Author Archive
jún 24 2008
ALCOA, Arms Industry, Hergagnaiðnaður
„
Erna Indriðadóttir gefur það í skyn að Alcoa framleiði aðeins ál og hafi ekkert um framtíð þess og notkun að segja. Það eru lygar og útúrsnúningar.“
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 24. júní 2008
Svar Ernu Indriðadóttur, upplýsingastjóra Alcoa Fjarðaáls, í Morgunblaðinu við skrifum Bjarkar Guðmundsdóttur er aumkunarvert og efni í frekari greinaskrif. Það sem stendur vissulega upp úr er útúrsnúningur hennar varðandi meinta hergagnaframleiðslu og mannréttindabrot Alcoa en Erna telur að Björk eigi þar við þá staðreynd ,,að ál er notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Hún heldur svo hvítþvottinum áfram með tali um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og sjálfbærnisverkefni.
Til að nota orðalag Ernu kveður þarna við gamlan tón því þessum útúrsnúningi hefur Alcoa Fjarðaál alltaf beitt þegar fyrirtækið er sakað um bein tengsl við stríðsrekstur og hergagnaframleiðslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins reyna að láta líta svo út fyrir að Alcoa framleiði bara ál og selji það, en hafi hins vegar ekkert um framhaldslíf þess að segja. Það er löngu kominn tími til að blása á þessa vitleysu.
Read More
jún 06 2008
Actions, Century Aluminum, Corruption
Norðurál/Century Aluminium hafði vonast til að geta haldið upp á fyrstu skóflustungu nýs álvers í Helguvík án nokkurra vandamála í gær, en umhverfissinnar og íslenskir fjölmiðlar voru á öðru máli.
Hópur fólks mætti að athöfninni til að mótmæla byggingu álversins, vegna þess hversu eyðileggjandi áhrif það mun hafa á náttúru Íslands og samfélag og efnagslíf á suðvestur horni landsins. Hópurinn þverneitaði að halda sig innan ákveðins “mótmælareits” sem lögreglan hafði útbúið handa hópnum, en reiturinn var langt frá því að vera sýnilegur frá athöfninni sjálfri og þar af leiðandi ekki möguleiki að hróp og köll hópsins hefðu nokkur áhrif á athöfnina.
Í staðinn fór hópurinn mun nær athöfninni áður en hann var stöðvaður og einum umhverfissinna, sem hélt á grænum og svörtum fána, var haldið af tveimur óeinkennisklæddum lögregumönnum. Nokkrir úr hópnum héldu á líkkistu merktri Reykjanesi og aðrir á legsteini sem á var letrað “Nýsköpun – lést 6. júní 2008?.
Read More
apr 20 2008
3 Comments
ALCOA, Kúgun, Laws, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurdsson, Saving Iceland, Stóriðja
Mánudaginn 21. apríl 2008 kemur stofnandi Saving Iceland, Ólafur Pall Sigurðsson fyrir héraðsdóm Austurlands ákærður fyrir eignaspjöll. Ákæran er til komin vegna atburða í mótmælabúðunum við Snæfell í júlílok 2006.
Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu.
Read More
mar 14 2008
Guðmundur Páll Ólafsson, Guðmundur Páll Ólafsson @is, Náttúruvernd, Spilling
Í morgun reisti Saving Iceland stíflu við inngang skrifstofu Landsvirkjunar, sem kölluð var Háaleitisvirkjun. Starfsmenn Landsvirkjunar þurftu því annað hvort að stíga yfir stífluna eða fara inn um aðrar dyr til að komast inn fyrir. Með aðgerðinni var mótmælt fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og fullum stuðningi og samstöðu lýst yfir með þeim sem berjast fyrir verndun hennar.
Í dag er alþjóðlegur aðgerðadagur fyrir ár og fljót haldinn í 11. skipti um allan heim en í fyrsta skipti á Íslandi. Með deginum er athygli beint á mikilvægi áa og því að þær renni óbreyttar án þess að mannfólkið fikti við þær. Stíflur, lón og virkjanir hafa alvarleg áhrif á náttúru, lífríki og samfélög fólks sem við árnar búa og framkvæmdirnar verða ekki aftur teknar. Búast má við uppákomum, mótmælum og beinum aðgerðum um allan heim í tilefni dagsins. (1)
Read More
feb 21 2008
Corruption, Ecology, Landsvirkjun
Ávarp Guðmundar Páls Ólafssonar rithöfundar á baráttufundi gegn virkjunum í Neðri-Þjórsá 17. febrúar 2008. Fundurinn var haldinn á vegum Sólar á Suðurlandi.
Þegar vorið vaknar við strendur Íslands flykkjast fuglar í varplönd og fiskar synda í torfum til varplanda í sjó þar sem þeir hrygna. Þannig hafa fuglar og fiskar vitjað hér vors frá ómunatíð. Vitneskjan er gömul; allir vita þetta – og samt …
Og samt eru aðeins örfá ár síðan rann upp fyrir mönnum að þorskurinn hrygnir framan við ósa jökulánna um allt land og er háður þeim. Sú jökulspræna er varla til sem ekki lokkar þorskinn til hrygningar og það veit hver þorskur þótt ekki sé talinn „skepna skýr“ að hann á samleið með jökulánum. Hann veit að við jökulár henta aðstæður hrygningu og klaki. Þannig eru jökulfljót einskonar skapanornir þorsksins. Þær búa honum aðstæður og örlög og munar þar einna mest um systur þrjár: Ölfusá, Þjórsá og Skeiðará.
