Archive for október, 2011

okt 26 2011
1 Comment

Heimskra manna ráð


Sigmundur Einarsson jarðfræðingur

Í gær var kynnt ný hagspá hagdeildar Alþýðusambands Íslands undir fyrirsögninni Doði framundan nema til komi alvöru fjárfestingar. Þar er lýðnum gert ljóst að ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar muni ekki batna nema reist verði álbræðsla í Helguvík og að til komi stóriðja á Norðurlandi. Ella skulum við eta það sem úti frýs.

Í Fréttablaðinu í morgun bætir Kristján G. Gunnarsson verkalýðsforingi á Suðurnesjum um betur og heimtar að nátttröllin vakni. Þeim orðum virðist hann beina til fjármálaráðherra. Kristján vitnar í eina af mannvitsbrekkum alþingis, nafna sinn Möller, sem ku hafa sagt á íbúafundi suður með sjó nýlega að allt væri tilbúið til framkvæmda í Helguvík og það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum. Ljóst væri að þar þyrfti aðkomu Landsvirkjunar.

Það er einfalt að gera sig breiðan fyrir framan kjósendur með slíkum fullyrðingum. Vandinn er sá að bæði hagdeild ASÍ og þeir nafnar eru hér að gapa um mál sem þeir hafa sýnilega ekki kynnt sér. Read More

Náttúruvaktin