Bakgrunnur
jan 28 2010
Alterra Power/Magma Energy, HS Orka, Landsnet, norðurál, Orkuveita Reykjavíkur, Rio Tinto, Sigmundur Einarsson @is, Suðvesturlína, Vatnsból
Sigmundur Einarsson
Vinnubrögð í anda útrásarinnar
Í ávarpi til íslensku þjóðarinnar á gamlársdag fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra m.a. um hina ómetanlegu auðlind, íslenska vatnið, og mikilvægi þess að allir hafi aðgang að hreinu vatni. Hún sagði að sem þjóð þyrftum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins. Í framhaldi af þessum orðum forsætisráðherra er fróðlegt að skoða stöðu og horfur í verndun vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu.
Staðreyndin er sú að fyrir dyrum stendur að stofna vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins í hættu með framkvæmdum sem byggja á afar veikum forsendum. Hér er átt við byggingu Suðvesturlína sem munu liggja að hluta yfir viðkvæmustu hluta vatnsverndarsvæðanna. Til að gera sér grein fyrir alvarleika þessa máls er nauðsynlegt að skoða jarðfræði svæðisins, eðli vatnsverdarsvæða og þeirra laga og reglugerða sem gilda um slík svæði.
nóv 27 2009
HS Orka@isl, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is, Suðurnes
Sigmundur Einarsson
Í október birtist grein eftir mig undir fyrirsögninni Hinar miklu orkulindir Íslands.
Megininntak greinarinnar er ábending til íslensku þjóðarinnar og ráðamanna þess efnis að orkulindir Íslands séu ekki eins miklar og af er látið. Jafnframt er ítrekað það sem ýmsir höfðu áður bent á að tvö 360 þús. tonna álver myndu soga til sín alla jarðhitaorku á Suðvesturlandi og Norðausturlandi og reyndar gott betur. Viðbrögð hafa verið á ýmsa lund. Athyglisvert er að viðkomandi stjórnvöld, þ.e. iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun hafa engin viðbrögð sýnt en þagað þunnu hljóði.
Þann 30. október sl. rituðu tveir starfsmenn HS-Orku, þeir Guðmundur Ómar Friðleifsson yfirjarðfræðingur og Ómar Sigurðsson forðafræðingur, eins konar varnarræður í Morgunblaðið og Fréttablaðið. Yfirjarðfræðingurinn er stóryrtur og fer með himinskautum en forðafræðingurinn er öllu jarðbundnari og heldur sig við efnið í megindráttum. Það sem einkum hefur raskað ró þeirra eru annars vegar efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar og hins vegar sú skoðun mín að fyrirliggjandi mat á orkugetu jarðhitasvæðisins í Krýsuvík og nágrenni sé allt of hátt. Ekki ætla ég að elta ólar við stóryrðin. Efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar eru hvorki frumlegar né mín uppfinning heldur fengnar beint úr umsögn Orkustofnunar um matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar stækknunar (VSÓ Ráðgjöf 2009) en þar segir: „Að öllu samanlögðu er þetta vinnslusvæði fjarri því að standa undir fyrirhugaðri tvöföldun Reykjanesvirkjunar í 200 MWe til lengri tíma“. Starfsmenn HS-Orku eru sýnilega allt annað en ánægðir með álit Orkustofnunar en þar er ekki við mig að sakast. Af einhverjum ástæðum virðist þetta vera viðkvæmt mál. Ég ætla ekki að ræða Reykjanesvirkjun frekar en gera nánari grein fyrir mati mínu á orkugetu Krýsuvíkursvæðisins. Read More
nóv 27 2009
Ál, Economics, Energy Prices, Hagfræði, Hrunið, Kárahnjúkar, Landsvirkjun, Náttúruvernd, Stóriðja
Indriði H. Þorláksson – hagfræðingur
Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma.
Staðhæfingar settar fram án raka öðlast stundum vægi langt umfram inntak þeirra. Tvær slíkar staðhæfingar sem haldið er á lofti í umræðu um byggingu orku- og stóriðjuvera eru sérstaklega varhugaverðar. Annars vegar að slíkar framkvæmdir séu nauðsynlegar, séu jafnvel leiðin út úr „kreppunni“ og hins vegar að framtíð íslensks efnahagslífs sé best tryggð með nýtingu orkuauðlinda fyrir stóriðju. Önnur þeirra horfir til skamms tíma en hin lengra fram á veg en báðar eru vafasamar, líklega rangar og jafnvel skaðlegar.
Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma. Til skamms tíma, segjum 3 til 5 ára, er markmiðið að koma atvinnulífinu í gang. Til lengri tíma litið er markmiðið að stuðla að vexti hagkerfisins með þeim hætti að það veiti þegnunum sem mest lífsgæði. Til þess þarf atvinnulífið að skila sem mestum virðisauka til þjóðarinnar fyrir vinnuframlag, fjármagn og auðlindir. Read More
nóv 12 2009
5 Comments
Velkomin á vefsíðu Saving Iceland! Ef þú ert hér í fyrsta skipti þá getur þú byrjað á að lesa Grípum til aðgerða!, einnig Ákall Saving Iceland og Um okkur. Í Íslandi ógnað er farið yfir öræfin sem við verðum að reyna að vernda fyrir græðgi stóriðju- og orkufyrirtækjanna sem starfa markvisst að því að eyðileggja íslenska náttúru. Þú getur líka horft á myndbönd og skoðað myndir frá starfi okkar í gegnum árin og lesið á ensku tímarit okkar Voices of the Wilderness. Og síðast, en ekki síst, fengið Svör við algengum spurningum um Saving Iceland.
okt 15 2009
HS Orka, HS Orka@isl, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is
Sigmundur Einarsson
Í grein minni „Hinar Miklu Orkulindir Íslands“ sem birtist í Smugunni (ásamt heimasíðu Saving Iceland-rit.) sagði ég m.a. að stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands væri tómt plat. Þetta væru skýjaborgir, byggðar á raupi óábyrgra manna. Nú hefur hluti þessara óábyrgu manna stigið fram í dagsljósið undir merkjum Norðuráls. Þann 12. október sl. birtist á heimasíðu fyrirtækisins pistill undir yfirskriftinni „Yfirdrifin orka fyrir Helguvík“. Þar kemur fram að margir hafi viðrað þá skoðun síðustu daga að erfitt verði að afla orku fyrir álver í Helguvík og á eftir fylgir þessi makalausa setning: „Þær skoðanir virðast flestar byggjast á mjög lítilli gagnaöflun eða þekkingu“.
Þar sem ætla má að pistill Norðuráls sé hugsaður sem einhvers konar svar við grein minni tel ég rétt að svara því sem óneitanlega verður að teljast „raup af hálfu óábyrgra manna“. Það er ekki hægt að láta Norðurál komast upp með að bera á borð fyrir íslenska þjóð ósannindi sem síðan eru lapin upp gagnrýnislaust í fjölmiðlum. Í raun þyrftu iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun að grípa í taumana ef þau vilja ekki feta í fótspor Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Sofandaháttur gæti kallað yfir þjóðina orkuhrun, ofan á efnahagshrunið.
Read More
okt 14 2009
Helguvík, Helguvík @is, HS Orka@isl, Jarðboranir, Orkuveita Reykjavíkur, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is
Sigmundur Einarsson
Í tengslum við efnahagshrun og núverandi ástand í atvinnulífi þjóðarinnar er iðulega vitnað til þess að styrkur Íslands liggi í hinum miklu auðlindum þjóðarinnar, orkunni í fallvötnum og jarðhita. Ýmsir alþingismenn, sveitastjórnarmenn og svonefndir framámenn í atvinnulífinu lýsa því reglulega yfir að það eina sem bjargað geti ástandinu séu nýjar virkjanir og álver. Fullyrt er að þetta sé eina leiðin til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Almenningur sem hlustar á þennan málflutning gerir væntanlega ráð fyrir að þessir aðilar fjalli um málið af þekkingu.
Annar hópur fólks, sem samanstendur m.a. af þingmönnum og svonefndum umhverfisverndarsinnum, en síður af sveitarstjórnarmönnum og fólki úr atvinnulífinu, leggst gegn því að ráðist verði í frekari stóriðju. Rökin gegn stóriðjunni eru af ýmsum toga, m.a. þau að orkulindirnar séu takmarkaðar. Read More
okt 09 2009
ALCOA, Bakki, Guðmundur Páll Ólafsson @is, Kárahnjúkar, Krafla and Þeistareykir, Landsvirkjun, Spilling, Stóriðja
Guðmundur Páll Ólafsson, rithöfundur og náttúrufræðingur
Ein mesta raun sem nokkur þjóð getur orðið fyrir er að glata auðlindum sínum og æru. Þótt bankar hrynji eins og spilaborgir og ímyndin spillist eru auðlindir áfram máttarstólpar þjóðfélagsins, séu þær í eigu þess og umsjá. Þessu má líkja við frelsi, mannkosti og æru hvers og eins.
Ný ógnarsókn í auðlindir Íslendinga er hafin. Hún er enn þá hættulegri nú en fyrir hrun vegna þess að umheimurinn veit að dvergþjóðin er í vanda og kann illa fótum sínum forráð, eins og stjórnmál fyrir hrun og strax eftir bera vott um.
Lengi hef ég undrast undirgefni stjórnvalda gagnvart yfirþjóðlegum auðhringum og að sama skapi furðað mig á fjandskap þeirra gagnvart verndun íslenskra náttúruauðæfa, sjálfum sparisjóði og arfleifð Íslands. Vonum seinna, nú í stjórnartíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, er gerð heiðarleg tilraun til að spyrna gegn glannalegu afsali þjóðarauðæfa og eyðingu þeirra í þágu yfirþjóðlegra auðhringa.