Read More
feb 20 2008
ALCOA, Landsvirkjun
Ávarp Birgis Sigurðssonar rithöfundar á baráttufundi gegn virkjunum í Neðri-Þjórsá 17. febrúar 2008. Fundurinn var haldinn á vegum Sólar á Suðurlandi.
Góðir áheyrendur.
Þegar menn eiga í erfiðri og langvinnri baráttu við ofurefli er stundum hollt að rifja upp það sem hefur áunnist. Það stælir kjark, vekur von og eykur þrek. Á þessu þrennu þarf náttúruverndarfólk mjög að halda. Saga náttúruverndarbaráttu á Íslandi sýnir hinsvegar að það er unnt að sigra ofureflið.
Í nóvember árið 1998, var haldinn baráttufundur í Háskólabíói undir kjörorðinu „Með hálendinu – gegn náttúruspjöllum“. Til fundarins boðaði svonefndur Hálendishópur. Í honum voru einstaklingar úr fjölmörgum útivistar- og náttúruverndarsamtökum. Þetta fólk hafði verið kallað saman í skyndi til þess að snúast gegn yfirvofandi náttúruspjöllum á miðhálendinu. Það lá mikið við: Landsvirkjun áformaði að drekkja votlendisparadísinni Eyjabökkum norðan Vatnajökuls með miðlunarlóni. Sömu örlög voru búin stórum hluta Þjórsárvera.
Read More
des 16 2007
Ál, ALCOA, Century Aluminum, Corruption, Fjölmiðlar, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hlutdrægni fjölmiðla, Impregilo @is, Kapítalismi, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Media bias, Mengun, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Stóriðja
Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.
Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
Read More
júl 24 2007
Báxít, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Jaap Krater, Kúgun, Landsvirkjun, Mengun, Rio Tinto
LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU
Fréttatilkynning
HAFNARFJÖRÐUR – Saving Iceland hefur lokað aðgangi að álveri Rio Tinto-ALCAN í Straumsvík. Um það bil 20 mótmælendur hafa læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu. Saving Iceland mótmælir fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-ALCAN á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.
,,Mótmæli gegn Alcan hafa skilað sínu. Hafnfirðingar höfnuðu að sjálfsögðu fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík og nýlega varð fyrirtækið að hætta þáttöku sinni í báxítgreftri í Kashipur, Norðaustur Indlandi, vegna mótmæla gegn mannréttindabrotum þeirra og umhverfiseyðingu. Alcan hefur verið ásakað fyrir menningarútrýmingu í Kashipur , þar sem námur og stíflur hafa þegar neytt 150.000 manns til þess að yfirgefa heimkynni sín, mest megnis innfædda . Norsk Hydro hætti þáttöku sinni í verkefninu eftir að lögreglan pyntaði og kveikti í mótmælendum, og þá kom Alcan inn í málið.” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.
Read More
júl 22 2007
ALCOA, Century Aluminum, Reykjavik Energy
Þegar þetta er skrifað er Orkuveita Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, að vinna að stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirhugað er að selja orku frá virkjuninni til Century og ALCAN-Rio Tinto til að knýja stækkanir á þeim álverum sem þegar eru til staðar í Hvalfirði og Hafnarfirði og fyrir nýjum álverum við Keflavík og Þorlákshöfn. 30% framleidds áls nýtist við vopnaframleiðslu.
Stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði var hafnað með íbúakosningu og aðrar fyrirhugaðar álbræðslur á suðvesturhorninu er ekki búið að ákveða fyrir fast. Sitjandi ríkisstjórn segist vera andstæð frekari álbræðslum en enn er unnið að stækkun á Hellisheiði fyrir 23 milljarða króna. Íslensku þjóðinni verður þröngvað til að borga brúsann. Þegar stækkuninni er lokið verður ísland neytt til að reisa fleiri álbræðslur því raforkuna verður að selja til að fá höfuðstólinn tilbaka. Í millitíðinni borga gróðurhúsbændur tvöfalt meira en Century fyrir rafmagn.
Fyrirtækin sem hagnast á þessu eru kunn að mannréttindabrotum og umhverfisglæpum.
Read More
júl 20 2007
Orkuveita Reykjavíkur, Saving Iceland
Fréttatilkynning
Í framhaldi af fyrri tilkynningu í dag
Í dag fóru 25 mótmælendur frá Saving Iceland inn í höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (O.R.) og hengdu upp borða sem á var letrað ‘VOPNAVEITA REYKJAVÍKUR?’. Borðinn var ekki hengdur upp úti á húsinu vegna veðurs. Mótmælendur stöldruðu við í húsinu frá kl. 15.15 til kl. 16.00.
Talsmaður O.R., Páll Erland, staðhæfir að starfsmenn O.R. hafi veitt mótmælendum jarðarber og boðið Saving Iceland að hengja upp borðann inni í húsinu. Páll Erland kann að vera umhugað um að ræða um jarðaber við gesti O.R., en það er hins vegar ekki rétt að O. R. hafi boðið mótmælendum að hengja upp borða sem bendir á þá staðreynd að fyrirtækið selur orku til aðila sem eru viðriðnir vopnaframleiðslu og alvarleg brot á mannréttindum (eins og sjá má í fyrri fréttatilkynningu okkar.)
Saving Iceland hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur og beðið um heimild til þess að hengja upp umræddan borða utan á höfuðstöðvar O.R.. Auk þess að við æskjum þess að fulltrúar O.R. taki þátt í opnum umræðum við okkur um siðgæði þess að selja orku til fyrirtækja sem stunda glæpsamlega iðju, eins og bæði Century og Alcan-Rio Tinto gera.
Frekari upplýsingar:
https://www.savingiceland.org
Fleiri myndir…