Author Archive
okt 26 2010
Actions, Kúgun, RVK9
Stuðningsmenn níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi vegna mótmælaaðgerðar sem átti sér stað þann 8. desember árið 2008, hafa útbúið upplýsingabækling um málið á ensku. Ríkisvaldið hefur gengið svo langt að kalla aðgerðina ógn við sjálfræði þingsins og heldur því uppi ákærum byggðum á 100. grein hegningarlaga, sem hefur í för með sér eins til sextán ára fangelsisdóm verði þau fundin sek um brot á henni, ásamt ákærum um húsbrot og ofbeldi, sem framburður þingvarða og upptökur úr öryggismyndavélum sanna að eru hrein lygi. Lesið nánar um málið og sögusvið þess í bæklingnum.
Smellið hér, eða á forsíðumynd bæklingsins, til að sækja bæklinginn sem pdf-skrá.
Dreifið sem víðast.
Heimsækið stuðningssíðu níumenninganna til að fylgjast með framvindu málsins.
okt 25 2010
Fjölmiðlar, Kúgun, RVK9
Í helgarblaði DV helgina 1.-3. október birtist ýtarleg umfjöllun við níumenningana sem eru ákærð fyrir árás á Alþingi. Er þetta eitt af þeim örfáu skiptum þar sem stærri hérlendur fjölmiðill hefur gefið níumenningunum færi á að koma skoðunum sínum varðandi málið á framfæri.
Smellið á myndina eða hér til að hala greininni niður sem pdf-skrá.
Einnig minnum við á stuðningssíðu níumenninganna, rvk9.org.
okt 13 2010
1 Comment
Ál, ALCOA, Mengun, Ólafur Páll Sigurdsson, Stóriðja
PDF skjali með þessari þýðingu má hala niður hér
Afar sterk efnatengi milli súrefnis og áls í súráli eru ástæða þess að frumframleiðsla á hreinu áli er orkufrekari en frumframleiðsla nokkurs annars málms og raunar orkufrekasti iðnaður sem til er. Framleiðsluferlið, nefnt Hall-Heroult ferlið, hefst á því að súrál er sett í rafgreiningarker sem innihalda bráðið kríólít (Na3AlF6). Rafstraumur er leiddur gegnum kerin með aðstoð kolefnisanóðu og við það rís hitastigið yfir 1200°C. Súrefnið leitar í kolefnis-anóðuna og bráðnu álinu er hellt úr kerinu.
Frumvinnslan er sá hluti framleiðsluferlis áls sem veldur mestri mengun. Bæði er þar um að ræða mengun af völdum loftborinna efna og fasts úrgangs. Í útstreymi frá kerjum í álbræðslum er að finna flúor, bæði sem lofttegundir og ryk, einnig súrál, kolefnismónoxíð (CO), rokgjörn lífræn efni og brennisteins-díoxíð (SO2). Auk þessa inniheldur útstreymið frá ofnunum sem rafskaut eru framleidd í bæði flúoríð, rokgjörn lífræn efni og SO2. Ýmis konar aðferðir eru notaðar til að draga úr þessari mengun, t.d. lokuð ferli og vothreinsun. Vatn mengast einnig við hreinsun báxíts en stór hluti vatnsins er endurnýttur.
Read More
sep 24 2010
Helguvík@isl, HS Orka, HS Orka@isl, Orkustofnun, Orkuveita Reykjavíkur, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is
Sigmundur Einarsson
Álbræðsla í Helguvík hefur verið töluvert til umræðu undanfarið vegna fyrirsjáanlegra tafa á afhendingu orkunnar. Skýringar hagsmunahópa eru allar á sama veg. Stjórnvöld bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu! HS Orka fær ekki leyfi til að stækka Reykjanesvirkjun! Seinagangur við afgreiðslu skipulagsáætlana! Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ lagður í pólitískt einelti! – O.s.frv.
Umfjöllun fjölmiðla er hefðbundin. Hvorki er vilji né geta til að fjalla um kjarna málsins og stjórnmálamenn óttast óvinsældir. Þeir eru hræddir um að verða kallaðir til ábyrgðar og þora ekki að viðurkenna að verkefnið hafi verið tálsýn frá upphafi.
