Fréttatilkynning

ágú 08 2009
1 Comment

Lögregla gengur í skrokk á konu – Fjölmiðlar taka þátt í rógburði


Í gær, Föstudaginn 7. ágúst mótmælti umhverfishreyfingin Saving Iceland við Iðnaðarráðuneytið á sama tíma og undirritun fjárfestingarsamnings ríkisstjórnarinnar og Norðuráls vegna álvers í Helguvík átti sér stað. Þegar mótmælunum var að ljúka mætti lögreglan á svæðið, handtók 5 einstaklinga og gekk sérstaklega alvarlega í skrokk á einum þeirra. Flestir fjölmiðlar hafa sagt frá atvikinu en ekki minnst á ofbeldi lögreglunnar. Þess í stað hafa fjölmiðlar óspart birt rógburð lögreglunnar um að sparkað hafi verið í höfuð lögreglumanns og lögreglunni ógnað með járnstöngum, án þess að nokkuð myndefni bendi til þess að slíkt hafi átt sér stað. Saving Iceland hafnar þessum ásökunum algjörlega og fordæmir einhliða fréttaflutning fjölmiðla.

Samningurinn sem skrifað var undir í dag gerir ráð fyrir ríkisstyrkjum til álversins í formi skattaafsláttar sem nemur 16,2 milljónum Bandaríkjadala, þ.e. tveimur milljörðum íslenskra króna, og veitir Norðuráli undanþágur frá iðnaðarmálagjaldi, markaðsgjaldi og rafmagnsöryggisgjaldi. Auk þess munu sérreglur gilda gilda um stimpilgjöld og skipulagsgjald og öryggisákvæði gilda varðandi upptöku nýrra skatta. Þær losunarheimildir sem liggja fyrir leyfa 150.000 tonna álver í Helguvík, umhverfismat 250.000 tonn en Norðurál hyggst reisa 360.000 tonna álver og samningurinn sem undirritaður var í dag tryggir fyrirtækinu rétt til þess. Rafmagn til álversins hefur ekki verið tryggt og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra hefur sagt opinberlega að ekki sé til næg orka á Reykjanesinu til að keyra álverið áfram. Katrín Júlíusdóttir hefur að sama skapi tekið vel í hugmyndir um að Landsvirkjun selji orku úr fyrirhugðum virkjunum Þjórsár til álversins í Helguvík. Read More

ágú 05 2009

Náttúran hannar sig sjálf – Skrifstofa HRV fær andlitslyftingu


 Aðfaranótt 30.júlí var ráðist gegn höfuðstöðvum HRV vegna þátttöku fyrirtækisins í eyðileggingu á náttúru Íslands.

HRV er fyrirtæki sem ber í miklum mæli ábyrgð á eyðileggingu náttúrunnar, ekki síður en ál- og orkufyrirtækin. Á vefsíðu sinni stærir fyrirtækið sig af því að vera ,,leiðandi í verkefnastjórnun og ráðgjöf til orkufyrirtækja hvað varðar álframleiðslu.”  HRV hefur tekið þátt í byggingu á álverum Alcoa, RioTinto-Alcan og Century Aluminium hér á Íslandi, auk Kárahnjúkavirkjunnar.  Samkvæmt fyrirtækinu sjálfu hefur það ,,aukið framleiðslugetu á áli um 700.000 tonn á ári á heimsmarkaði.”

Read More

ágú 04 2009

„Kæra Ísland: Fokk Jú! Bestu Kveðjur, Ál“ – Skilaboð á Hallgrímskirkju


Kæru Íslendingar,

Í morgun hengdum við, áliðnaðurinn, risastóran borða á Hallgrímskirkju, stærstu kirkju landsins, til að taka af allan vafa um hverjar fyrirætlanir okkar hafa verið öll þessi ár. Við sáum að grænþvottur og blekkingar eru óþarfar þar sem okkur hefur augljósalega tekist að sannfæra ykkur um ágæti stóriðjunnar.

