Author Archive

ágú 11 2008

Þrýst á að óvinnufærir starfsmenn snúi aftur til vinnu


MBL.is – Verkalýðsfélag Akraness segir að stóriðjufyrirtækin Norðurál og Elkem Ísland á Grundartanga virðast leggja nokkuð hart að þeim starfsmönnum sínum sem lent hafi í vinnuslysum að mæta sem allra fyrst til vinnu aftur, þó svo að starfsmennirnir séu með læknisvottorð sem kveði á um óvinnufærni með öllu.
Fram kemur á vef félagsins að starfsmönnum fyrirtækjanna sé oft boðið að taka að sér léttari störf á verksmiðjusvæðunum og svo virðist sem tilgangur fyrirtækjanna sé að komast hjá því að skrá vinnuslys sem fjarveruslys. Read More

júl 25 2008

Þingkona VG dáist að Saving Iceland


AlfheidurVisir.is – „Ég bara dáist að þessu unga fólki sem sýnir afstöðu sína með þessum hætti og vill með því vekja aðra til umhugsunar, um það sem er að gerast í umhverfismálum ekki bara hér á íslandi heldur heiminum öllum,“ segir Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri-Grænna. Hún er ánægð með framgöngu samtakanna Saving Iceland, sem undanfarin sumur hafa mótmælt virkjanaframkvæmdum og stóriðjustefnu á Íslandi. Read More

júl 17 2008

Um 42% landsmanna andvígir álveri í Helguvík


Visir.is – Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sýna að 41,6% svarenda eru andvígir álveri í Helguvík, 36% eru hlynntir en 22,4% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Könnunin er gerð fyrir þingflokk Vinstri – Grænna. Read More

júl 12 2008

Leiðbeiningar að aðgerðabúðum Saving Iceland Hellisheiði


Fjórðu aðgerðabúrnir gegn stóriðjuvæðingu Íslands eru nú byrjaðar á Hellisheiði. Við bjóðum alla þá sem vilja stöðva eyðileggingu áliðnaðarins á náttúrulegu og félagslegu umhverfi okkar, velkomna til að leggja baráttuni lið með beinum aðgerðum.

Auðvelt er að komast að búðunum á venjulegum borgarbílum og hjólum. Vinnustofur og fyrirlestrar um beinar aðgerðir munu eiga sér stað í búðunum og boðið er upp á jurtafæði á
staðnum.
Read More

mar 11 2008

SAVING ICELAND LOKAR AÐGANGI AÐ MÁLMA RÁÐSTEFNU Í BRUSSEL


green_wash_iiLJÓSI VARPAÐ Á GRÆNÞVOTT ÁLIÐNAÐARINS

Í gærmorgun, mánudaginn 11. febrúar, kl. 08:30 truflaði Saving Iceland opnun tveggja daga ráðstefnunar Metals: Energy, Emissions and the Environment í Brussel.
Um tuttugu manns lokuðu tímabundið aðgangi að Radison Sas Royal Hótelinu þar sem ráðstefnan fór fram, með keðjulásum og ál-sorpi. Aðgerðinni var beint að ALCOA, Rio Tinto-ALCAN og Hydro, sem á þessari ráðstefnu kynna ál sem ‘grænan’ og sjálfbæran málm. Read More

Náttúruvaktin