Author Archive
maí 19 2011
Kúgun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Náttúruvernd, Saving Iceland
Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, telur mig hafa skautað fram hjá skýrum og afdráttarlausum yfirlýsingum hans í kjölfar þess að skýrsla ríkislögreglustjóra um
starfsaðferðir lögreglu, samstarf við erlendar löggæslustofnanir og meðferð trúnaðarupplýsinga var birt fyrir s.l. þriðjudag.
Gott og vel. Skoðum betur yfirlýsingar innanríkisráðherra. Hann benti hlustendum Spegilsins s.l. þriðjudag á óprúttna aðila „…á borð við þennan Mark Kennedy, útsendarar, hugsanlega einkafyrirtækja, stórfyrirtækja, sem að hafa það eitt að markmiði að skemma góðan málstað með því að ýta fólki fram að bjargbrúninni, hvetja til lögbrota og starfsemi sem svertir þennan góða málstað.”
Nákvæmlega, Ögmundur! En þessi Mark Kennedy var ekki hér á vegum einkaaðila heldur bresku lögreglunnar sem – samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra – átti í náinni samvinnu við íslensk lögregluyfirvöld. Er ekki hugsanlegt að markmið lögregluyfirvalda – breskra og íslenskra – hafi einmitt verið sá að skemma góðan málstað náttúruverndar? Read More
maí 19 2011
3 Comments
Kúgun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Náttúruvernd, Saving Iceland
Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra
Árni Finnsson skrifar sérkennilega grein á Smuguna í tilefni skýrslu ríkislögreglustjóra vegna fyrirspurnar minnar um breska flugumanninn Mark Kennedy.
Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram að íslenska lögreglan fékk upplýsingar erlendis frá um mótmælin við Kárahnjúka en lögreglan hafi ekki upplýsingar um hvernig þessar upplýsingar voru fengnar.
Um leið og skýrsla ríkislögreglustjóra var sett á vefinn sendi ég frá mér yfirlýsingu sem birt var á vef innaríkisráðuneytisins og komu efnisatriði hennar að einhverju leyti fram í fjölmiðlum. Þóttu mér skilaboðin þar vera svo skýr að enginn þyrfti að velkjast í vafa um afstöðu mína. Read More
maí 18 2011
ALCOA, Hlutdrægni fjölmiðla, Kárahnjúkar, Kúgun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurdsson, Saving Iceland, Spilling
Fréttatilkynning frá Saving Iceland
Vegna yfirlýsingar sem lögreglan á Seyðisfirði sendi frá sér í gær, þar sem því er alfarið neitað að mynd sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland birti af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy sé af honum, vill Saving Iceland ítreka að umrædd ljósmynd sýnir svo sannarlega tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy á Kárahnjúkum þann 26. júlí 2005.
Ekki þarf annað en að bera myndina saman við aðrar myndir sem teknar voru af Kennedy við Kárahnjúka til að sjá að um sama manninn er að ræða. Ein þeirra var meðal annars birt í breska dagblaðinu The Daily Mail og sýnir hún Kennedy, klæddan í sömu föt og á umræddri mynd Saving Iceland, þar sem hann stendur á vinnuvél sem hann hafði stöðvað ásamt fleiri aktívistum við Kárahnjúka. Read More
maí 18 2011
2 Comments
Kúgun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Náttúruvernd, Saving Iceland
Árni Finnson
Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, er lítill sómi sýndur með skýrslu ríkislögreglustjóra um starfsaðferðir lögreglu, samstarf við erlendar löggæslustofnanir og meðferð trúnaðarupplýsinga.
Nei, engin gögn fundust „… við yfirferð hjá embætti ríkislögreglustjóra …” sem „… gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður [Mark Kennedy] bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005,“ segir í skýrslunni.
Innanríkisráðherra getur sjálfum sér um kennt. Víða erlendis tíðkast óháðar rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að þeir sem kunna að hafa framið embættisafglöp dæmi í eigin sök. Innanríkisráðherra er ekki mjög erlendis. Read More
maí 13 2011
Andrej Hunko @is, Kúgun, Lýðræðishalli, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Saving Iceland
Í yfirlýsingu sem send var út í gær biðlar Andrej Hunko, þingmaður þýska flokksins Die Linke, til íslenskra stjórnvalda, þá sérstaklega Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, um að draga sannleikann um veru og störf breska lögreglunjósnarans Mark Kennedy hér á landi og yfirmanna hans fram í dagsljósið.
Yfirlýsinguna skrifaði Hunko í kjölfar myndbirtingar og yfirlýsingar Saving Iceland frá því 3. maí sl. en umrædd mynd, sem send var á alla íslenska fjölmiðla og þingmenn, sýnir íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy sumarið 2005.
Meðal þess sem Hunko bendir á er að téð mynd gefi til kynna að íslenskum yfirvöldum hafi verið kunnugt um veru Kennedy hér á landi. Hann bendir einnig á að ef íslensk stjórnvöld hafi ekki vitað af Kennedy hafi breska lögreglan brotið alþjóðleg lög og við því verði íslensk stjórnvöld að bregðast. Read More
maí 06 2011
ALCOA, Kárahnjúkar, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Mark Kennedy @is, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurdsson, Saving Iceland, Spilling
Saving Iceland
Saving Iceland sendir ríkislögreglustjóra og innanríkisráðherra bréf: Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy
Eins og kom fram í yfirlýsingu sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland sendi frá sér sl. þriðjudag, um afskipti íslenskra lögregluyfirvalda af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy, óskaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eftir því í ársbyrjun að ríkislögreglustjóri gerði rannsókn á því hvort íslenska lögreglan hafi vitað af störfum Kennedy hér á landi og eins hvort hún hafi átt í samstarfi við hann.
