Lykiltölur
Starfsfólk: 57,000 um allan heim
Velta árið 2010: $145 milljarðar
Eignir: $79 milljarðar
Hagnaður: $5.19 milljarðar (2007), $4.75 milljarðar (2008), $2.72 milljarðar (2009).
Höfuðstöðvar: Baar, Sviss
Lykilaðilar47,48
(Ath. að hlutur þessara aðila er stærri en hlutur stofnanafjárfesta.)
Ivan Glasenberg, framkvæmdastjóri síðan 2002. Á 15.8% hlut í Glencore og er því margfaldur milljarðamæringur. Hefur unnið hjá Glencore síðan 1983.
Willy Strothotte, stjórnarformaður, skipulagði yfirtökuna af Mark Rich. Ásamt Glasenberg er hann lykilmaður í útþenslustefnu Glencore. Situr í stjórn Century Aluminum og Xstrata. Talið er að hann sé hlynntur því að Glencore taki alveg yfir Xstrata. Gegnir einnig hlutverki forstjóra hjá Minara, sem er annar stærsti nikkelframleiðandi Ástralíu.
Steve Kalmin, framkvæmdastjóri síðan 2005. Á 1% hlut, gekk til liðs við félagið árið 1999.
Daniel Francisco Mate-Badenes, framkvæmdastjóri sink-, kopar- og blý-sviða félagsins með Mistakidis. Á 6% hlut, gekk til liðs við Glencore árið 1988. Er einnig forstjóri hjá Volcan, sem er perúanskt fyrirtæki á sviði sink- og silfurvinnslu.
Aristotelis Mistakidis framkvæmdastjóri sink-, kopar- og blý-sviða félagsins með Mate-Badenes. Á 6% hlut, gekk til liðs við félagið árið 1993. Er einnig forstjóri hjá Katanga, Recyclex og Mopani dótturfyrirtækjunum.
Tor Peterson, framkvæmdastjóri kolavinnslu. Á 5.3% hlut, gekk til liðs við félagið árið 1992.
Alex Beard, framkvæmdastjóri olíuvinnslu. Á 4.3% hlut, gekk til liðs við félagið árið 1995.
Simon Murray varð stjórnarformaður þegar fyrirtækið var sett á markað. Var áður háttsettur yfirmaður hjá ýmsum fyrirtækjum í Hong Kong, þ.á m. framkvæmdastjóri hjá risafyrirtækinu Hutchinson Whampoa.49 Murray er líka alræmdur fyrir kvenfjandsamleg og önnur umdeild ummæli.50,51 Hann á hlut í Glencore og á í viðskiptum við Nathaniel Rothschild.52 Hann stjórnar auk þess Richemont (lúxusvöruframleiðandi) og Cheung Kong, og var forstjóri Vodafone (sem er þekkt fyrir skattaundanskot) til ársins 2010.
Tony Hayward, sem öðlaðist sérstaklega illan orðstír um víða veröld sem forstjóri BP þegar Deepwater Horizon olíuslysið varð í Mexíkóflóa, er einn margra ráðgefandi framsvæmdastjóra fyrirtækisins.
Þessir, og fjölmargir aðrir aðilar eru þekktir fyrir að geta greitt fyrir aðgengi að gróðavænlegum mörkuðum.53
Lykilfjárfestar
Aabar Investments, sem nú á einn milljarð Bandaríkjadala hlut í fyrirtækinu, varð stærsti hluthafinn eftir síðasta hlutafjárútboð. Aabar Investments er fjárfestingarsjóður í ríkiseigu frá Abu Dhabi. Stjórnvöld í Singapore (Government of Singapore Investment Corp. Pte. Ltd.) eru annar stærsti hluthafinn, með $400 milljóna hlut. Aðrir hluthafar eru aðallega bankar og eignastýringarfélög. Þess má geta að kínverska námufélagið Zijin Mining Group er einnig kjölfestufjárfestir.54
Hrávörumiðlun
„Hrávara“ er skilgreind sem hver sú vara sem hægt er að kaupa eða selja, hvort heldur sem er á almennum markaði eða í einkasamningum. Mikilvægustu hrávörurnar eru þær sem nota má sem hráefni í ýmiss konar iðnaði – t.d. korn og málmar. Vörumiðlarar, eins og t.d. Glencore, sjá um að færa saman framleiðanda hrávörunnar (seljandann) og kaupandann, sem gæti t.d. verið verksmiðja eða dreifingaraðili. Starfsemi vörumiðlara er sveipuð mikilli leynd en eru engu að síður mikilvægur hlekkur milli aðila í kapitalísku hagkerfi. Hagnaður þessara fyrirtækja stendur og fellur að mestu leyti með vöruverði þegar keypt er og selt (kaupa sem ódýrast, selja sem dýrast). Einnig er spákaupmennska, þar sem veðjað er á hegðun markaðarins fram í tímann, mikilvæg.
