Fréttatilkynning

maí 18 2011

Myndir – Íslenska lögreglan hafði svo sannarlega afskipti af Mark Kennedy


Fréttatilkynning frá Saving Iceland

Vegna yfirlýsingar sem lögreglan á Seyðisfirði sendi frá sér í gær, þar sem því er alfarið neitað að mynd sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland birti af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy sé af honum, vill Saving Iceland ítreka að umrædd ljósmynd sýnir svo sannarlega tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy á Kárahnjúkum þann 26. júlí 2005.

Ekki þarf annað en að bera myndina saman við aðrar myndir sem teknar voru af Kennedy við Kárahnjúka til að sjá að um sama manninn er að ræða. Ein þeirra var meðal annars birt í breska dagblaðinu The Daily Mail og sýnir hún Kennedy, klæddan í sömu föt og á umræddri mynd Saving Iceland, þar sem hann stendur á vinnuvél sem hann hafði stöðvað ásamt fleiri aktívistum við Kárahnjúka. Read More

maí 06 2011

Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy


Saving Iceland

Saving Iceland sendir ríkislögreglustjóra og innanríkisráðherra bréf: Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy

Eins og kom fram í yfirlýsingu sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland sendi frá sér sl. þriðjudag, um afskipti íslenskra lögregluyfirvalda af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy, óskaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eftir því í ársbyrjun að ríkislögreglustjóri gerði rannsókn á því hvort íslenska lögreglan hafi vitað af störfum Kennedy hér á landi og eins hvort hún hafi átt í samstarfi við hann.

Nú hafa þrír mánuðir liðið en ekkert heyrst frá Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þessi langa þögn yfirvalda um þetta alvarlega mál stangast algjörlega á við viðbrögð yfirvalda í Þýskalandi og Írlandi sem lýstu því yfir opinberlega, stuttu eftir að fréttirnar af Kennedy komust á síður alþjóðlegra fjölmiðla í byrjun janúar þessa árs, að þau hafi verið meðvituð um veru og störf hans innan lögsagna þeirra. Read More

maí 03 2011
2 Comments

Ný sönnunargögn sýna að lögreglan á Íslandi laug um afskipti sín af Mark Kennedy


Í kjölfar þess að fréttir um ólöglegar og leynilegar aðgerðir bresku lögreglunnar í íslenskri lögsögu birtust á síðum alþjóðlegra fjölmiðla í ársbyrjun 2011, spurðist Ríkisútvarpið fyrir um hvort íslenskum lögregluyfirvöldum hafi verið kunnugt um að breski lögreglunjósnarinn Mark Kennedy hafi laumast inn í Saving Iceland hreyfinguna. Samkvæmt RÚV neitaði lögreglan á Seyðisfirði og Eskifirði því að hafa haft nokkur „afskipti“ af Kennedy á meðan á mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun stóð.

Saving Iceland hefur nú birt sönnunargögn sem sýna skírt að lögreglan á báðum þessum stöðum hefur ekki sagt satt um samskipti sín við Kennedy. Ljósmyndin sem fylgir þessari yfirlýsingu sýnir tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy í mótmælaaðgerð Saving Iceland við Kárahnjúkavirkjun þann 26. júlí 2005. Myndin sýnir að íslenska lögreglan hafði svo sannarlega „afskipti“ af breska njósnaranum. Read More

mar 04 2011

Ungir heimamenn vilja ekki Þjórsárvirkjanir!


Yfirlýsing samþykkt einróma af opnum fundi 2. mars 2011:

Í ljósi þess að umhverfisráðuneytið hefur nú staðfest skipulag Flóahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps þar sem gert er ráð fyrir byggingu Urriðafoss- og Hvamms- og Holtavirkjunar, vilja náttúruverndarsamtökin Sól á Suðurlandi skora á stjórnvöld að gefa út yfirlýsingu um að ekki verði virkjað í neðri Þjórsá í óþökk almennings.