Nú hafa þrír mánuðir liðið en ekkert heyrst frá Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þessi langa þögn yfirvalda um þetta alvarlega mál stangast algjörlega á við viðbrögð yfirvalda í Þýskalandi og Írlandi sem lýstu því yfir opinberlega, stuttu eftir að fréttirnar af Kennedy komust á síður alþjóðlegra fjölmiðla í byrjun janúar þessa árs, að þau hafi verið meðvituð um veru og störf hans innan lögsagna þeirra. Read More
apr 25 2011
Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hrunið, Landsvirkjun, Mengun, Náttúruvernd, Spilling, Stóriðja
Í síðustu viku hélt Landsvirkjun kynningarfund um virkajanáform sín næstu 15 árin. Fundurinn fór fram í samstarfi við Háskóla Íslands sem sá ekki ástæðu til að bjóða andmælanda að svara fullyrðingum Landsvirkjunar. Ósáttur háskólanemi ákvað að taka málin í eigin hendur og flytja óumbeðinn erindi sem birtist á Róstur.org
Í dag hefur kennslustofa verið yfirtekin. Hún hefur verið yfirtekin af einu stærsta fyrirtæki landsins sem hingað er komið í leit að nýrri kynslóð sölupjakka. Landsvirkjun er að kynna nýja hugmyndafræði sem er afar sérkennileg. Umhverfisvænar virkjanir sem framleiða græna orku. LV ætlar að setja upp 14 grasgrænar og náttúruelskandi virkjanir á næstu 15 árum og hefst nú hernaðurinn gegn landinu fyrir alvöru. Það mætti í raun kalla þetta hernaðinn gegn landsmönnum og -konum því hluti af hernaðinum er að sannfæra fólkið um skaðleysi þeirra á náttúruna. Það er ekki nóg að sannfæra fólkið í landinu því góður sölumaður verður að hafa trú á vörunni sem hann selur og verður að vera löggiltur söluaðili. Landsvirkjun er hingað komin í leit að sölupjökkum nýrra hugmynda en sömu skemmdarverka. Read More
apr 24 2011
Róstur.org
Á nýafstöðnum ársfundi Landsvirkjunar tilkynntu forsvarsmenn fyrirtækisins fyriráætlanir um að byggja fjórtán virkjanir víðs vegar um landið á næstu fimmtán árum. Um er að ræða bæði vatnsafls- og jarðhitavirkjanir og vill fyrirtækið beisla orku í neðri Þjórsá, Tungnaá, Hólmsá og Blöndu, við Þeistareyki, Kröflu og Bjarnarflag, og í Hágöngum. Þessar áætlanir koma eflaust fáum á óvart en fyrr í sömu viku og ársfundurinn fór fram sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi að ný Kárahnjúkavirkjun væri á teikniborðinu. Read More
apr 20 2011
Hlutdrægni fjölmiðla, Kúgun, Lýðræðishalli, Ólafur Páll Sigurdsson, Rannsóknarskýrsla Alþingis, Rannveig Rist, Rio Tinto, Rio Tinto Alcan, Spilling, Stóriðja, Vedanta
Fyrir fáeinum árum gaf mannréttindahreyfingin
War on Want – Fighting Global Poverty út mjög svo fróðlega skýrslu um hlutdeild breskra námufyrirtækja í stríðsátökum og mannréttindabrotum víðsvegar um heiminn. Vegur þar þungt aðkoma álfyrirtækja eins og Vedanta, BHP Billiton og ekki síst „Íslandsvinanna“ Rio Tinto.
Síðastliðinn febrúarmánuð fann Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi, sig knúinn til að setja ofan í við Benedikt Erlingsson eftir ummæli hans um blóði drifinn feril Rio Tinto í Morgunútvarpi Rásar 2. Read More
apr 19 2011
India, Kúgun, Rio Tinto, Rio Tinto Alcan, Samarendra Das
Róstur.org
Nýlega vöktu ummæli leikarans Benedikts Erlingssonar mikla athygli, þar sem hann sagði í viðtali við morgunútvarp Rásar 2: „[Rio Tinto Alcan] er einn mesti umhverfisspillirinn, og ég held að þeir hafi verið dæmdir fyrir morð á heilu þorpi einhvers staðar í Indónesíu“. Ekki minni athygli vöktu þó orð upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan hér á landi, en hann sagði í samtali við DV að fyrirtækið hefði aldrei verið dæmt fyrir morð, aðeins mannréttindabrot. „Ég geri ekkert lítið úr því að fyrirtækið hafi gengist við því að hafa staðið að brotum á þessu svæði á árunum 1985 til 1995. Það er auðvitað alvarlegt mál og við þykjumst ekki vera fullkomin í þeim efnum,“ sagði Ólafur Teitur Guðnason í samtali við DV. Hér á eftir verður fjallað nánar um þessar ásakanir á hendur fyrirtækinu. Read More