Vörumiðlarar líta á sig sem ómissandi hluta af hinu kapitalíska kerfi – sem illa nauðsyn, en nauðsyn engu að síður. Glencore er svo stór vörumiðlari að telja má víst að fyrirtækið hafi markaðsráðandi stöðu og valdi raski á mörkuðum, með því að stjórna því hvaða verð fæst fyrir vöruna. Á þennan hátt er hægt að búa til mikla peninga án þess að auka raunverulegt virði vörunnar að neinu marki.
Mikilvægi hrávörumarkaða óx mikið í kreppunni árið 2008. Milli áranna 2003 og 2008 óx hrávörumarkaðurinn um heil 1900%, þ.e., hann næstum tuttugufaldaðist – úr 13 milljörðum Bandaríkjadala upp í 318 milljarða dollara.55 Hluta skýringarinnar er að finna í tilhneigingu til að kaupa færri skulda- og hlutabréf og græða þess í stað á efnahagsvexti í Kína og á náttúruhamförum, sem valda verðaukningu á nauðsynjavörum. Vörumiðlarar á borð við Glencore græða á því að versla með vörur sem aðeins eru til í takmörkuðu magni. Þar sem miðlarinn þarf alltaf að fá sinn hlut af viðskiptunum hækkar verðið stöðugt. Smám saman öðlast vörumiðlarinn meiri völd og áhrif á mörkuðum. Þá getur hann að lokum stjórnað framboði, haldið verðinu háu og kreist þannig meiri pening út úr þeim sem á endanum neyta vörunnar. Margir helstu viðskiptasamningarnir á hrávörumörkuðum fara ekki fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er erfitt að veita fyrirtækjunum aðhald og fylgjast með að reglum sé hlýtt.
Glencore á vissulega miklar eignir. Fyrirtækið er engu að síður fyrst og síðast hrávörumiðlari sem fæst aðallega við viðskipti með málma, kol, olíu og korn. Hinar gríðarlegu eignir fyrirtækisins gera vörumiðlunarstarfið auðvitað einfaldara, einkum með tilliti til aðgengis að hrávöru til að selja og hvernig fyrirtækið ber sig að við að koma inn á markaðinn. Vinsæl aðferð felst í samningum sem gefa Glencore einkarétt á að kaupa framleiðslu ákveðins fyrirtækis sem það á stóran hluta í. Sem dæmi má taka Chemoil Energy (skráð í Singapore), sem er stærsti framleiðandi skipaeldsneytis í heimi. Glencore á 50% í fyrirtækinu og hefur gert samning við það um að fá ívilnandi aðgengi að eldsneyti og aðstöðu.
Vörumiðlun af þessu tagi er undir því komin að hafa handhægar upplýsingar svo hægt sé að veðja stórt á verðþróun. Hið gríðarlega fyrirtækjanet í kringum Glencore veitir því mikið forskot og oft lítur út fyrir að fyrirtækið noti sér innherjaupplýsingar. Má nefna sem dæmi bannið við kornútflutningi frá Rússlandi árið 2010, eftir að eldar eyðilögðu stóran hluta af kornuppskeru landsins. Belgísk stjórnvöld hafa þegar hafið nokkur málaferli gegn starfsmönnum fyrirtækisins fyrir samsæri, spillingu og tilraunir til fjárkúgunar. Starfsmennirnir höfðu reynt að afla upplýsinga um útflutningsbætur innan ESB hjá embættismanni.
Glencore er að auki svo stórt fyrirtæki að það eitt getur valdið markaðsráðandi aðstöðu. Þegar t.d. heimsmarkaðsverð á sinki tók að falla brást Glencore við með því að loka námunni í Los Quenuales í Perú. Verðstýring mun alltaf vera örugg aðferð til að græða pening. Þó má græða enn meiri peninga með því að veðja rétt á óstöðugan markað, og slíkt gengur best hafi menn aðgang að innherjaupplýsingum. Þegar svona aðferðir eru notaðar í viðskiptum með matvæli verða hinir fátæku fyrir beinum áhrifum. Þegar litið er til markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins er engin leið fyrir Glencore að færast undan því að fyrirtækið hefur haft mikil áhrif á þá hækkun matvælaverðs sem átt hefur sér stað undanfarin misseri. Þannig hefur Glencore tekist að gera jafnvel fátækustu jarðarbúana sér að féþúfu.