Við vildum koma íslensku þjóðinni endanlega í skilning um að okkur stendur á sama um allt annað en okkar eigin hagsmuni -og að sjálfsögðu fjárhagslegan gróða. Okkur stendur á sama um afleiðingar gjörða okkar hvort sem það varðar fólk á Íslandi eða annarstaðar í heiminum. Enda hafa fjölmargir , bæði menn og dýr, orðið fyrir áhrifum af vinnu okkar víða um heiminn:

  • Menningarleg þjóðarmorð hafa verið framin á heilu ættbálkum frumbyggja þar sem þeir hafa þurft að flýja heimili sín og gefa lífsviðurværi sitt upp á bátinn vegna verkefna okkar; báxít-námugreftri, vinnslu á súráli, álframleiðslu og flutningi milli heimsálfa. (1) (2)
  • Umhverfisskemmdir og mengun fer sífellt vaxandi á meðan við reynum að seðja okkar botnslausu græðgi.
  • Hlutur okkar í stríðsrekstri og hergagnaiðnaði hefur leyft fjölmörgum að finna áhrifin af áli á eigin skinni. (3)
  • Við tökum ekki ábyrgð á neinum af þessum hlutum. (4) Read More

sep 25 2008

Saving Iceland truflar alþjóðlega álráðstefnu í Þýskalandi


EYÐILEGGJANDI ÁHRIFUM ÁLIÐNAÐARINS MÓTMÆLT

Í dag var alþjóðlega álráðstefnan, 11th International Conference on Aluminium Aloys (ICAA), skotmark mótmæla. Aktívistar frá Saving Iceland hreyfingunni trufluðu ráðstefnuna sem fer fram í Háskóla í Aachen, Þýskalandi. Snemma í morgun, á meðan á einum fyrirlestri Rio Tinto Alcan stóð, var brunavarnakerfi hússins sett í gang og ráðstefnan trufluð þannig. Nú rétt fyrir stuttu voru háværir brunaboðar aftur settir í gang, upplýsingamiðum dreyft og fánar með slagorðum hengdir upp. Með aðgerðinni vill Saving Iceland beina athygli að aðkomu áliðnaðarins að eyðileggingu íslenskrar náttúru og umhverfis- og mannréttindabrotum hans víðs vegar í heiminum.

Ráðstefnan er vikulangur atburður sem fer fram annað hvert ár á mismunandi stöðum í heiminum. Hún er nú í fyrsta sinn haldin í Þýskalndi og fer fram samhliða Aluminium Trade Fair í Essen, í um 80 km fjarlægð. Á þessum tvöfalda viðburði koma saman allir helstu aðilar iðnaðarins, sem enn reynir að halda því fram að hann hafi eins konar “græna samvisku”. Reyndar hefur grænþvotturinn borið einhvern árangur því Alcoa hefur nú hlotið sjálfbærnisverðlaun Dow Jones [1] Umhverfissinnar vefengja þá ákvörðun sérstaklega.

Read More

sep 17 2008

Samstöðuaðgerð í Kaupmannahöfn – Engar fleiri virkjanir; engin fleiri álver!


Í dag barst okkur bréf frá Danmörku:

Í morgun voru stórir borðar hengdir utan á byggingu á Nörrebro í Kaupmannahöfn og sögðu ,,Áliðnaðurinn er að eyðileggja allar helstu ár Íslands!” Á sömu byggingu hékk í síðustu viku stór auglýsing frá Icelandair, þar sem ferðir til Íslands voru auglýstar ásamt myndum af íslenskum ám.

Með tilkomu nýrra álvera Century í Helguvík og Alcoa á Húsavík eykst enn orkuþörf áliðnaðarins og mun leiða af sér virkjun fleiri jökuláa og jarðhitasvæða. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að reistar verði stíflur í Þjórsá, Tungnaná, Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum; einungis fyrir auknar stóriðjuframkvæmdir.