Sól á Suðurlandi vill að endanlega verði slegin af áform um virkjanir í neðri Þjórsá til að binda enda á þann klofning og óvissu sem hefur ríkt í sveitarfélögum okkar um árabil vegna þeirra. Nauðsynlegt er að skorið verið úr um það með afgerandi hætti að ekki verði ráðist í þessar framkvæmdir. Með því yrði sköpuð sátt í samfélögum okkar og grónum bújörðum og villtri náttúru hlíft. Read More

mar 01 2011

Sól á Suðurlandi boðar til samstöðufundar gegn virkjunum í neðri Þjórsá


Þann 2. mars mun Sól á Suðurlandi boða til samstöðufundar gegn virkjunum í neðri Þjórsá. Lagðar verða fram kröfur um að virkjanaáform í neðri Þjórsá verði slegin af og sátt sköpuð í samfélögum sem hafa um árabil verið klofin vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.

Auk talsmanna Sólar á Suðurlandi munu uppistandsstúlkurnar Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir stíga á stokk og hljómsveitin Mukkaló flytur tónlist. Read More

feb 20 2011

Ríkislögreglustjóri neitaði ekki vitneskju um breskar lögreglunjósnir


Innanríkisráðuneytið hefur birt yfirlýsingu í framhaldi af greinargerð okkar um Mark Kennedy málið þar sem því er neitað að Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri hafi tjáð Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra að Ríkislögreglan hafi ekki haft vitneskju um njósnir Mark Kennedy um Saving Iceland hreyfinguna og að þeir hafi ekki haft neitt að gera með njósnarann eða yfirboðara hans, þ. e. bresku lögregluna. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins er Ríkislögreglan enn að vinna í málinu og skýrslunni (um mögulegt vitorð Ríkislögreglunnar í njósnum Breta) sem innanríkisráðherra pantaði. Ríkislögreglustjóri ku ekki enn vera kominn til botns í málinu. Read More

feb 11 2011
1 Comment

Staðreyndirnar að baki njósnum Mark Kennedy innan íslensku umhverfishreyfingarinnar


Í nýlegri greinaröð Guardian og fleiri fjölmiðla um lögreglunjósnarann Mark Kennedy hefur minniháttar hlutverk hans innan íslensku umhverfishreyfingarinnar verið ýkt. Þessar ýkjur hafa jafnvel gengið svo langt að segja að hann hafi verið mikilvægur hlekkur í stofnun hennar. Þetta þjónar ef til vill því markmiði að gera fréttamat úr sögu Kennedy en er í raun della. Fyrir nokkrum vikum sendi Saving Iceland útskýringar lið fyrir lið til Guardian þar sem bent var á rangfærslur í umfjöllun blaðsins. Þrátt fyrir þetta hefur blaðið enn ekki leiðrétt þær fyrir utan takmarkaðan fyrirvara í grein Ameliu Hill sem ber nafnið „Mark Kennedy var í lykilhlutverki við stofnun íslensku náttúruverndarhreyfingarinnar“ en þar kemur fram að: „Saving Iceland […] vefengir hversu mikið viðriðinn Kennedy var“.

Í fleiri greinum þar sem rætt er um þátttöku Mark Kennedy í breskum hreyfingum vitnar Guardian nokkrum sinnum í breska aktívista sem halda því fram að Kennedy hafi ekki tekið þátt í skipulagi né komið að ákvarðanatöku hreyfinganna. Hins vegar hafi hann tekið þátt sem bílstjóri og verið drífandi þegar kom að daglegum „reddingum“. Einn heimildarmaður hélt því jafnvel fram við Guardian að Kennedy hafi „ekki verið álitinn beittasti hnífurinn í skúffunni“ (að hann stígi ekki í vitið). Fullyrðingar Guardian um meint mikilvægi hans innan Saving Iceland vekja því furðu, svo vægt sé til orða tekið. Read More