_______________________________________________________________
Heimildir:
1. History, vefsíða Century Aluminum
2. Century Aluminum Co. (CENX) Major Holders, Yahoo! UK & Ireland Finance
3. Logan W. Kruger: Executive Profile & Biography, Business Week
4. MineWeb
5. Choc v. HudBay & Caal v. HudBay
6. Kyrgyz Kumtor Mine Controversy Heat Up, The Central Asia-Caucasus Analyst, 3. maí 2008
7. Tricky Digs: With Easy Nickel Fading Fast, Miners Go After the Tough Stuff – Inco Tries Again at ‘Goro’ Site Using Acid and Heat; Protests in New Caledonia – Company’s Trucks Go Missing, ECA Watch, upphaflega í The Wall Street Journal, 12. júlí 2006
8. About us, vefsíða En+
9. Rothschild keen for a merger of Glencore and Xstrata, UK Reuters, 9. júlí 2010
10. Glencore-Xstrata union would shake up a mining industry in hibernation, The Globe and Mail, 29. júlí 2010
11. Xstrata, Wikipedia, the free encyclopaedia
12. Xstrata Dreaming: The Struggle of Aboriginal Australians against a Swiss Mining Giant, CorpWatch, 16. febrúar 2009
13. About Wybong Action Group, vefsíða WAG: Wybong Action Group
14. Glencore: Profiteering from hunger and chaos, 9. maí 2011
15. Glencore’s share of global commodity markets, The Telegraph, 15. apríl 2011
16. Worldwide Operations, vefsíða Glencore International
17. Womb cancer cases in Jujuy, 31. mars 2010
18. „Es grave lo que está pasando en la Puna“, Observatorio Latinoamericano de Conflictos Ambientales, 5. apríl 2007
19. FALLECE EL COMPAÑERO ORLANDO “CONEJO” VARGAS, Jujuy Contaminada, 30. mars 2010
20. Board of Directors, Minara Resources
21. Xstrata’s Mt Isa Mines tops list of polluters, Brisbane Times, 31. mars 2009
22. Sinchi Wayra workers request nationalization, Business News Americas, 21. ágúst 2009
23. Glencore lays off hundreds in Bolivia: state news, Retuers, 26. desember 2008
24. Involvement of Credit Suisse in the global mining and oil and gas sectors, Jan Willem van Gelder, júní 2006
25. El lado obscuro de la minería en Colombia, Sviss Info, 6. desember 2010
26. DEFENDAMOS A LA JAGUA DE IBIRICO DELA CONTAMINACION DE LAS MINAS DE CARBON, Centro de Medios Independientes de Colombia, 5. apríl 2006
27. UPDATE 3-Workers strike at Glencore coal mine in Colombia, Reuters Africa, 17. júní 2010
28. Special report: The biggest company you never heard of, UK Reuters, 25. febrúar 2011
29. Glencore float is hit by new allegations, The Daily Mail, 2. maí 2011
30. Glencore accused of rights abuses in Congo, Swiss Info, 12. mars 2011
31. Brot Für Alle
32. Dan Gertler, SourceWatch
33. Glencore’s Kazakh partner may invest $3.2bn gains in gold IPO, The Telegraph, 10. maí 2011
34. Latin American Update, Mines and Communities, 22. september 2007
36. Mining in the Philippines – Mining or Food, R. Goodland & C. Wicks, Business and Human Rights Resource Centre, Feb 2009
37. RUSAL
38. MineSite
39. GLENCORE’S DISCLOSURES LEAVE RUSSIAN BUSINESS IN THE DARK, ESPECIALLY GLENCORE’S LOSSES, Business Insider, 11. maí 2011
40. Russneft, vefsíða Glencore International
41. Mwana Africa’s Bindura in off-take deal with Glencore, Reuters Africa, 7. febrúar 2011
42. Zambia’s miners paying the price, Mines and Communities, 12. október 2005
43. Greed Inc: A special investigation into pollution, dubious tax practices and exploitation of African workers at Glencore, Mail Online, 4. maí 2011
44. Sherwin Alumina, Homefacts
45. Hazardous Substances Research Centre, 2007
46. M.a. Moreno, vefsíða Glencore International
47. Dow Jones Commodities News, 4. maí 2011
48. The six Glencore billionaires…and one multi-millionaire, The Telegraph, 6. maí 2011
49. Profile: Simon Murry, The Telegraph
50. Glencore chairman Simon Murray criticised for sexism, The Telegraph, 25. apríl 2011
51. Glencore’s Simon Murray: ‘England today looks economically absolutely shambolic’, The Telegraph, 24. apríl 2011
52. The very real elephant in the Glencore room, The Telegraph, 30. apríl 2011
53. Murray heads Glencore’s all-star board, Financial Times, 14. apríl 2011
54. Financial Times og ýmsar aðrar heimildir, maí 2011
55. Glencore: One corporation’s power over life and death, LEAP – the Left Economics Advisory Panel, 4. maí 2011
Ketill Sigurjónsson –
Höfuðpaurinn á hrávörumörkuðunum (Úttekt á Glencore)
http://askja.blog.is/blog/askja/entry/1162091/
Sjá einnig nýlega:
Century vill koma áhættunni yfir á Landsvirkjun
http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/audlind/1336741/