nóv 21 2011
1 Comment

Eftirlit með neysluvatni íbúa á vegum stóriðju

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð telur að draga megi í efa hreinleika neysluvatns sem fengið er af yfirborði Akrafjalls og hvetur bæjaryfirvöld á Akranesi til að vera á verði gagnvart mengun þess. Eftirlitsmenn á vegum stóriðjuveranna sjálfra sjá um mælingar á gæðum vatnsins.

Jóhanna Þorgrímsdóttir formaður Umhverfisvaktarinnar segir að í drögum að nýrri vöktunaráætlun sem nú er í meðferð Umhverfisstofnunar, leggi forsvarsmenn iðjuveranna á Grundartanga til að dregið verði úr mælingum ferskvatns þannig að í Berjadalsá fari mælingar fram einu sinni að sumri, um miðjan ágúst en þær hafa verið gerðar tvisvar á ári og alltaf yfir sumartímann. Hún segir fáránlegt ef það verði látið viðgangast þegar um er að ræða neysluvatn íbúanna, að stóriðjan sjálf sjái um að mæla einu sinni á ári, og á þeim tíma þegar hættan af mengun sé minnst. Þarna sé í húfi neysluvatn þúsunda íbúa og vatn sem sé notað við framleiðslu matvæla. Það hljóti að vera sjálfsagt að mengunarmælingar fari fram allan ársins hring.

Útblástur nemur þúsund tonna

Umhverfisvaktin telur útblástur mengandi efna frá iðjuverunum á Grundartanga nema þúsundum tonna árlega. Við ákveðnar aðstæður svo sem í suðaustan átt, við útsleppi úr reykhreinsivirkjum, þegar mengunarslys eiga sér stað og þegar snjóa leysir sé sérstök ástæða er til að hafa varann á.

Í ályktun frá  Umhverfisvaktinni er skorað á Umhverfisráðherrra að hefja nú þegar undirbúning þess að flytja ábyrgð á umhverfisvöktun vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga frá forsvarsmönnum iðjuveranna, í hendur til þess bærrar opinberrar stofnunar.

Umhverfisvaktin er náttúruverndarsamtök Hvalfjarðar og nágrennis en Ragnheiður Þorgrímsdóttir segir að augu samtaka beinist að sjálfsögðu að stóriðjunni á svæðinu enda séu það brýnasta verkefnið. Fyrsti aðalfundur samtakanna var haldinn 15.nóvember en þar var samþykkt að skora á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að falla frá frekari stækkun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga og bent á þá ,,óhugnanlegu staðreynd að innan þynningarsvæðis fyrir flúors og brennistein sé starfrækt fóðurframleiðsla fyrir landbúnaðarframleiðslu og öll aukning á mengandi efnum í kælilofti fóðurstöðvarinnar stefni rekstri hennar í enn frekara óefni.“

Sjá einnig:

Frumvinnsla áls – Lýsing á hinni mengandi og orkufreku framleiðslu ábarra

Hjálmar Sveinsson og Paul Watson

Believes Aluminium Plant is Poisoning Sheep

More Fluoride in Animals Around Aluminium Factories than Elsewhere – Environmental Agency Refuses to Investigate

Elkem’s Icelandic Alloys Year Round „Human Errors“


One Response to “Eftirlit með neysluvatni íbúa á vegum stóriðju”

  1. Gunnar skrifar:

    Stóriðjuofstækið ræðst á vefsíðu Umhverfisvaktarinnar:
    http://www.ruv.is/frett/hakkadi-heimasidu-umhverfisvaktar

Náttúruvaktin