Archive for 2011
maí 06 2011
ALCOA, Kárahnjúkar, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurdsson, Saving Iceland, Spilling
Saving Iceland
Saving Iceland sendir ríkislögreglustjóra og innanríkisráðherra bréf: Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy
Eins og kom fram í yfirlýsingu sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland sendi frá sér sl. þriðjudag, um afskipti íslenskra lögregluyfirvalda af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy, óskaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eftir því í ársbyrjun að ríkislögreglustjóri gerði rannsókn á því hvort íslenska lögreglan hafi vitað af störfum Kennedy hér á landi og eins hvort hún hafi átt í samstarfi við hann.
Nú hafa þrír mánuðir liðið en ekkert heyrst frá Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þessi langa þögn yfirvalda um þetta alvarlega mál stangast algjörlega á við viðbrögð yfirvalda í Þýskalandi og Írlandi sem lýstu því yfir opinberlega, stuttu eftir að fréttirnar af Kennedy komust á síður alþjóðlegra fjölmiðla í byrjun janúar þessa árs, að þau hafi verið meðvituð um veru og störf hans innan lögsagna þeirra. Read More
maí 03 2011
2 Comments
ALCOA, Kárahnjúkar, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Saving Iceland, Spilling
Í kjölfar þess að fréttir um ólöglegar og leynilegar aðgerðir bresku lögreglunnar í íslenskri lögsögu birtust á síðum alþjóðlegra fjölmiðla í ársbyrjun 2011, spurðist Ríkisútvarpið fyrir um hvort íslenskum lögregluyfirvöldum hafi verið kunnugt um að breski lögreglunjósnarinn Mark Kennedy hafi laumast inn í Saving Iceland hreyfinguna. Samkvæmt RÚV neitaði lögreglan á Seyðisfirði og Eskifirði því að hafa haft nokkur „afskipti“ af Kennedy á meðan á mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun stóð.
Saving Iceland hefur nú birt sönnunargögn sem sýna skírt að lögreglan á báðum þessum stöðum hefur ekki sagt satt um samskipti sín við Kennedy. Ljósmyndin sem fylgir þessari yfirlýsingu sýnir tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy í mótmælaaðgerð Saving Iceland við Kárahnjúkavirkjun þann 26. júlí 2005. Myndin sýnir að íslenska lögreglan hafði svo sannarlega „afskipti“ af breska njósnaranum. Read More
apr 26 2011
ALCOA@isl, Hergagnaiðnaður
Forsvarsmenn Alcoa á Íslandi hafa stöðugt neitað þeim ásökunum Saving Iceland og annarra andstæðinga fyrirtækisins um vopnaframleiðslu þess og tengsl við hergagna- og stríðsiðnaðinn. Í kjölfar ummæla söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur sama efnis, sem hún lét falla í tengslum við Náttúrutónleika hennar og Sigur Rósar í Laugadalnum sumarið 2008, skrifaði Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, grein í Morgunblaðið þar sem hún sagði gagnrýninina á misskilningi byggða því ál sé einfaldlega „notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Erna fullyrti að Alcoa væri eingöngu álframleiðandi og hefði ekkert um framtíðarlíf áls að gera eftir að það færi úr verksmiðjum fyrirtækisins. En 30 % alls áls sem framleitt er í heiminum fer í hergagnaframleiðslu.
Read More
apr 25 2011
Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hrunið, Landsvirkjun, Mengun, Náttúruvernd, Spilling, Stóriðja
Í síðustu viku hélt Landsvirkjun kynningarfund um virkajanáform sín næstu 15 árin. Fundurinn fór fram í samstarfi við Háskóla Íslands sem sá ekki ástæðu til að bjóða andmælanda að svara fullyrðingum Landsvirkjunar. Ósáttur háskólanemi ákvað að taka málin í eigin hendur og flytja óumbeðinn erindi sem birtist á Róstur.org
Í dag hefur kennslustofa verið yfirtekin. Hún hefur verið yfirtekin af einu stærsta fyrirtæki landsins sem hingað er komið í leit að nýrri kynslóð sölupjakka. Landsvirkjun er að kynna nýja hugmyndafræði sem er afar sérkennileg. Umhverfisvænar virkjanir sem framleiða græna orku. LV ætlar að setja upp 14 grasgrænar og náttúruelskandi virkjanir á næstu 15 árum og hefst nú hernaðurinn gegn landinu fyrir alvöru. Það mætti í raun kalla þetta hernaðinn gegn landsmönnum og -konum því hluti af hernaðinum er að sannfæra fólkið um skaðleysi þeirra á náttúruna. Það er ekki nóg að sannfæra fólkið í landinu því góður sölumaður verður að hafa trú á vörunni sem hann selur og verður að vera löggiltur söluaðili. Landsvirkjun er hingað komin í leit að sölupjökkum nýrra hugmynda en sömu skemmdarverka. Read More
apr 24 2011
Róstur.org
Á nýafstöðnum ársfundi Landsvirkjunar tilkynntu forsvarsmenn fyrirtækisins fyriráætlanir um að byggja fjórtán virkjanir víðs vegar um landið á næstu fimmtán árum. Um er að ræða bæði vatnsafls- og jarðhitavirkjanir og vill fyrirtækið beisla orku í neðri Þjórsá, Tungnaá, Hólmsá og Blöndu, við Þeistareyki, Kröflu og Bjarnarflag, og í Hágöngum. Þessar áætlanir koma eflaust fáum á óvart en fyrr í sömu viku og ársfundurinn fór fram sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi að ný Kárahnjúkavirkjun væri á teikniborðinu. Read More
apr 20 2011
Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Lýðræðishalli, Ólafur Páll Sigurdsson, Rannsóknarskýrsla Alþingis, Rannveig Rist, Rio Tinto, Rio Tinto Alcan, Spilling, Stóriðja, Vedanta
Fyrir fáeinum árum gaf mannréttindahreyfingin
War on Want – Fighting Global Poverty út mjög svo fróðlega skýrslu um hlutdeild breskra námufyrirtækja í stríðsátökum og mannréttindabrotum víðsvegar um heiminn. Vegur þar þungt aðkoma álfyrirtækja eins og Vedanta, BHP Billiton og ekki síst „Íslandsvinanna“ Rio Tinto.
