisráðuneytinu, í gegn með vafasömum hætti. Um 50 aðilar gerðu athugasemdir við óskaðar breytingar Faxaflóahafna án þess að nokkurt tillit væri til þeirra tekið. Og ekki nóg með það: deiliskipulag var auglýst við aðalskipulagsbreytinguna áður en frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna rann út.

Manni finnst allt þetta vera svo algjörlega úr takti við það sem maður hélt að Hjálmar Sveinsson stæði fyrir; náttúran, skipulagsmálin, lýðræðið,áhrif fólksins og allt þetta smjatt og málskrúð, ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og þátt eftir þátt.

 Umhverfisvaktin við Hvalfjörð er þverpólitískt félag sem stofnað var vegna vaxandi áhyggja aðstandenda þess af umhverfismálum í firðinum. Vefsíða félagsins er Umhverfisvaktin.is

Náttúruvaktin