Read More

ágú 22 2008
2 Comments

Dauðsföll á Hellisheiði þar sem láglaunaðir verkamenn búa við ómannúðlegar aðstæður


Fyrir tveim dögum síðan létust tveir Rúmenskir verkamenn á Hellisheiði. Mennirnir köfnuðu inni í röri þar sem þeir unnu vegna stækkunnar jarðvarmavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði (1). Saving Iceland telur að alvarleg slys á borð við þetta séu nánast óumflýjanleg ef litið er til þeirra aðstæðna sem Austur Evrópskir verkamenn búa við. Framkvæmdirnar á Hellisheiði eru af stórum hluta til unnar af Pólskum og Rúmenskum verkamönnum sem búa í vinnubúðum nálægt framkvæmdasvæðinu. Rúmenarnir tveir sem létust unnu fyrir Altak, samstarfsaðila Orkuveitunnar. Read More

ágú 01 2008

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík


,,STÖÐVUM VIRKJUN ÞJÓRSÁR FYRIR HERGAGNAFRAMLEIÐANDA!”

HAFNARFJÖRÐUR – Aðgerðasinnar frá Saving Iceland hafa nú stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni. Saving Iceland mótmælir fyrirhugaðri framleiðsluaukningu, nýjum álverum og samhliða eyðileggingu íslenskri náttúru fyrir raforkuframleiðslu. Samstarf Rio Tinto-Alcan við fjölmarga hergagnaframleiðendur er einnig fordæmt.

Rio Tinto-Alcan hyggst nú auka framleiðslu álversins í Straumsvík um 40 þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið sjálft. Einnig vinnur fyrirtækið að undirbúningi nýs álvers á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn (1). Read More

júl 25 2008

Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar


FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT

REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá r).

,,Við fordæmum áætlun Landsvirkjunnar um að reisa þrjár virkjanir í Þjórsá og eina í Tungnaá, sem m.a. á að byggja til þess að svara orkuþörf álvers Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði (1,2), þrátt fyrir að stækkun álversins hafi verið hafnað í íbúakosningum vorið 2007. Allt bendir nú líka til þess að virkjað verði í Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum, þar sem Alcoa hyggst nú reisa enn stærra álver á Bakka en áður var áætlað (3,4). Þar að auki eru framkvæmdir fyrirtækisins við Þeystareyki búnar að hafa í för með sér gífurlega eyðileggingu jarðhitasvæðisins (5). Til að bæta gráu ofan á svart eru framkvæmdirnar á Norðurlandi til þess eins að framleiða orku fyrir fyrirtæki sem sjálft viðurkennir að vera vopnaframleiðandi (6) og hefur margoft hlotið athygli fjölmiðla vegna hrikalegra mannréttindabrota sinna (7). Landsvirkjun ætti ekki að bjóða Alcoa velkomið til landsins” segir Jaap Krater frá Saving Iceland. Read More

júl 24 2008

Vinátta og samstaða á Ítalíu


Við vorum að fá bréf frá vinum okkar á Ítalíu sem ákváðu að ganga til liðs við baráttuna gegn stóriðju. Skotmark þeira var aðallega ítalska fyrirtækið Impregilo sem er ,,gamall og vel þekktur leiðtogi kapítalískrar eyðileggingar jarðarinnar.“ Fyrirtækið var virkur þáttakandi í eyðileggingu Kárahnjúka og nágrennis.

Mánudaginn 21. Júlí voru mótmæli fyrir framan íslenska sendiráðið í Róm og daginn eftir áttu sér voru mótmæli við ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílan og höfuðstöðvar Impregilo í Sesto San Giovanni, nálægt Mílan.
Read More

júl 21 2008

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Norðuráls og verksmiðju Járnblendifélagsins


GRUNDARTANGI – Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og verksmiðju Íslenska Járnblendifélagsins (Elkem) í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegtálma. ,,Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda” segir Miriam Rose frá Saving Iceland (1). Read More

Náttúruvaktin