Read More
sep 25 2009
HS Orka, HS Orka@isl, Kúgun, Mexico, Pan American, Peru, Suðurnes
Perú er eitt mikilvægasta málmefna framleiðsluland heims. Ríkur jarðvegurinn í Andesfjöllunum inniheldur mikið magn af kopar, silfri, blýi, gulli, sinki og öðrum náttúruauðlindum. Í stað þess að nýtast sem tól til að byggja upp samfélag Perú búa þá hefur námugröfturinn verið hrein martröð fyrir milljónir verkamanna og bænda vegna þeirrar nauðungarvinnu sem komið er upp á íbúa landsins. Árið 2008 var arður námufyrirtækja um 2500 milljarðar króna en lítið af því hefur borist til þeirra samfélaga sem eru staðsett við námurnar en í staðinn til þeirra erlendu fyrirtækja sem þar grafa og hluthafa þeirra. Fyrir utan að vera algjörlega ósjálfbær, þá hefur námugröftur mikla eyðileggingu og mengun í fjör með sér og hefur drepið þúsundir verkamanna og fjölskyldur þeirra vegna gróðahyggju kapítalsins eingöngu.
Read More
feb 19 2009
Alcoa @is, Hagfræði, Hergagnaiðnaður, Hrunið, Kárahnjúkavirkjun, Landsvirkjun @is, Náttúruvernd, Stóriðja
Erlend stóriðja hérlendis hefur verið afar umdeild allt frá því að samningar um álbræðslu í Staumsvík voru í undirbúningi fyrir hartnær hálfri öld. Af andstæðingum þeirra samninga var dregið í efa að þjóðhagslegur hagnaður af álbræðslunni væri sá sem látið var í veðri vaka, teflt væri á tvær hættur um orkuverð og ekki gert ráð fyrir mengunarvörnum í verksmiðjunni. Viðreisnarstjórnin svonefnda hafði þó sitt fram og Alusuisse hóf rekstur dótturfélagsins ÍSALs sem enn starfar með breyttu eignarhaldi. Um 1980 komu í ljós stórfelldir meinbugir á rekstri fyrirtækisins vegna bókhaldsfalsana og skattaundandráttar. Fékk svikamyllan heitið „hækkun í hafi“. Jafnframt blasti við að raforkuverð til álbræðslunnar stóð ekki undir framleiðslukostnaði og að óbreyttu legðist mismunurinn af vaxandi þunga á almenna raforkunotendur innanlands. Auðhringurinn sá sitt óvænna, féllst á endurskoðun samninga og tvöföldun á raforkuverði sem bjargaði hag Landsvirkjunar þá um sinn.
Bundið fyrir bæði augu
Afhjúpun svikamyllunnar í Straumsvík dugði skammt og íslensk stjórnvöld kinokuðu sér við að fara í saumana á efnahagslegum áhrifum erlendu stóriðjustefnunnar. Einn ráðherrann af öðrum gerðist talsmaður fyrir álbræðslur sem notaðar voru sem pólitísk skiptimynt og fóru stækkandi stig af stigi með tilheyrandi kröfum um stórvirkjanir og línulagnir þvers og kruss um landið. Virkjanaiðnaðurinn hérlendis varð brátt ígildi hernaðariðnaðar í stærri löndum og hjúpaður leynd þar sem orkuverðið var lýst ríkisleyndarmál og herkostnaðurinn af náttúruspjöllum í engu metinn.
Read More
okt 26 2008
ALCOA, Century Aluminum, Economics, Hagfræði, Hrunið, Jaap Krater @is, Kárahnjúkar, Morgunblaðið, Norsk Hydro, Rio Tinto, Saving Iceland, Stóriðja
Jaap Krater, Morgunblaðið
Á tímum efnahagsþrenginga er líklegt að fólk fagni hugmyndum um nýjar virkjanir og álver. En mun það raunverulega styrkja íslenskt efnahagslíf?
Þann 28. sept. sl. útskýrði Geir Haarde í sjónvarpsþættinum Mannamál að ein aðalástæðan fyrir falli krónunnar sé stóriðjuframkvæmdir; bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls.
.
Hvaða áhrif munu fleiri stóriðjuframkvæmdir hafa? Hvað mun það kosta íslenska skattborgara?
.
Útskýring Geirs kemur ekki á óvart. Áður en Kárahnjúkavirkjun var reist spáðu hagfræðingar fyrir um neikvæð áhrif á verðbólgu, erlendar skuldir og verðgildi krónunnar. Auðvitað fylgir nýjum álverum einhver fjárhagslegur ávinningur en í skýrslu Glitnis frá 2006 um áhrif uppbyggingar áliðnaðarins á Íslandi sagði að hann jafnist líklega út vegna óbeinna áhrifa framkvæmdanna á eftirspurn, verðbólgu, vexti og verðgildi krónunnar.
.
Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings sem kom út fyrir byggingu stíflunnar sagði að Kárahnjúkavirkjun myndi aldrei skapa gróða og íslenskir skattborgarar myndu líklega enda á að greiða fyrir Alcoa.
Read More