ágú 14 2010

Samarendra Das á Íslandi – Fyrirlestrar og kynning á „svartbók áliðnaðarins“


Dagana 14. – 21. ágúst verður indverski rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og aktífistinn Samarendra Das hér á landi, í annað sinn á vegum umhverfishreyfingarinnar Saving Iceland. Tilefni komu hans er útkoma nýrrar bókar hans og fornleifafræðingsins Felix Padel, Out of This Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel, sem er gefinn út af Orient Black Swan útgáfunni og mætti kalla „svartbók áliðnaðarins“. Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20:00 verður Samarendra með fyrirlestur og kynningu á bókinni í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121. Fleiri fyrirlestrar munu eiga sér stað annars staðar á landinu á meðan Samarendra er hér og verða þeir auglýstir síðar.

Síðasta áratuginn hefur Samarendra verið viðriðinn baráttu Dongria Kondh frumbyggja Odisha héraðsins á Indlandi, gegn breska námufyritækinu Vedanta sem hyggst grafa eftir báxíti til álframleiðslu á landi frumbyggjanna – nánar tiltekið Nyjamgiri hæðunum. Read More

ágú 12 2010

Ákall Saving Iceland!


Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!

Baráttan fram að þessu

Baráttan heldur áfram til varnar stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Síðastliðin fimm ár hafa sumarbúðir beinna aðgerða á Íslandi beinst gegn álbræðslum, risastíflum og jarðgufuvirkjunum. Eftir þá skelfilegu eyðileggingu sem fylgdi byggingu stærstu stíflu Evrópu við Kárahnjúka og mikilla jarðgufuvirkjana í Hengli, er enn tími til að rjúfa „snilldaráætlun“ valdhafa um stíflur í öllum stærstu jökulánum, gernýtingu allra helstu háhitasvæðanna og byggingu álvera, olíuhreinsistöðva, gagnavera og sílikonverksmiðja. Þessar framkvæmdir myndu ekki aðeins eyðileggja einstakt landslag og vistkerfi, heldur einnig hafa í för með sér stórfellda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Read More

júl 02 2010

Skófla er skófla, kúgun er kúgun


Ólafur Páll Sigurðsson

Umhverfishreyfingin Saving Iceland lýsir yfir fullri samstöðu með sakborningunum níu í Reykjavík (RVK9), sem eiga á hættu allt frá eins árs til sextán ára fangelsisvist fyrir að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla skammarlegu þjóðþingi, 8. desember 2008.

Þessir níumenningar hafa verið valdir úr þeim þúsundum manna sem felldu fyrri ríkisstjórn með mótmælum sínum, ríkisstjórn sem vegna spillingar og getuleysis bar ábyrgð á þeirri sögulegu kreppu sem enn þjakar íslenskt samfélag. Skýrsla hinnar sérstöku rannsóknarnefndar (SIC – viðeigandi skammstöfun) hefur nú staðfest að þessi ríkisstjórn lék lykilhlutverk í þeirri valdníðslu sem hafði í för með sér algjört hrun hins íslenska hagkerfis og var lykilafl í þeirri alvarlegu spillingu, lýðræðisbresti og siðferðiskreppu sem síðan hefur komið í ljós að voru duldar orsakir hins algjöra lánleysis íslensks lýðræðis.

Að stimpla pólitíska andstæðinga sem glæpamenn, jafnvel þá sem beita ofbeldislausri, borgaralegri óhlýðni, er gömul aðferð til að afvegaleiða, notuð af kúgunarríkjum um allan heim. Þessi pólitíska kúgunaraðgerð er í æpandi mótsögn við hræsnisfullar yfirlýsingar um að ‘axla ábyrgð’ og ‘læra af reynslunni’ sem flokkarnir sem bera ábyrgð á kreppunni hafa gefið. Svo sagan endurtaki sig ekki, ættu Íslendingar að taka mjög alvarlega þá kerfisbundnu misbeitingu valds sem hefur orðið uppvíst að er rótföst í valdakerfinu og ekki láta beina sök þeirra að níumenningunum og öðrum mótmælahreyfingum.

Read More

Náttúruvaktin