júl 19 2008
4 Comments
Saving Iceland stöðvar vinnu á lóð Norðuráls í Helguvík
*NÝJAR FRÉTTIR* Öll vinna stöðvaðist í dag og aðeins einn var handtekinn. Honum var sleppt kl. 19:30.
HELGUVÍK – Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka .
Rétt eins og Century, vilja fleiri álfyrirtæki t.d. Alcoa og Rio Tinto-Alcan reisa ný álver hér á landi. Verði framkvæmdirnar að veruleika þarf að virkja hverja jökulá og jarðhitasvæði landsins.
Starfsemi fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík krefst frekari eyðileggingar á einstökum jarðhitasvæðum á Hellisheiði og Reykjanesi (1). Framkvæmdir hófust í Júní án þess að heilstætt umhverfismat hafi farið fram, og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi hvorki orðið sér út um alla þá orku sem álverið þarfnast né þau leyfi sem gera starfsemi þess mögulega, t.d. leyfi fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (2).