Aðdragandinn
Þegar áform um dularfulla stálpípuverksmiðju í Helguvík gufuðu upp um miðjan þennan áratug var Norðuráli boðin þar aðstaða fyrir álbræðslu. Norðurál sló til og samdi um kaup á raforku. Skipulag og umhverfismat voru unnin fyrir álbræðslu, orkuver og háspennulínur. Svo kom kreppan og eyðilagði allt. Eða hvað?
Read More
ágú 12 2010
Alterra Power/Magma Energy, HS Orka@isl, Suðurorka
Varla hefur farið fram hjá mörgum að Magma Energy keypti hlut Geysis Green Energy í HS Orku á dögunum og er nú meirihlutaeigandi fyrirtækisins, með 98% eignaraðild. Þessi kaup Magma á hlut GGE koma ekki á óvart, þar sem ljóst var frá upphafi að fyrirtækið hefði hug á að gerast meirihlutaeigandi HS Orku.
Lítið og sætt – fyrir áhyggjufulla Íslendinga
Ross Beaty, framkvæmdarstjóri Magma Energy, hefur margoft verið spurður að því hvort hann sé að nýta sér bága fjárhagsstöðu Íslands til þess að ná stjórn yfir auðlindum landsins. Því hefur hann ávallt neitað. Aðspurður í Kastljósi 26. ágúst sl. neitaði hann því einnig að hafa áhuga á fleiri orkuverum. „Nei. Við einbeitum okkur að þessu nú. Þetta er fámenn þjóð og það hentar okkur ekki að verða mjög stórir“. Read More
ágú 12 2010
1 Comment
Glitnir, HS Orka@isl
Eitt af því sem maður verður mikið var við þegar farið er aðeins að kanna ofan í söguna á bak við sölu HS og síðar HS Orku er hvað starfsmenn Glitnis og sá banki er nátengdur öllu saman. Á Suðurnesjum hefur sá banki rekið fasteignafélag með Reykjanesbæ, stofnaði Geysi Green Energy þar sem Ásgeir nokkur Margeirsson var gerður að forstjóra en GGE keypti hlut ríkisins í HS. Gaman er einnig að geta þess að Vilhelm Þorsteinsson, yfirmaður fyirrtækjasviðs hjá Glitni/Íslandsbanka var einnig sonur Þorsteins Vilhelmssonar en fyrirtæki hans, Atorka átti sinn þátt í stofnun GGE. Glitni stóð einnig í fleiri fjárfestingum m.a. á eignum Keflavíkurflugvallar sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar komu einnig. REI-ævintýrið með fyrrum forstjóra Glitnis, Bjarna Ármanns, í fararbroddi, fór þó úrskeiðis en þá átti HS að enda í fanginu á sameinuðu félagi GGE og REI.
Read More
ágú 12 2010
Aðgerðir, Alterra Power/Magma Energy, Century Aluminum @is, Einkavæðing, Fjölmiðlar, Grænþvottur, Hlutdrægni fjölmiðla, Hrunið, HS Orka, IMF, Kúgun, Lýðræðishalli, Náttúruvernd, Orkuveita Reykjavíkur, Rannsóknarskýrsla Alþingis, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Stóriðja
Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!