Síðastliðinn febrúarmánuð fann Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi, sig knúinn til að setja ofan í við Benedikt Erlingsson eftir ummæli hans um blóði drifinn feril Rio Tinto í Morgunútvarpi Rásar 2. Read More
apr 19 2011
India, Kúgun, Rio Tinto, Rio Tinto Alcan, Samarendra Das
Róstur.org
Nýlega vöktu ummæli leikarans Benedikts Erlingssonar mikla athygli, þar sem hann sagði í viðtali við morgunútvarp Rásar 2: „[Rio Tinto Alcan] er einn mesti umhverfisspillirinn, og ég held að þeir hafi verið dæmdir fyrir morð á heilu þorpi einhvers staðar í Indónesíu“. Ekki minni athygli vöktu þó orð upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan hér á landi, en hann sagði í samtali við DV að fyrirtækið hefði aldrei verið dæmt fyrir morð, aðeins mannréttindabrot. „Ég geri ekkert lítið úr því að fyrirtækið hafi gengist við því að hafa staðið að brotum á þessu svæði á árunum 1985 til 1995. Það er auðvitað alvarlegt mál og við þykjumst ekki vera fullkomin í þeim efnum,“ sagði Ólafur Teitur Guðnason í samtali við DV. Hér á eftir verður fjallað nánar um þessar ásakanir á hendur fyrirtækinu. Read More
apr 11 2011
Grænþvottur, Hagfræði, Hrunið, Kapítalismi, Kúgun, Lýðræðishalli, Spilling, Stóriðja
Guðbergur Bergsson
El Pais
Það er ekkert annað en tákn okkar tíma og eðli hungraðra, og stundum staðnaðra og leiðinlegra, fjölmiðla okkar að vilja veita ítarlegar upplýsingar um atburði sem skipta engu máli fyrir mannkynið, að þefa uppi tíðindi frá fjarlægustu afkimum jarðarinnar, eins og Íslandi, og missa svo áhugann á þeim um leið og eitthvað fréttnæmt gerist annars staðar. Ísland var þar til nýlega land sem var þorra manna nokkurn veginn óþekkt. En nú er sagt um landið að bylting „fólksins“ hafi fellt íslensku ríkisstjórnina og að þetta gæti orðið að fordæmi fyrir önnur stærri lönd þar sem spilling ríkir. Read More
mar 24 2011
ALCOA, Energy Prices, Greenland, Impregilo, Kárahnjúkar, Landsvirkjun, Lýðræðishalli, Workers Rights
Bergur Sigurðsson
Fyrir nokkrum árum fóru námufyrirtækin í auknu mæli að beina sjónum sínum að auðlindum á Grænlandi. Nú, þegar liðið er á annað ár frá því Grænlendingar fengu sjálfræði yfir auðlindum sínum, æsast leikar og hreint út sagt skuggalegar hugmyndir um félagsleg undirboð eða „social dumping“ skjóta upp kollinum. Alcoa er meðal þeirra fyrirtækja sem horfa til Grænlands í leit að ódýrri orku. Ódýr orka ein og sér virðist hins vegar ekki duga til þess að standa undir fjárfestingunni og nú verður vart við þrýsting um að grænlensk stjórnvöld setji löggjöf til að rýra starfskjör á uppbyggingartímanum þannig að hægt verði að láta t.d. kínverska iðnaðar- og verkamenn vinna á kínverskum kjörum. Til upprifjunar er rétt að minna á að hér á landi fóru menn sínu fram í þessum efnum án lagastoðarinnar sem sóst er eftir í Grænlandi, sbr. meðferð Impregilo á erlendum verkamönnum við Kárahnjúka, og mátti Landsvirkjun vita að það yrði tilfellið þegar tilboðinu var tekið. Read More
mar 05 2011
ALCOA, Bakki, Bjarnarflag, Jaap Krater, Jarðboranir, Jökulsá á Fjöllum, Krafla and Þeistareykir, Landsvirkjun, Mengun, Morgunblaðið, Skagafjörður, Skjálfandafljót
Eftir Jaap Krater
Fyrir ekki svo löngu birti Skipulagsstofnun álit sitt á heildstæðu umhverfismati vegna fyrirhugaðs álvers Alcoa á Bakka og samhliða jarðvarmavirkjana við Kröflu og Þeistareyki. Þar koma fram mjög alvarlegar athugasemdir.
Að mati stofnunarinnar verða neikvæð umhverfisáhrif verkefnisins gífurleg og ómögulegt að draga úr þeim. Sautján þúsund hektarar óspillts lands munu verða fyrir skaða og losun gróðurhúsalofttegunda af völdum verkefnisins mun nema 14% af heildarlosun Íslands. Mikil óvissa ríkir um heildaráhrif þeirra jarðvarmavirkjana sem áætlað er að reisa, sérstaklega hvað varðar það hversu mikla orku er hægt að framleiða þar með sjálfbærum hætti. Loks kemur fram að ætlaðar orkuframkvæmdir dugi ekki til að knýja álverið því 140 MW vanti upp á.
Álit Skipulagsstofnunar staðfestir þrjá meginpunkta þeirrar gagnrýni sem við í Saving Iceland höfum haldið á lofti síðustu árin. Read More