Baráttan fram að þessu
Baráttan heldur áfram til varnar stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Síðastliðin fimm ár hafa sumarbúðir beinna aðgerða á Íslandi beinst gegn álbræðslum, risastíflum og jarðgufuvirkjunum. Eftir þá skelfilegu eyðileggingu sem fylgdi byggingu stærstu stíflu Evrópu við Kárahnjúka og mikilla jarðgufuvirkjana í Hengli, er enn tími til að rjúfa „snilldaráætlun“ valdhafa um stíflur í öllum stærstu jökulánum, gernýtingu allra helstu háhitasvæðanna og byggingu álvera, olíuhreinsistöðva, gagnavera og sílikonverksmiðja. Þessar framkvæmdir myndu ekki aðeins eyðileggja einstakt landslag og vistkerfi, heldur einnig hafa í för með sér stórfellda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Read More
júl 24 2010
Búðarhálsvirkjun, ISAL, Landsnet, Landsvirkjun
ISAL (Rio Tinto Alcan) hefur tryggt sér alla þá samninga sem fyrirtækið þarf til að geta hafið stækkun álvers síns í Straumsvík. Um miðjan júní undirrituðu Landsvirkjun og ISAL endurnýjunarsamning um sölu raforku til fyrirtækisins fram til ársins 2036 og var kveðið á um kaup 75MW viðbótarorku í þeim samningi. Þessi viðbótarorka er meginforsenda þess að ISAL geti hrint í framkvæmd áformum sínum um stækkun álversins. Stækkunin hljóðar upp á 40.000 tonna aukna framleiðslugetu á ári. Mun hún fara fram á núverandi landi fyrirtækisins sem gerir hana óháða niðurstöðum íbúakosninga Hafnafjarðar og krefst þessara 75MW í viðbót við þá orku sem ISAL þegar fær afhenta á gjafaverði. Samningurinn er þó háður þeim fyrirvara að óvissu um skattalegt landslag stóriðju hér á landi verði eytt fyrir 31. ágúst, og sýnir það skýrt og skorinort hvernig forsvarsmenn álfyrirtækjanna og orkugeirans leika sér með stjórnartauma yfirvaldsins, sem hingað til hefur ekki þorað öðru en að lúta eftir slíkum kúgunaraðferðum fjársterkra aðilla og ætti því ekki að vera von á öðru í þessu tilfelli.
Viku eftir undirritun samningsins við ISAL sendi Landsvirkjun frá sér útboð þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu Búðarhálsvirkjunar. Útboðinu lýkur í lok ágúst og skal framkvæmdum lokið um haustið 2013. Read More
júl 18 2010
7 Comments
Grænþvottur, Lýðræðishalli, Spilling
Undirskriftarsöfnun hefur verið gangsett sem ætlað er að slá vörnum um orkuauðlindir landsins. Hana má finna á vefslóðinni http://orkuaudlindir.is/
Eftirfarandi er tilkynningin frá umsjónarhópi söfnunarinnar:
Innan fárra daga er áætlað að endanlegur samningur um kaup Magma Energy Sweden AB á HS Orku verði samþykktur. MES fær þar með einkarétt á nýtingu dýrmætra og mikilvægra auðlinda okkar til næstu 65 ára með framlengingarmöguleika til annarra 65 ára! Fyrirtækið kaupir þennan aðgang að auðlindum okkar mjög ódýrt miðað við önnur lönd, í óvenju langan tíma miðað við önnur lönd og á kjörum sem virðast að öllu leyti kaupandanum í hag en seljanda í óhag. Færð hafa verið rök fyrir því að salan sé óumflýjanleg þar sem við verðum að fá erlenda fjárfesta inn í landið til þess að styrkja atvinnuuppbyggingu. Staðreyndin er hinsvegar sú að Magma Energy fær stærsta hluta kaupverðsins að láni innanlands – á kjörum sem standa öðrum fyrirtækjum af einhverjum ástæðum ekki til boða. (sjá nánar hér). Read More
júl 18 2010
Ál, Orissa, Samarendra Das
Nýlega kom út bókin Out of this Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel eftir Felix Padel og Samarendra Das. Þeir félagar hafa eytt síðustu árum í rannsóknir á áliðnaðinum á alþjóðavísu, auk þess að vinna með frumbyggjum Odisha héraðsins (áður Orissa) á Indlandi. Rithöfundurinn Arundhati Roy ritar inngang að bókinni sem er gefin út af Orient BlackSwan.
Samarendra Das er mörgum landsmönnum kunnur, því hann kom til Íslands sumarið 2008 á vegum Saving Iceland og vakti mikla athygli á fyrirlestri sem samtökin héldu í Rvk. Akademíunni ásamt Andra Snæ, þar sem hann fjallaði að mestu um báxítgröft og baráttu frumbyggja Orissa héraðsins á Indlandi gegn báxítnámum þar. Einnig hélt hann fund með Samtökum Hernaðarandstæðinga þar sem hann fjallaði um tengsl álframleiðslu og stríðs, auk þess sem opnir fundir voru haldnir með honum á ýmsum vettvöngum. Nú standa Saving Iceland fyrir annari komu hans til Íslands, þar sem hann mun halda fyrirlestra og kynna bók sína víða um land og mun meðal annars koma fram á fyrirlestrahátíð sem tímaritið Róstur mun standa fyrir þann 21. ágúst.
Read More